Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Page 38

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Page 38
AÐSEND GREIN til þarfa einstaklings á öllum sviðum lífsins. Atvinnutækifæri getur ekki virkað fyrir fólk nema öllum lífsþörfum þess sé sinnt. Í þessu skyni er hægt að nota margvíslegan stuðning í gegnum samfélagsþjónustu. Þessi nálgun að líta á alla manneskjuna tekur einnig tillit til færniþarfa fyrir starf út starfsævina frekar en að einblína bara á þarfir á ákveðnum tímapunkti í tilteknu starfi. 7. Bjóða upp á þjálfun fyrir stjórnendur og samstarfsmenn Þjálfun fyrir stjórnendur og samstarfsmenn er mikilvæg til að stuðla að breytingum á menningu vinnustaðarins. Það getur verið eins einfalt og að halda síðdegisfund þar sem boðið er upp á fræðslu um einhverfu, taugasegni, hverju megi búast við frá einstaklingum á rófinu, og þar sem fólki er gefið tækifæri til að spyrja spurninga og venjast hugmyndinni um fjölbreytileika. Í víðara samhengi ætti stjórnendaþjálfun um þátttöku fólks með skerta starfsgetu án aðgreiningar að vera almennur hluti af stjórnunarþjálfun á háskólastigi. 8. Styðja við starfsframa, leiðsögn (e. mentorship) og starfsþróun Mörg þjálfunarprógrömm líta ekki til framtíðar. Þess í stað einblína þau aðeins á brýnar þarfir vinnuveitandans. Atvinnustuðningsþjónustur ættu að einbeita sér að því að hjálpa fólki að finna starfsferil, ekki bara vinnu. Atvinnuleitendur gætu þurft tækifæri til að prófa sig áfram þegar kemur að því að finna rétta starfsferilinn. Stuðningshringur er leið til að sinna mörgum þáttum þegar kemur að þörfum starfsmanns í tilteknu atvinnuástandi. Stuðningshringur er hópur fólks sem styður einstaklinginn, þar á meðal leiðbeinendur, samstarfsmenn og yfirmenn. Almennt þurfa einstaklingar með skerta starfsgetu að fá tækifæri til að fá leiðbeinanda (e. mentor), rétt eins og vinnufærir einstaklingar, til að styðja við starfsframa sinn. Gagnreyndar aðferðir aðlögunar Við gerðum samantekt á rannsóknum á gagnreyndum aðferðum (e. best practices) aðlögunar á vinnustað fyrir nokkrum árum sem veitir ómetanlega innsýn í hvernig vinnuveitendur geta hannað vinnuumhverfi og ferla þannig að þau laði að og haldi í einstaklinga með skerta starfsgetu (Tompa o.fl., 2016). Samkvæmt þessum rannsóknum eru félagslegar hindranir, þar á meðal fordómar, staðalmyndir, ótti og skortur á skilningi, erfiðari hindranir fyrir þennan hóp en líkamlegar takmarkanir. Breytingar á vinnustaðamenningunni eru nauðsynlegar til að takast á við þessar viðhorfshindranir og allir starfsmenn, bæði með og án skerðinga, hafa hlut- verki að gegna við að koma þessum breytingum á. Vinnuveitendur eru hvattir til að nota þjálfunar-, félaga- („buddy“) og leiðbeinandakerfi sem og jafningjastuðning og hafa starfsmenn með skerðingar með í teymisverkefnum sem leið til að takast á við þessar hindranir. að einstaklingnum og skilgreindu starfi hans eða atvinnugrein. Ein stærð passar ekki öllum og jafnvel tveir einstaklingar með sama sjúkdóminn geta haft mjög mismunandi þarfir. Að ræða við starfsmann um aðlögun er kallað „gagnvirkt ferli“ og ætti að vera bundið í stefnu vinnustaðarins ásamt verklagi til að fylgjast með og meta virkni aðlögunarinnar. Ennfremur mun stök aðlögun á vinnu- stað ekki alltaf gera gæfumuninn. Vinnuveitendur og starfsmenn þeirra með skerðingar gætu þurft að íhuga blöndu af aðlögunum á vinnustað til að hámarka heilsu, líðan og framleiðni. Þó að aðlögun á vinnustað geti vel skilað árangri ein og sér, eru vinnuveitendur og starfsmenn hvattir til að íhuga hvaða samsetning á aðlögunum á vinnustað muni skila mestum árangri. Í öllum aðstæðum eru vinnuveitendur hvattir til að fylgja eftirfarandi fjögurra þrepa ferli við að aðlaga vinnustaðinn að starfsmanni með skerðingar: 1. Átta sig á að þörf er fyrir aðlögun á vinnustað. 2. Safna viðeigandi upplýsingum og leggja mat á þarfir. 3. Gera formlega aðlögunaráætlun. 4. Framkvæmd, eftirlit og endurskoðun á aðlögun á vinnustað. Niðurstöður þessarar rann- sóknar sýna glöggt að einstaklingar með skerta starfs- getu og margir aðrir þjóðfélagsþegnar hafa möguleika á að hagnast veru- lega á aðgengilegu samfélagi án aðgreiningar. Til að aðstoða starfsmenn með fötlun við að klára dagleg verkefni er margs konar hjálpartækni í boði, þar á meðal hreyfitæki, aðlagaðar tölvur og hugbúnaður. Þegar hjálpartæki eru veitt sem aðlögun á vinnustað ættu vinnuveitendur að sjá um þjálfun í notkun á nýju tæki eða tækjum. Í rannsóknum er iðulega bent á breytingar á vinnuáætlunum og breytingar á vinnustöð sem leið til aðlögunar fyrir fólk með og án skerðinga. Reyndar gæti það að bjóða öllum starfsmönnum þennan sveigjanleika dregið úr þeim fordómum sem starfsmenn með skerðingar geta orðið fyrir þegar þeir biðja um eða fá það sem kann að virðast ívilnandi meðferð. Sama hvaða aðlögun vinnuveitandi býður starfsmanni með skerðingu þá er afar mikilvægt að starfsmaðurinn taki virkan þátt í skipulaginu á aðlöguninni. Hvort sem um er að ræða ákveðinn búnað eða verkefni sem krafist er í tilteknu starfi, þá verður að sníða aðlögun á vinnustað Vinnuveitendur hafa yfir að ráða fjöl- breyttum leiðum til aðlögunar á vinnustað og eru þeir hvattir til að innleiða rétta samsetningu af sérsniðnum lausnum fyrir hvern starfsmann sem hefur þörf á aðlögun á vinnustað. Yfirgripsmeiri nálgun á forvörnum á vinnustað sem miðar að því að auðvelda starfsfólki að vera í vinnunni og snúa aftur til vinnu eftir veikindi (e. work disability management) er lögð til í nýlega þróuðum stjórnunarkerfisstaðli Canadian Standards Association — CSA Z1011:20 — sem felur í sér leiðbeiningar um öflun umsækjenda, ráðningar og móttöku einstaklinga með skerta starfsgetu. Staðallinn er byggður á stöðugum umbótum sem kallast „Skipuleggja-Gera-Athuga-Aðhafast“ (e. Plan-Do-Check-Act (PDCA)) og skil- greinir hlutverk og ábyrgð allra aðila á vinnustaðnum. Staðallinn leggur áherslu á þörfina fyrir starfsmannsmiðaða, ein- staklingsmiðaða, samhengisbundna og lífsálfræðilega nálgun við þessa vinnu á vinnustöðum. Samantekt og leiðin fram á við Allajafna hafa áætlanir og rannsóknir á ráðningu einstaklinga með skerta starfsgetu beinst að því að undirbúa einstaklinga fyrir atvinnu. Hins vegar hefur lítill gaumur verið gefinn að viðhorfum vinnuveitenda, áhuga þeirra á og getu þeirra til að ráða og koma til móts við þessa starfsmenn. Ef ekki verður hugað að þörfum vinnuveitenda og bætt læsi hagsmunaaðila á vinnustað á þátttöku án aðgreiningar mun grundvallarsamhengi vinnustaðarins haldast óbreytt, sem þýðir að hindrunum og ályktunum verður ekki sinnt. Ég legg til aðra nálgun sem byggir á þeim rannsóknarniðurstöðum og vænlegu aðferðum sem lýst er hér að framan, því sem ég kalla „uppbygging á getu hjá eftirspurnarhliðinni“ (e. demand-side capacity building). Hún skiptir fókusnum yfir á aukið aðgengi á vinnustað og aukinni getu vinnuveitenda til að ráða fólk án aðgreiningar, móttækilegri stjórnun og árangursríkar aðferðir fyrir sjálfbæra atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu. Ég lít á þetta sem vænlega leið fram á við til að bæta úr framleiðslu- og framleiðniþættinum sem er hluti af ávinningnum af þátttöku allra. Heimildir Durst, D., S.M. South, and M. Bluechardt. 2016. Urban first nations people with disabiliteis speak out. Journal of Aboriginal Health. 3(1): p. 34-43. International Labour Organization. 2011. From precarious work to decent work: Policies and regulations to combat precarious employment: Downloaded from https://www.ilo.org/wcmsp5/ groups/public/--- ed_dialogue/---actrav/documents/ meetingdocument/wcms_164286.pdf. Lahey, P., et al. 2020. From welfare to work: A quantitative study of work exits for ODSP recipients who have mental illness. Manuscript submitted for publication. Liu, S. and D. Stapleton. 2010. How many SSDI beneficiaries leave the rolls for work? More than you might think, in Disability Policy Research Brief. Centre for Studying Disability Policy: Washington, D.C. Downloaded from https://www. mathematica.org/publications/how-many-ssdi- beneficiaries-leave-the-rolls-for-work-more-than- you-might-think. Morris, S., et al. 2018. A demographic, employment and income profile of Canadians with disabilities aged 15 years and over, 2017, in Canadian Survey on Disability Reports: Downloaded from https://www150.statcan. gc.ca/n1/pub/89-654-x/89-654-x2018002-eng. htm. Morris, S. 2019. Workplace accommodations for employees with disabilities in Canada: Statistics Canada Catelogue no. 89-654-X2019001. Downloaded from https://www150.statcan. gc.ca/n1/pub/89-654-x/89-654-x2019001-eng. htm. Prince, M. 2014. Locating a window of opportunity in the social economy: Canadians with disabilities and the labour market challenges. Canadian Journal of Nonprofit and Social Economy Research. 5(1): p. 6-20. Shaw, L.R., F. Chan, and B.T. McMahon. 2012. Intersectionality and disability harassment: The interactive effects of disability, race, age, and gender. Rehabilitation Counseling Bulletin. 55(2): p. 82-91. Stapleton, J. 2015. Trends in Disability Income in Canada, in Policy Roundtable, Centre for Research on Work Disability Policy. Downloaded from https://www.crwdp.ca/sites/default/files/ nationalsymposium/2._john_stapleton_ptt_ presentation_nov_19_2015.pdf. Stapleton, J. 2020. Income Security for Persons with a Disability (Part 1), in Disability and Work in Canada. 2020, DWC 2020: Virtual. Downloaded from https://www.crwdp.ca/en/dwc2020-day-1- november-25-2020 Statistics Canada. 2020. Impacts of COVID-19 on persons with disabilities. Statistics Canada: Ottawa, ON. Downloaded from https://www150. statcan.gc.ca/n1/dailyquotidien/200827/ dq200827c-eng.htm. Till, M., et al. 2015. A profile of the labour market experiences of adults with disabilities among Canadians aged 15 years and older: Catalogue no. 89-654-X2015005. Downloaded from https://www150.statcan.gc.ca/n1/en/ catalogue/89-654-X2015005. Tompa E, Mofidi A, Jetha A, Lahey P, Buettgen A. 2022. Development and Implementation of a Framework for Estimating the Economic Benefits of an Accessible and Inclusive Society. Equality, Diversity and Inclusion, 41(3): p. 318-339. Downloaded from http://doi.org/10.1108/edi-07- 2020-0186. Tompa E, Buettgen A, Mahood Q, Padkapayeva K, Posen A, Yazdani A. 2015. Literature Review of Types of Workplace Accommodations Made for Persons with Visible Disabilities: Final Report. Employment and Social Development Canada. 173 pp. Downloaded from https://www.crwdp. ca/sites/default/files/documentuploader/full_ report_-_evidence_synthesis_visible_disabilties_ tompa_et_al._2015.pdf Tompa E, Imam S, Varickanickal J, Mofidi A, Gewurtz R, Irvin E, Southey B. 2022. Addressing Knowledge Gaps about Skills of Persons with Disabilities: A Literature Review and Key Informant Interviews. Report prepared for the Office of Skills for Success, Employment and Social Development Canada. 106 pp. Downloaded from https://www.crwdp.ca/sites/ default/files/oles_study_report_-_knowledge_ gaps_about_skills_pwds_feb_10_2023-en_for_ distribution_cover.pdf Tumber, M.S. 2012. Canada Pension Plan Disability and Return to Work: Overcoming Institutional Disincentives. Simon Fraser University: Vancouver, BC. p. 1-88. Turcotte, M. 2014. Persons with disabilities and employment, in Insights on Canadian Society: Statistics Canada Catalogue no. 75-006- X2014001. Downloaded from https://www150. statcan.gc.ca/n1/en/catalogue/75-006-X. Zarifa, D., D. Walters, and B. Seward. 2015.The earnings and employment outcomes of the 2005 cohort of Canadian postsecondary graduates with disabilities. Canadian Review of Sociology/ Revue canadienne de sociologie. 52(4): p. 343- 376. 38 39virk.is virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.