Bókatíðindi - 01.12.2003, Blaðsíða 54
íslensk skáldverk
förnum árum sent frá sér
rómuð prósaverk sem ger-
ast á óljósum mörkum
skáldskapar og minninga.
193 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-48-7
Leiðb.verð: 4.480 kr.
STORMUR
Einar Kárason
í miðju þessarar nýju og
kraftmiklu samtímasögu
er hinn gustmikli Eyvind-
ur Jónsson Stormur;
sagnamaður en lítill iðju-
maður. Að honum sópast
alls konar lið; drykkju-
menn, hippar, bissness-
menn, bókaútgefendur,
landeyður og íslenskir
námsmenn erlendis. Og
fyrir eina jólavertíðina
vantar bókaforlag litríkan
höfund og ýmsum verður
hugsað til Storms ...
Rétt eins og fyrri verk-
um tekst Einari Kárasyni
frábœrlega að lýsa tíðar-
anda, um leið og hann
skemmtir lesendum með
svipmiklum persónum og
kostulegum uppákomum.
334 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2469-4
Leiðb.verð: 4.690 kr.
SVARTIR ENGLAR
Ævar Örn Jósepsson
Kona hverfur sporlaust og
óvenju umfangsmikilli
ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON
mf
SVARTIR
ENGLAR
BÍ_______________JJM:
lögreglurannsókn er strax
hrundið af stað. Um er að
ræða einstæða tveggja
barna móður - og einn
færasta kerfisfræðing
landsins. Á ýmsu hefur
gengið í einkalífi hennar
en talsverð leynd virðist
hvíla yfir starfi hennar
síðustu mánuðina áður
en hún hvarf. Fyrr en var-
ir teygir rannsóknin anga
sína á bak við tjöldin í
stjórnsýslunni, inn í leð-
urklædd skúmaskot við-
skiptalífsins og napran
veruleika hinna verst
settu í samfélaginu.
349 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1715-4
Leiðb.verð: 4.690 kr.
SYNIR DUFTSINS
Arnaldur Indriðason
Fyrsta bók Arnaldar er nú
loksins komin út í kilju,
bókin sem ruddi íslensk-
um glæpasögum braut.
Sagan hefst á því að
Daníel, fertugur maður á
geðsjúkrahúsi, styttir sér
aldur. Á sama tíma kveik-
ir eldri maður í sér, sem
verið hafði kennari Dan-
íels á árum áður. Þetta er
upphaf hörkuspennandi
atburðarásar sem teygir
anga sína víða.
289 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1679-4
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
ÚRVALSSÖGUR
Ólafur Jóhann
Sigurðsson
Ólafur Jóhann Sigurðsson
er einn helsti meistari
smásögunnar í íslenskri
bókmenntasögu. Hér eru
saman komnar 12 úrvals-
sögur úr hans smiðju sem
sonur hans, Ólafur Jóhann
Ólafsson, hefur valið og
fylgir úr hlaði með for-
málsorðum. Einnig fylgir
bókinni eftirmáli um höf-
undinn og smásögur hans
eftir Guðmund Andra
Thorsson.
176 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2472-4
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
VIÐ HINIR EINKENNIS-
KLÆDDU
Bragi Ólafsson
Urval óborganlegra ævi-
minninga Braga Ólafs-
sonar, raunverulegra og
ímyndaðra, sem birta ein-
stæða veruleikaskynjun
og skáldskaparfræði höf-
undar. Meðal persóna eru
hinn afturgengni lög-
reglumaður, Arnolfini-
hjónin, Islendingurinn
við vaskinn og andkrist-
ur, að ógleymdri persónu
höfundar í mismunandi
gervum.
144 bls.
Bjartur
ISBN 9979-774-31-2
Leiðb.verð: 1.480 kr.
Kilja
VÆNGJUÐ SPOR
Oddný Sen
Hér er sagt frá ævintýra-
legu lífshlaupi Sigríðar
Jóhannesdóttur Hansen,
formóður höfundar, er var
uppi á 19. öld. Sigríður
varð húsfreyja á stórbýli,
en skildi að lögum og
gerðist sjálfstæð sauma-
kona. Hún missti börn og
neyddist til að láta önnur
frá sér, en margir áhrifa-
menn eru frá henni
komnir. Æsispennandi
saga í anda Kínverskra
skugga.
52