Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 12

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 12
 VIRK áreitni á vinnustöðum en rannsóknir hafa sýnt að hér er um að ræða samfélagslegt mein sem getur haft slæm áhrif á líðan og vinnugetu þeirra einstaklinga sem verða fyrir slíku áreiti. Vitundarvakningin „Það má ekkert lengur“ var unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Hvíta húsið og óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn. Hún fékk tvo Lúðra á Ímark verðlaunahátíðinni í mars sl., var valin sem besta kvikmyndaða auglýsingin í flokki almannaheilla og vitundarvakningin var valin besta herferðin í sama flokki. Í könnun sem EMC Rannsóknir gerðu fyrir VIRK kemur fram að vitundarvakningin vakti mjög mikla athygli og vakti fólk til umhugsunar um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Meðal niðurstaða úr þessari könnun voru að níu af hverjum tíu töldu að auglýsingin veki athygli á mikilvægu málefni og um 72% töldu hana líklega til að hafa jákvæð áhrif á vinnustöðum. Niðurstaða heildarúttektar á starfsemi VIRK Í lok ársins 2022 skilaði nefnd um heildar- úttekt á þjónustu VIRK–Starfsendur- hæfingarsjóðs skýrslu með niðurstöðum sínum til félags- og vinnumarkaðsráðherra. Heildarúttektin var framkvæmd samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Markmið úttektarinnar var að leggja mat á hvort framlögum til VIRK hafi verið ráðstafað með sem skilvirkustum hætti í þágu þeirra markmiða sem stefnt var að og að kanna hvort þjónusta VIRK hafi haft mælanleg áhrif á örorkubyrði lífeyrissjóða og almannatrygginga og nýgengi örorku. VIRK gerði ýmsar athugasemdir við aðferðar- fræði og framsetningu í úttektarskýrslunni en engu að síður er heildarniðurstaða skýrslunnar jákvæð fyrir VIRK. Engar af þeim ábendingum og athugasemdum sem nefndin kom með fólu í sér gagnrýni eða aðfinnslur varðandi það hvernig VIRK hefur ráðstafað fjárframlögum í þágu markmiðs laga nr. 60/2012. Meginumfjöllunarefni skýrslunnar er gagnrýni á skort á heildstæðu kerfi endurhæfingar og samstarfi milli kerfa auk gagnrýni á þau lög sem um atvinnutengda starfsendurhæfingu gilda. VIRK getur tekið undir hluta af þessum ábendingum og hefur lýst yfir vilja til að vinna með ráðuneytinu í að vinna úr þessari skýrslu eins og unnt er með það að markmiði að bæta heildar þjónustukerfið. Skýrslan inniheldur marga jákvæða þætti er varða starfsemi VIRK. Í úrtaksrannsókn sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir nefndina kemur fram að 72% af þjón- ustuþegum VIRK sem ljúka þjónustu telja að starfsendurhæfingin hafi nýst þeim mjög vel. Almennt er mikil ánægja meðal þjónustuþega með þjónustu VIRK í þessari úrtaksrannsókn sem kemur m.a. fram í eftirfarandi niðurstöðum: • 85% telja að markmið starfsendur- hæfingaráætlunar hafi verið unnin í samráði við sig • 76% telja að markmið starfsendur- hæfingaráætlunar hafi verið unnin í samráði við getu sína • 87% telja að sér hafi verið mætt af virðingu í starfsendurhæfingunni • 84% telja að aðstæðum þeirra hafi verið sýndur skilningur í starfs- endurhæfingunni • 78% telja að úrræði hafi verið valin í samræmi við þarfir sínar • 79% telja að haldið hafi verið vel utan um mál sitt í endurhæfingarferlinu Einnig kemur fram að jafnvel meðal þeirra sem ekki luku starfsendurhæfingunni hafi viðhorfið verið jákvætt. Í þessari heildarúttekt voru gögn úr gagna- grunni VIRK gerð ópersónugreinanleg með dulkóðun og keyrð saman við gögn frá lífeyrissjóðum. Einnig var í skýrslunni sérstaklega skoðuð þróun á örorku og endurhæfingu bæði hjá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun og er niðurstaðan eftirfarandi: Upplýsingaöryggisvottun ISO 27001 á allri starfsemi VIRK Í lok árs 2022 hlaut VIRK upplýsinga- öryggisvottun ISO/IEC 27001:2013 á alla starfssemi sína. Þar með náðist markmið sem hafði verið sett í stefnumótun og var endapunktur á tæplega tveggja ára inn- leiðingu gæðakerfis um upplýsingaöryggi. Helstu niðurstöður voru þær að engin frávik fundust og að augljóslega væri unnið að stöðugum umbótum innan gæðakerfisins. Það er mikilvægt fyrir stofnun eins og VIRK að vera með svona viðurkenningu og vottun því starfsemi VIRK krefst þess að vistaðar séu viðkvæmar persónuupplýsingar um einstaklinga í þjónustu. Að hafa þessa vottun þýðir að VIRK er með traust gæðakerfi sem heldur utanum upplýsingaeignirnar og gerir allt til að tryggja öryggi upplýsinga og gagna í kerfinu og tryggja að öll starfsemin standist ýtrustu kröfur um persónuvernd. Til að ná þessu þurfum við sífellt að endurskoða vinnulag okkar, hlusta á aðra og hafa auðmýkt, hugrekki og vilja til stöðugra umbóta og þróunar. Um er að ræða jákvæða þróun sem felur í sér aukningu í endurhæfingu og minnkandi örorkubyrði. Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir mikil efnahagsleg áföll og breytingar í samfélaginu, sem ættu alla jafna að hafa þveröfug áhrif. Hér má benda á það að íslenskt velferðarkerfi hefur í heild sinni gert sitt besta til að auka þátttöku og getu einstaklinga á þessu tímabili, þrátt fyrir oft erfiðar aðstæður. Rétt er að taka það fram að þessa þróun má ekki einungis rekja til tilkomu VIRK. VIRK hefur ávallt bent á að starfsemi VIRK geti ekki ein og sér borið ábyrgð á nýgengi örorku. Á bakvið hana séu mun fleiri samverkandi þættir og flókið samspil þeirra. Engu að síður er afar ánægjulegt að sjá þessa jákvæðu þróun nýgengis örorku í útreikningum og rannsóknum sem nefndin lét framkvæma. • Mun fleiri hafa endurhæfst á árunum 2015-2019 en vænta mátti samkvæmt reynslu áranna 2000-2004 (áður en VIRK var stofnað). • Örorkubyrði hjá Tryggingastofnun á árunum 2015-2019 er 2,4% lægri en hún var á árunum 2000-2004 (áður en VIRK var stofnað). • Örorkubyrði hjá lífeyrissjóðum hefur dregist talsvert saman eða um 13,7% milli tímabilanna 2000-2004 og 2015-2019. • Fram kemur í skýrslunni að hjá lífeyrissjóðum hafi aukin endurhæfing „náð að eyða áhrifum aukins nýgengis“. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heimsótti VIRK á vordögum 2023 og kynnti sér starfsemina. 12 13virk.is virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.