Bókatíðindi - 01.12.2003, Blaðsíða 112
Fræði og bækur almenns efnis
ÍSLENSKA BÍLAÖLDIN
Örn Sigurðsson
Ingibergur Bjarnason
Það var á því herrans ári
1904 að bíll Thomsens
konsúls hossaðist fyrst-
ur bíla um malargötur
Reykjavíkur meðan íbúar
höfuðstaðarins störðu
stóreygir á undrið. Æ síð-
an hefur bíllinn verið
samofinn lífi Islendinga
og í stórvirkinu íslensku
bílaöldinni rekur Orn Sig-
urðsson, fyrrverandi for-
maður Islenska fornbíla-
klúbbsins, sögu þessara
samskipta. Yfir 1000 ljós-
myndir, auglýsingar og
blaðaúrklippur úr safni
Ingibergs Bjarnasonar
bregða upp óviðjananlegri
sýn á á bílaöldina, sann-
kallaður myndafjársjóður
er hér í fyrsta sinn sýndur
íslenskum almenningi.
305 bls.
Forlagið
ISBN 9979-53-463-X
Leiðb.verð: 9.980 kr.
ÍSLENSKA
STANGAVEIÐI
ÁRBÓKIN 2003
0
f
ÍSLENSKA STANGA-
VEIÐIÁRBÓKIN 2003
Guðmundur
Guðjónsson
Hvað gerðist helst í heimi
stangaveiðinnar sl. sum-
ar? Hvar veiddist mest af
silungum og hverjir fengu
stærstu laxana? Bókin er
full af nýjum sögum og
fréttatengdum fróðleik
um stangveiðina frá liðnu
sumri. A annað hundrað
ljósmyndir af veiðistöð-
um prýða bókina. Kemur
að góðum notum þegar
veiðiferðir næsta sumars
verða skipulagðar.
160 bls.
Litróf ehf.
ISBN 9979-9173-6-9
Leiðb.verð: 3.490 kr.
ÍSLENSKUR
ÚTSAUMUR
TRADITIONAL
ICELANDIC
EMBROIDERY
Elsa E. Guðjónsson
Ný endurskoðuð útgáfa. I
bókum þessum er yfirlit
yfir hefðbundin íslensk
Bókabuð KefUuríkuv
Traditional Iceiandic
EMBROIDERY
Elsa E. Guðiónsson
útsaumsverk, kynning á
gömlum íslenskum saum-
gerðum og úrval íslenskra
reitamunstra. Þær veita
fróðleik um sögu íslensks
útsaums og íslenska útgáf-
an stuðlar jafnframt að því
að auka fjölbreytni ís-
lenskra hannyrða í fram-
tíðinni og efla með þeim
þjóðlegt yfirbragð. Þetta er
yfirgripmesta verk sem
samið hefur verið um
útsaum á Islandi fram eft-
ir öldum, og hefur að
geyma fjölda litmynda.
Bókunum fylgja mörg
sjónablöð ætluð þeim sem
stunda útsaum. Höfund-
urinn, Elsa E. Guðjónsson,
MA, var deildastjóri
Textíl- og búningadeildar
Þjóðminjasafns íslands
96 bls. óbundin.
Elsa E. Guðjónsson
Dreifing: Hóskólaútgáfan
ISBN 9979-9202-5-4 (ísl)
ISBN 9979-9202-6-2 (ens)
Leiðb.verð: 4.390 kr.
JÖKLARITIÐ
Sveinn Pálsson
Ritstj.: Richard S.
Williams, Jr. og Oddur
Sigurðsson
Þetta merkasta rit Sveins
Pálssonar (1762-1840)
náttúrufræðings, er ítar-
legasta og besta rit um
jökla sem skrifað var á 18.
öld, og raunar langt fram
eftir þeirri 19. Ekki verð-
ur fjallað um alþjóða vís-
indasögu 18. aldar sem
skyldi nema unnt sé að
glöggva sig á framlagi
Sveins. Hefði ritið komið
út upp úr 1795 er líklegt
að Sveinn hefði verið
kallaður faðir jöklafræð-
innar. Jarðfræðingar hafa
á síðustu áratugum end-
uruppgötvað margt sem
Sveinn benti á en ekki
hefur komist á framfæri
fyrr en nú.
Jöklaritið er hér gefið út
á ensku, þýtt af ná-
kvæmni úr dönsku og
yfirfarið af valinkunnum
náttúruvísindamönnum.
Þar er einnig minnst
frumkvöðla jöklarann-
sókna á Islandi auk
Sveins þeirra Þórðar Þor-
lákssonar Vídalín, Þor-
valds Thoroddsen, Jóns
Eyþórssonar, Sigurðar
Þórarinssonar og Sigur-
jóns Rist. Ljósmyndir af
staðháttum eru birtar í
ritinu og myndir og kort
Sveins eru borin saman
við nútíma efni. Með
útgáfu þessa rits nú er
leitast við að vekja
athygli á hinu merka
framlagi Sveins Pálssonar
til jöklafræði og þeim
þætti sem íslenskir vís-
indamenn hafa lagt til
alþjóða vísindasamfélags-
ins.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-146-1
Leiðb.verð: 4.990 kr.
110