Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 23

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 23
 VIRK hlutir sem skipta raunverulegu máli. Við þetta bætist svo að í hinni mannlegu tilveru þá á allt sitt skeið. Tíminn líður, börnin stækka og allt breytist. Stundum þarf að átta sig á því.“ Það er mikið rætt um einmanaleika. Finnst þér að hann hafi aukist í kjölfar Covid19? „Við erum ekki ennþá farin að finna fyrir þeim áhrifum sem kóvíd-einveran hafði á fólk, en umræður eru í gangi um hvort við eigum eftir að fá þennan hóp til okkar seinna. Við höfum þó fengið til okkar einstaklinga sem fóru illa út úr kóvíd. Voru í heilsufarsendurhæfingu, til dæmis á Reykjalundi, en komu svo til okkar með það að markmiði að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ýmsir telja sig vissulega einmana. Ein- staklingum sem líður þannig eru yfirleitt mjög ánægðir með að komast á hópnám- skeið, hitta fólk í sambærilegri stöðu og deila reynslu sinni. Fólk í yngri aldurshópum talar frekar um að það sé einmana. Sumir búa kannski ennþá hjá foreldrum, eru ekki búnir að ljúka námi og eru óánægðir með hlutskipti sitt. Miða það gjarnan við það sem það sér hjá jafnöldrum sínum á samfélagsmiðlum og eru komnir í góð störf og með fjölskyldu. Hinir sem ekki hafa lokið námi og búa enn hjá foreldrum finnst þeir sitja eftir, eru sorgmæddir og finnst þeir ekki hafa fengið það út úr lífinu sem vonaðist var eftir. Við höfum flott úrræði fyrir þennan hóp. Annars vegar er það „Stökkpallur“ og hins vegar „Toppur“ hjá Framvegis sem er símenntunarmiðstöð. Þetta eru nokkurra vikna námskeið. Þar finnst þessu fólki æðislegt að koma og hitta jafnaldra sína. Fólk í þessari stöðu styður hvert annað og oft á tíðum myndast milli þess ágætis vinskapur.“ Sum fyrirtæki ótrúlega dugleg að gefa fólki tækifæri Hvað geta fyrirtæki gert til að aðstoða þjónustuþega VIRK við að komast inn á vinnumarkaðinn? „Okkur virðist ýmis fyrirtæki vera að átta sig á gildi þess að hafa fólk í aðeins minna starfshlutfalli og gefa því tækifæri til að komast þannig aftur út á vinnumarkaðinn. Margir sem eru hjá okkur eru í vinnusambandi – í veikindaleyfi, en snúa svo aftur í sína vinnu og kannski fyrst í lægra starfshlutfalli. Við köllum þetta stig- vaxandi endurkomu til vinnu. Þá útbúum við ráðgjafar gjarnan nokkurra vikna plan með fólki þar sem það sér fyrir sér hvernig það getur komið aftur í sitt fyrra starf. Kannski fyrst í hálft starf og síðan í vaxandi starfshlutfall. Oftast er um að ræða fólk sem komið er á seinni helming starfsendurhæfingarinnar. Ef þörf þykir þá getur það meðfram skertu starfshlutfalli haldið áfram í úrræðum, til dæmis í sjúkraþjálfun. Við reynum að halda inni líkamsrækt, hún er mjög mikilvæg – en fókusinn er á starfið. Fordómar gagnvart skertu starfshlutfalli eru minni og sum fyrirtæki eru ótrúlega dugleg að taka á móti fólki og gefa því tækifæri til að fóta sig á ný í starfi. Og þarna er ég að ræða um fyrirtæki af ýmsu tagi.“ Hefur þú sjálf samband við fyrirtæki fyrir fólk sem er í þjónustu VIRK? „Nei. Ef fólk er í vinnusambandi aðstoða ég það við að gera plan um hvernig endur- komunni skuli háttað sem viðkomandi fer svo með til síns vinnuveitanda. Fólk vill yfirleitt gera þetta sjálft með sínum yfirmanni. En sé um að ræða fólk sem er að feta nýjar slóðir á vinnumarkaðinum þá starfa hjá VIRK ótrúlega góðir atvinnulífstenglar. Þegar ég sé að endurhæfing hefur gengið vel og einstaklingur er tilbúinn í atvinnuleit vísa ég honum til atvinnulífstengils. Hann hjálpar viðkomandi að gera hefðbundna ferilskrá og svokallaðan Alfreð-prófíl – fyrir Alfreð.is sem er rafræn umsóknarsíða um störf. Þar getur fólk sótt um rafrænt því mörg fyrirtæki auglýsa eftir starfsfólki á Alfreð.is. En þá erum við komin inn á svið atvinnu- lífstengils sem undirbýr umsækjandann og æfir hann í viðtalstækni. Oftast eru spurningarnar svipaðar sem fólk þarf að svara í atvinnuviðtölum – svo sem hvað viðkomandi álíti styrkleika sinn eða veikleika. Það eru einmitt þau atriði sem verið er að vinna með í endurhæfingarferlinu.“ Hvers konar styrkleika vilja vinnuveitendur fá núna? „Þeir vilja fá fólk sem er framúrskarandi í öllu mögulegu – framúrskarandi í mannlegum samskiptum, eiginlega með framúrskarandi hæfni á nánast öllum sviðum. Umsækjanda fallast hendur frammi fyrir slíkum kröfum, tengja sig ekki endilega við að vera „framúrskarandi“. Fyrirtæki mættu oft dempa aðeins orðaval sitt, nota lágstemmdari lýsingarorð þegar þau auglýsa eftir starfsfólki. Þannig fengju þau fleiri og fjölbreyttari umsóknir. En almennt leggja fyrirtæki nútímans mikla áherslu á að fólk geti unnið í teymi.“ Hvað þarf til að vera góður í teymi? „Til dæmis að kunna að hlusta og hafa ekki endilega skoðanir á öllu. Við vinnum flest með fólki með margvíslega reynslu og menntun. Að vinna í teymi er ákveðin jafnvægislist. Það þarf að átta sig á hvenær eigi að gefa í og hvenær eigi að draga til baka. Þetta er eitthvað sem kemur með reynslunni og við leggjum enga ofuráherslu á við þá sem eru í atvinnuleit. Við breytum ekki fólki heldur reynum að efla sjálfstraust þess, gefa því trú á eigin getu og gera það sterkara en það var þegar það leitaði til VIRK í upphafi. Það gerist þegar fólk er búið að vera í kannski árs starfsendurhæfingu og hefur fengið úrræði við hæfi og verkfæri við hæfi. Það hefur lært að spegla það sem það lærði á námskeiðum með því að ræða það fram og aftur við ráðgjafann, velta fyrir sér hvernig það muni nýtast. Mikilvægast er að fólk tileinki sér fræðslu og nýti þau verkfæri sem búið er að fá þeim. Það er það flókna í þessu öllu saman en flestum tekst að tileikna sér þessi bjargráð ótrúlega vel. Það er fallegt að horfa á fólk grípa tækifærið. Sumir hafa hreint út sagt verulega mikið fyrir þessu en standa svo uppi á eftir sem ótrúlega glæsilegt fólk. Markmið starfsendurhæfingar VIRK er að efla og styrkja fólk. Við höfum hafsjó af alls konar úrræðum og námskeiðum en ég segi alltaf við fólk í upphafi: „Þetta er þín endurhæfing, þú situr við stýrið, ég reyni að styðja þig og benda á möguleikana.“ Það er mikilvægt að valdefla fólk í þessu ferli. Ýmsum er of gjarnt á að halda áfram á sjálfstýringunni en hugsa ekki nóg. Endurhæfing er ákveðin tímamót. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á að þetta er endurhæfing þess, ferill þess og vegferð þess. Þjónustuþegar VIRK þurfa að vinna og leggja erfiðið á sig – ég tel mig heppna að fá að fylgja þeim á þessari vegferð.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ljósmynd: Lárus Karl Ingason Frábært fagfólk, mikil hvatning og aðstoð. Einnig góð ráðgjöf varðandi að fara hægt að stað og sjá það jákvæða í nýrri tilveru.“ Ég mætti miklum skilningi, fannst hlustað á mig og unnið af miklum velvilja og fagmennsku að finna þau úrræði sem hentuðu mér hvað best í mínum aðstæðum.“ Jákvætt og gott starfsfólk sem vildi allt fyrir mig gera og námskeiðin sem mér buðust hjálpuðu mér að komast á réttan stað. Þó svo ég eigi enn eftir að ná mér fullkomlega er það eitthvað sem ég þykist ráða við eftir starfsendurhæfinguna.“ Þetta gjörsamlega bjargaði lífinu mínu. Ég þekkti mig ekki lengur.“ Persónulega nálgun. Ég var með æðislega konu sem ráðgjafa og hún hélt svo vel utan um mig og mín mál. Hún var fjót að ávinna sér traust mitt og minn bati er að stóru leyti henni að þakka.“ Það var svo gott að fá utanumhald og stuðningur ráðgjafa skipti mig miklu máli. Finna að ég væri á vegferð og þyrfti ekki ein að bera alla ábyrgðina. Það var líka gott að vita að ég væri ekki ein að glíma við einkenni vegna kulnunar og örmögnunar. Ráðgjafinn hjálpaði mér að gera raunhæfar væntingar til batans, sem ég hafði alls ekki. Það sem ég hefði viljað og mætti bæta er betri stuðningur og endurkoma inn á vinnumarkaðinn á ný.“ Gott að vera í skjóli meðan maður er að komast aftur í gang og ég fékk frábæran ráðgjafa.“ Ráðgjafinn minn var frábær og veitti frábæra þjónustu. Flest úræðin sem ég fór í gögnuðust mér vel og ráðgjafinn var góður í að finna réttu úrræðin fyrir mig.“ Hvað þau eru dugleg að finna lausnir sem virka og koma manni af stað í að sinna sér rétt.“ Ánægja með ráðgjafana, utanumhaldið og gæði námskeiða og þjónustu sem VIRK býður upp á.“ Ráðgjafi minn var einstaklega notaleg og hjálpsöm. Einstaklingsmiðað prógramm var sett upp og þjónaði algjörlega mínum þörfum.“ Svör við spurningunni „Af hverju ánægja með þjónustu VIRK?“ UMMÆLI ÞJÓNUSTUÞEGA ÚR ÞJÓNUSTUKÖNNUN VIRK 2022 23virk.is22 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.