Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Page 15

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Page 15
 VIRK Stofnun eins og VIRK þarf að þróast áfram á markvissan hátt í samræmi við stefnu og framtíðarsýn en á sama tíma er einnig mikilvægt að stofnunin þróist í takt við síbreytilegar þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Til að ná þessu þurfum við sífellt að endurskoða vinnulag okkar, hlusta á aðra og hafa auðmýkt, hugrekki og vilja til stöðugra umbóta og þróunar. Aðeins á þann hátt tryggjum við að VIRK þjóni þörfum samfélagsins á hverjum tíma og veiti einstaklingum árangursríka og góða þjónustu til framtíðar. Mynd 2 Myndin sýnir hlutfall stöðugilda útskrifaðra einstaklinga með mismunandi framfærslustöðu í lok þjónustu á árunum 2020-2022. Hafa ber í huga að ekki er um að ræða fjölda einstaklinga heldur stöðugildi því hver einstaklingur getur verið með fleiri en eina tegund framfærslu við útskrift. Ef einstaklingur fer t.d. í hálft starf þegar þjónustu lýkur þá er það skráð sem hálft stöðugildi og önnur framfærsla skráð á móti. Mynd 3 Í stað þess að skoða stöðugildi eins og gert er á mynd 2 er hér horft til fjölda einstaklinga. Myndin sýnir hlutfall þeirra sem ljúka þjónustu hjá VIRK og eru að einhverju leyti í vinnu, í atvinnuleit eða námi við útskrift. Hér má sjá að 85% þjónustuþega sem luku þjónustu á árinu 2022 voru annað hvort að öllu eða einhverju leyti virkir í vinnu, atvinnuleit eða námi. Þetta á við um 79% þjónustuþega sem hafa útskrifast frá VIRK frá upphafi. ÁRANGUR VIRK Mynd 1 Öllum þjónustuþegum sem útskrifast frá VIRK er boðið að taka þátt í þjónustukönnun þar sem þeir eru beðnir um að svara spurningum um þjónustuna og einstaka þætti hennar. Myndin hér til vinstri inniheldur upplýsingar úr þessari könnun þar sem sjá má að einstaklingar telja að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra. Við lok þjónustu er sjálfsmynd þeirra sterkari, starfsgeta meiri og líkamleg og andleg heilsa betri. 8,0 7,0 6,0 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0 Sjálfsmynd, starfsgeta og líkamleg og andleg heilsa við upphaf og lok þjónustu á kvarðanum 0-10 þar sem 0 er lægsta og 10 er hæsta einkunn Í upphafi þjónustu Við lok þjónustu Mynd 1 2,6 1,6 2,8 2,0 6,3 5,8 5,9 6,3 Sjálfsmynd Starfsgeta Líkamleg heilsa Andleg heilsa 20222020 2021 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 32 2 89 44 46 12 1 12 2022 16 2 2234 6 222 11 13 5 Laun á vinnumarkaði Atvinnuleysisbætur Engar te kjur Fjárhagsaðstoð Sjúkrasjóður Örorkulífeyrir Annað Mynd 2 Námslán Endurhæfingarlífe yrir 58 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Alls Hlutfall útskrifaðra einstaklinga sem eru annað hvort í vinnu, í atvinnuleit eða í námi við útskrift - óháð framfærslustöðu 79% 79% 85% 79%77% 75% 79% 76% 78% 74% 82% Mynd 3 Ár Framfærslustaða einstaklinga við lok þjónustu hjá VIRK Sýnt sem hlutfall stöðugilda Stefna, framtíðarsýn, þróun og breytingar Á árinu 2019 var farið í mikla stefnumót- unarvinnu hjá VIRK þar sem m.a. var mótuð eftirfarandi framtíðarsýn til ársins 2025: • Þjónustan er straumlínulöguð og þrepaskipt út frá vanda einstaklinga • Skilvirkt og öflugt samstarf er við fagaðila, vinnustaði, stéttarfélög, lífeyrissjóði og stofnanir um allt land • Almenn vitneskja er um ávinning af starfi VIRK og rétt einstaklinga til þjónustu hjá VIRK • Atvinnutenging VIRK stuðlar að auknum tækifærum á vinnumarkaði fyrir einstaklinga með heilsubrest • Forvarnaverkefni VIRK stuðlar að heilsusamlegu starfsumhverfi og eykur þannig þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði • VIRK er fyrirmyndar vinnustaður þar sem lögð er áhersla á vellíðan og árangur starfsmanna. Frá árinu 2019 hefur verið unnið markvisst að því að raungera þessa framtíðarsýn og gaman er að segja frá því að verulegur árangur hefur náðst í nær öllum þeim þáttum sem skilgreindir eru hér að framan. Á árinu 2023 hafa verið skilgreind forgangsverkefni út frá ofangreindri stefnu- mótun og fyrirhugað er næsta vetur að fara aftur af stað í stefnumótunarvinnu þar sem framtíðarsýn til næstu 5 ára verður mótuð. Á þann hátt er tryggt að starfsemi VIRK sé markviss og í samræmi við þá stefnu og framtíðarsýn sem stjórn og hagaðilar móta á hverjum tíma. 14 15virk.is virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.