Bókatíðindi - 01.12.2003, Blaðsíða 132
Fræði og bækur almenns efnis
skilja hvað á sér stað þeg-
ar horft er á kvikmynd.
Hann sýnir að samband
áhorfandans við kvik-
myndina er hliðstætt við
spegilstig frumbernsk-
unnar, eins og Lacan skil-
greinir það. Þá hefst
smíði sjálfsins út frá
mynd barnsins af sjálfu
sér í spegli. Áhorfandinn
er í stöðu barnsins en á
skerminum hirtast tákn-
myndir sundrungarinnar
sem ávallt er nærri í
átaka-miklu sálarlífi
mannsins skv. sálgrein-
ingunni.
96 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-9608-2-5
Leiðb.verð: 2.290 kr.
TOLKIEN
OG HRINGURINN
Ármann Jakobsson
Hringadróttinssaga J.R.R.
Tolkiens er ein mest lesna
bók sem út hefur komið.
Hér leiðir Ármann Jak-
obsson lesandann inn í
mikilfenglegan sagna-
heim Tolkiens, rekur ætt-
ir álfa og dverga, dregur
upp lönd Miðgarðs og
skyggnist inn í góða
heima og illa. Hann segir
frá manninum Tolkien og
starfi hans, persónum
sögunnar og byggingu
hennar og leiðir fram þær
fjölbreyttu hugmyndir
sem búa að baki verkinu.
Eins og þjálfaður leið-
sögumaður hrífur hann
með sér jafnt aðdáendur
Tolkiens og hina sem ekk-
ert til hans vita í ævin-
týralega ferð um stór-
brotna heima Hringa-
dróttinssögu - bók sem
kölluð hefur verið goð-
saga okkar tíma.
256 bls.
Forlagið
ISBN. 9979-5 3-459-1
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Peter Brook
Tóma rýmið
TÓMA RÝMIÐ
Peter Brook
Þýð.: Silja Björk
Huldudóttir
Ritstj.: Guðni Elísson
Breski leikstjórinn Peter
Brook hefur haft ótvíræð
áhrif á vestrænan leik-
húsheim. Allt frá því
hann leikstýrði fyrstu
uppfærslu sinni fyrir
rúmum sextíu árum hefur
hann verið óþreytandi í
leitinni að sérkennum
leikhússins. I frægustu
bók sinni, Tóma rýminu,
skrifar Brook af einstakri
þekkingu um reynslu
sína á leikhúsinu, sýn
sína á æfingaferlið og
tengslin við áhorfendur.
178 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-9608-0-9
Leiðb.verð: 2.990 kr.
UM ÁNAUÐ VILJANS
Marteinn Lúther
Þýð.: Jón Á. Jónsson
og Gottskálk Þór
Jensson
Inng.: Sigurjón Árni
Eyjólfsson og Gottskálk
Þór Jensson
54. Lærdómsritið. Um
ánauð viljans er hluti af
ritdeilu milli Lúthers og
Erasmusar frá Rotterdam.
Ritdeilan, sem varðaði
grundvöll kristinnar
kenningar, var á köflum
hatrömm, eins og glöggt
má sjá í þessu riti. Um
ánauð viljans ber vitni
um skarpa ritskýringu
Lúthers, en einnig vitnar
bókin um hugmynda-
heim 16. aldar og þær
mælskulistarhefðir sem
þá voru við lýði. I viða-
miklum inngangangsköfl-
um er fjallað um rit Lút-
hers og ritdeilu þeirra
Erasmusar, en einnig
stöðu latíununnar gagn-
vart þjóðtungunum við
upphaf siðaskiptanna.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-149-6
Leiðb.verð: 5.900 kr.
UM LÖG
Tómas frá Aquino
Þýð.: Þórður Kristinsson
Inng.: Garðar Gíslason
55. Lærdómsritið. Tómas
frá Aquino var einn mesti
hugsuður kirkjunnar á
miðöldum og jafnframt
einn merkilegasti heim-
spekingur vesturlanda
fyrr og síðar og ná áhrif
hans langt út fyrir raðir
kristinna manna. Um lög
er sá hluti af höfuðrit-
verki Tómasar, Summa
Theologiæ, sem fjallar
um eðli laga og er enn í
dag grundvallarrit bæði í
lögfræði og heimspeki. I
inngangi að bókinni segir
frá ævi Tómasar og gerð
grein fyrir meginhug-
myndum hans um eðli
laga.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-139-9
Leiðb.verð: 2.990 kr.
Sigurðut Lmdal
UM LÖG OG LÖGFRÆÐI
grundvöllur laga rettarheimiidir
UM LÖG OG
LÖGFRÆÐI
Sigurður Líndal
Skýrð eru grundvallarat-
130