Bókatíðindi - 01.12.2003, Blaðsíða 135
Fræði og bækur almenns efnis
sekkur skömmu síðar.
Við tekur örlagarík
atburðarás. Fylgdarskip
varpa djúpsprengjum í
sjóinn allt í kring. Fólk
berst fyrir lífi sínu í sjón-
um.
í þessari mögnuðu bók
koma fram margar áður
óbirtar upplýsingar og
leyniskjöl um árásarferð
þýska kafbátsins U-300 til
Islands. Einnig er greint
frá dramatískum endalok-
um kafbátsins.
240 bls.
Stöng
ISBN 9979-9569-1-7
Leiðb.verð: 4.480 kr.
ÚTNORÐUR
Ritstj.: Kristján Árnason
Rannsóknir á félagsfræði
tungumála er undirsvið
málvísinda, sem er í örri
þróun. Bókin Utnorður -
West Nordic Standardis-
ation and Variation fjallar
á félagsmálfræðilegan hátt
um vistfræði og sögu
vestnorrænna mála og
mállýskna, þ.e. íslensku,
færeysku og vesturnorsku.
Greinarnar í þessari bók
eru byggðar á fyrirlestrum
á ráðstefnu sem haldin var
í Stokkhólmi 7. október
2001 fyrir styrk úr sjóði
Veru og Gretu Oldbergs.
Fjallað er um málstöðlun
og breytileika á vestnor-
ræna málsvæðinu allt frá
frumnorrænu fram til
nútímans. Töluðu allir
Norðurlandabúar eins á
víkingaöld? Hvernig var
háttað sambúð íslensku,
norsku og færeysku fyrir
og eftir að Norðmenn
hættu að lesa íslenskar
bækur? Stöfuðu líkindi í
þróun færeysku, íslensku
og vesturnorsku af því að
mállýskurnar voru eðlis-
skyldar og hlutu að ein-
hverju leyti að þróast í
sömu átt, eða ráðu félags-
legir og stjórnmálalegir
þættir ferðinni, t.d.
þannig að áhrif bárust frá
Noregi til íslands? í bók-
inni velta fræðimenn
þessu fyrir sér. Ennfremur
er fjallað um málstöðlun í
nútímamálunum, mál í
ljósvakamiðlum og þróun
stafsetningar í færeysku. í
bókinni er fróðlegur inn-
gangskafli eftir Ana
Deumert, prófessor við
Monash University, um
kenningar fræðimanna
eins og Einars Haugens
um það hvernig stöðlun,
málrækt og málstýring á
sér stað. Höfundar efnis
eru frá Islandi, Færeyjum,
Noregi, Bretlandi, ísrael
og Ástralíu.
218 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-546-1
Leiðb.verð: 3.490 kr.
VÍMUEFNANEYSLA
OG VIÐHORF
fcá U *l ?2 A<a o<dun
VÍMUEFNANEYSLA
OG VIÐHORF
Sigrún Aðalbjarnar-
dóttir ofl.
I riti þessu eru kynntar
niðurstöður úr viðamik-
illi langtímarannsókn
Sigrúnar Aðalbjarnardótt-
ur á áhættuhegðun ungs
fólks. Haft er að leiðar-
ljósi í rannsókninni að
auka skilning á þáttum
sem skipta máli við að
hlúa sem best að heil-
brigði og þroska unglinga.
Um er að ræða grunn-
rannsókn á vímuefna-
neyslu eins árgangs ung-
menna í Reykjavík. Þeim
er fylgt eftir frá því að þau
voru í 9. bekk grunnskóla
skólaárið 1993-1994 þar
til þau voru orðin 22 ára
árið 2001. Slíkt langtíma-
snið er nýlunda hér á
landi í rannsóknum á
vímuefnaneyslu ungs
fólks, en með því er unnt
að kanna hvort tilteknir
þættir - uppeldislegir,
félagslegir og sálfræðileg-
ir - spái fyrir um síðari
vímuefnaneyslu þess.
Umfangsmiklar upplýs-
ingar koma hér fram um
neyslu ungmennanna á
löglegum og ólöglegum
vímuefnum, viðhorfum
ungmennanna til vímu-
efnaneyslu ofl.. Vímu-
efnaneysla ungmennanna
er auk þess könnuð með
tilliti til þjóðfélagsstöðu
foreldra, fjölskyldugerð-
ar, skólagöngu þeirra og
þess hvort stúlkur eða
piltar eiga í hlut.
206 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-545-3
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Litla gjafabókin
VINIR
Samant.: Helen Exley
Þýð.: Orðabankinn
Vinir hlusta og hlæja, fyr-
irgefa þér og eiga með þér
Bókabúðin HAMRABORG
Hamraborg 5 • 200 Kópavogur • Sími 554 0877
133