Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 6

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 6
 VIRK VIGDÍS JÓNSDÓTTIR framkvæmdastjóri VIRK STÖÐUG ÞRÓUN OG GÓÐUR ÁRANGUR Ég kom til starfa 15. ágúst 2008 og var þá fyrsti fastráðni starfsmaður VIRK. Gengið var frá ráðningu minni fyrr um sumarið og áður en ég hóf störf í ágúst fór ég í ferðalag til Svartfjallalands þar sem ég gekk um fagra náttúru og gat þá í ró og næði hugsað um þau nýju skref sem ég var að taka á mínum starfsferli. Ég flaug á milli staða og í einni af þeim ferðum fannst mér ég þurfa að skrá niður eitthvað af hugsunum mínum og það eina sem ég hafði til að skrifa á voru ælupokarnir í flugvélinni. Þannig voru fyrstu hugmyndir mínar um uppbyggingu á VIRK skráðar á ælupoka frá Croatia Airlines, sjá mynd 1, og þá hafði ég í fórum mínum þegar ég mætti til starfa þann 15. ágúst 2008. Ég fékk síðan í hendurnar skipulagsskrá fyrir Endurhæfingarsjóð og þáverandi forseti ASÍ og starfsmenn ASÍ tóku vel á móti mér og lánuðu mér eina skrifstofu í Guðrúnartúni 1. Á fyrstu dögunum setti ég niður fyrstu hugmyndir að framkvæmda- ferli þar sem starfsemin var undirbúin og því ferli var fylgt fyrstu mánuðina, sjá mynd 2. Þetta var upphafið á miklu ævintýri, verk- efnum og tækifærum sem mig hefði í raun aldrei órað fyrir að gætu beðið mín á mínum starfsferli. Frá því að hefja störf ein og fá lánaða eina skrifstofu í Guðrúnartúni 1 hefur VIRK þróast í að vera stofnun sem hefur haft jákvæð áhrif á líf tugþúsunda einstaklinga. Samkvæmt könnun Maskínu á árinu 2022 þá telja 81% landsmanna VIRK hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag og um 8% einstaklinga hér á landi hafa notið þjónustu VIRK. Einnig kom það fram í könnun Maskínu að 6 af hverjum 10 einstaklingum hér á landi þekkja einhvern sér nákominn sem hefur verið í þjónustu VIRK. Til viðbótar við þetta má síðan nefna eftirfarandi staðreyndir: Á ÞESSU ÁRI ERU 15 ÁR SÍÐAN VIRK VAR STOFNAÐ. SAMIÐ VAR UM STOFNUN OG FJÁRMÖGNUN VIRK Í KJARASAMNINGUM FYRRI HLUTA ÁRS 2008 OG ÞÁ UNDIR NAFNINU „ENDURHÆFINGARSJÓÐUR“ SÍÐAR VAR NAFNINU BREYTT Í „VIRK- STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR“ OG OFTAST NOTUM VIÐ EINGÖNGU NAFNIÐ „VIRK“. Það sem hefur þó kannski þroskað mig mest er að fá innsýn inn í aðstæður og líðan þeirra einstaklinga sem leita til VIRK og að fá að heyra sögu þeirra til aukinnar vinnugetu og lífsgæða. Mynd 1 Mynd 2 6 7virk.is virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.