Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Qupperneq 30

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Qupperneq 30
 VIRK Gott starf sem VIRK er að vinna Eruð þið til í að taka fleiri í vinnu frá VIRK? „Ég á von á því að ef við værum spurðir hvort við hefðum tök á að fá inn fleiri einstaklinga frá VIRK þá myndum við bara segja já, ekkert mál. Við værum til í að brúa bil í svona sex til átta vikur meðan viðkomandi væri að leita sér að annarri vinnu til langframa. Það fólk gæti þannig byrjað að mæta til starfa og gera verkefni samkvæmt þeirri nálgun sem VIRK hefur verið með í svona tilvikum. Það er gott starf sem VIRK er að vinna. Það er mikill hraði í samfélaginu og margir sem lenda tímabundið í erfiðleikum af þeim sökum, standast ekki álagið til langframa. Þá er mikilvægt að hafa kerfi sem grípur fólk. Ég held að það sé auðveldara nú en áður fyrir stofnun eins og VIRK að vaxa, það er meiri skilningur í samfélaginu á svona starfi.“ Eruð þið enn með fólk frá VIRK í vinnu? „Já einn aðili frá VIRK starfar hjá okkur enn. Hann fylgist meðal annars með hitastigi í stórum byggingum, svo sem hvort bakrásarhiti í stórum byggingum sé yfir 40 gráðum. Sé svo er verið að sóa orku í þeirri byggingu – of mikið af heitu vatni fer út úr húsinu. Heimurinn er að breytast að því leyti að það er auðveldara að setja upp búnað til að fylgjast með og mæla. En það þarf að hafa ákveðinn grundvallarskilning og þekkingu til að túlka niðurstöður mælinga rétt. Allflestir af þeim níu sem eru fastráðnir hér hafa lært rafmagnstæknifræði, hafa lokið iðnskóla og háskólaprófi. Eðli málsins vegna erum við ekki með neitt mjög stórt húsnæði því mælingarnar fara fram utanhúss. Við erum þó með verkstæði. Þar setjum við saman búnaðinn áður en hann fer út úr húsi og er komið fyrir á mælingastað.“ Gæti Vista verkfræðistofa tekið inn marga nýja starfsmenn? „Nei, Vista verkfræðistofa getur ekki tekið inn marga í hlutastarf í einu. Einn yrði að taka við af öðrum í styttri tíma og þeir þyrftu að sinna verkefnum sem auðvelt er að útskýra og koma frá sér. Það krefst orku að hugsa um fólk og styðja það. Maður gerir engum Ég held að það skipti miklu máli fyrir þann sem er að fóta sig á vinnumarkaðinum á ný að einhver „taki hann að sér“, verði eins konar mentor. greiða með því að taka hann inn til starfa en hafa svo engan tíma til að sinna honum. Þá líður fólki einfaldlega illa og finnst það ekki vera að skila neinu.“ Þú segir að þið getið mælt næstum allt – gætuð þið kannski mælt einhvers konar árangur hjá VIRK? „Við gætum til dæmis mælt hve margir ganga út og inn úr húsnæði VIRK – þannig gætum við sagt svolítið til um það hversu umfangsmikil starfsemin er. Við gætum auðvitað líka mælt hve margir komast út á vinnumarkaðinn og þar fram eftir götunum. Við gætum kannski mælt hverju stytting vinnuvikunnar er að skila með spurningalistum. Hvaða áhrif hefur þetta á líðan fólks. Það er reyndar ákveðinn samfélagslegur mælikvarði ef það fjölgar sífellt í VIRK. Hvað er þá verið að gera rangt í samfélaginu?“ Hafið þið einhvern tíman bent einhverjum starfsmanni ykkar á þjónustu VIRK? „Ekki ennþá, en við eigum það inni, vonandi. Fólk á miðjum aldri er gjarnan með börn, unglinga, heimili, aldraða foreldra og sinnir atvinnu – og svo þarf það sjálft að lifa lífinu. Allt er þetta dálítið vandasamt í æ flóknara samfélagi. Til dæmis er vanmetið það álag að hugsa um aldraða foreldra mitt á milli stofnana í viðbót við allt hitt. En á hinn bóginn er líka hollt og gott að sinna sér nákomnu fólki.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Lárus Karl Ingason VIRK Starfsendurhæfingarsjóður fagnar 15 ára afmæli á árinu og í tilefni af því mun VIRK m.a. standa fyrir ráðstefnu í Silfur- bergi, Hörpu, þar sem fókusinn verður settur á endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys og hvað fyrirtæki og stofnanir geti gert til þess að auðvelda það ferli. Boðið verður upp á fjölbreyttan hóp íslenskra og erlendra fyrir- lesara á ráðstefnunni, aðalfyrirlesarar verða hinn kanadíski Dr. Emile Tompa og hin hollenska Dr. Sandra Brouwer. Dr. Emile Tompa Framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstöðvar um stefnumótun í atvinnumálum einstaklinga með skerta starfsgetu (Centre for Research on Work Disability Policy (CRWDP)) sem er þverfaglegt framtak um framtíðarstefnumótun í atvinnumálum í Kanada. Hann er einnig prófessor við hagfræðideild McMaster háskólans í Kanada. Innlegg hans verður um þróun á atvinnutækifærum fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu með því að byggja upp getu eftirspurnarhliðar / vinnuveitenda. Dr. Sandra Brouwer Prófessor í vinnulæknisfræði við heilbrigðisvísindadeild Groningen háskólans í Hollandi. Innlegg hennar verður um hlutverk vinnuveitenda í Hollandi í endurkomu til vinnu ferlinu hjá einstaklingum sem hafa verið fjarverandi vegna veikinda. Nánari upplýsingar á virk.is Ráðstefna í Silfurbergi í Hörpu miðvikudaginn 31. maí kl. 9.00-15.00 AUÐVELDUM ENDURKOMU TIL VINNU 30 31virk.is virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.