Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 42

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 42
 VIÐTAL Námskeið sem reyndust vel Ráðgjafi VIRK benti mér á námskeið sem heitir „Sigrum streituna“ hjá Primal Iceland og ég fór á þeirra vegum þangað. Þetta var snilldarnámskeið, eitt hið besta sem ég hef sótt og hef ég þó farið á ýmis námskeið í tengslum við störf mín.“ Hvað gerðuð þið hjá Primal sem var svona frábært? „Viðmótið var einstaklega gott og jafnframt er farið með manni í gegnum allt sem snertir grunnstoðir líkamans, bæði hvað varðar hreyfingar og mataræði. Maður er látinn gera krefjandi æfingar og teygjur. Ég hafði þjáðst af verk eftir axlaraðgerð. Einar Carl Axelsson í Primal sagði við mig: „Ertu eitthvað slæmur í öxlinni?“ Hann lét mig leggjast á magann, setti höfuð mitt við gólf og hendina upp við vegg og teygði á líkamanum svo ég veinaði af kvölum. Verkurinn hvarf og ég hef ekki fundið hann síðan. Ég var mættur á þetta námskeið tuttugu mínútum fyrir sjö, tvisvar í viku. Á þessu námskeiði fékk ég bæði líkamlegt og andlegt enduruppeldi í formi æfinga og hugleiðslu. sem svaraði sagði við mig: „Já, það er verið að auglýsa eftir manni og þú ert rétti maðurinn.“ Hann sagði mér að þetta væri verslunarstjórastarf. Ég sagði að mér fynd- ist það full mikil ábyrgð og myndi vilja ábyrgðarminna starf. Síðan fórum við konan mín í sumarfrí og ég tók ákvörðun um að fara aftur að vinna hjá Samskipum. Ég ákvað að hringja og láta vita að ég ætlaði ekki að þiggja starfið. En maðurinn bað mig að koma og hitta sig og föður sinn sem á fyrirtækið. Ég fór og sagði feðgunum sólarsöguna um það sem ég hafði gengið í gegnum. Sá eldri horfði á mig og sagði: „Þetta er merkilegt, vinur minn lenti í svona líka.“ Ég fann að hann hafði skilning á þessu. Það endaði því með því að ég sló til. Þegar ég gekk út frá þeim feðgum hringdi ég í yfirmann minn hjá Samskipum og sagði honum að mér hefði boðist vinna sem mig langaði til að taka en væri í vafa. Hans viðbrögð voru að segja í gríni: „Ætlarðu að yfirgefa mig?“ Svo bætti hann við: „Jæja, ég styð þig í öllu sem þú vilt gera, en þú átt alltaf afturkvæmt.“ Ég hafði svolitlar áhyggjur af hvernig Samskipum myndi reiða af án mín en tók starfinu í versluninn eigi að síður. En það var gott að hafa baktryggingu hjá Samskipum. Þetta gerðist mánaðamótin september- október 2020. Ég lauk þjónustunni hjá VIRK í lok október það ár. Ég byrjaði í skertu starfshlutfalli, umhverfið var ansi ólíkt. Margvísleg verkefni biðu mín. Og fljótlega var ég kominn í hundrað prósent vinnu. Það var erfitt í fyrstu og ég var í dálitlu sjokki, en smám saman komst ég inn í starfið og allt fór að ganga vel. Nýir eigendur hafa nú tekið við fyrirtækinu.“ Ráðgjafinn stýrði ferlinu vel Hvernig er svo staðan hjá þér í dag varðandi heilsuna? „Heilsa mín er nokkuð góð eins og er. Mér líkaði þjónustan hjá VIRK frábær- lega. Ráðgjafinn stýrði þessu vel. Ég hefði örugglega verið miklu lengur frá vinnu- markaði ef ég hefði ekki notið þeirrar þjónustu. Og námskeiðin sem ég sótti á vegum VIRK hjálpuðu mér afskaplega mikið. Ég er þó enn ákafur og hvatvís. Ég þarf því stöðugt að hafa varan á og halda í horfinu.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Lárus Karl Ingason Í kjölfar þessa námskeiðs benti ráðgjafi VIRK mér á námskeið sem heitir „Heillandi hugur“. Allir sem voru í þeim hópi voru þjónustuþegar VIRK. Ég hitti þarna fólk sem var að glíma við það sama og ég og við vorum látin vinna alls kyns verkefni saman. Við þetta fékk ég einskonar uppljómun. Við unnum líka verkefni heima og héldum sambandi eftir að við hættum á námskeiðinu. Eftirfylgni og nýtt starf Eftir að ég fór að vinna aftur fékk ég um tíma eftirfylgni frá námskeiðshaldaranum. Einnig fékk ég eftirfylgni frá VIRK í fyrstu. Þótt ég sé útskrifaður úr þjónustu hjá VIRK þá veit ég að ég get leitað þangað aftur ef brýna nauðsyn ber til.“ Fórstu í sama starf og áður þegar þú hófst vinnu á ný? „Ég ætlaði ekki að skipta um vinnu en sá auglýst eftir starfsmanni í reiðhjólaverslun. Ég er mikill reiðhjólamaður og þekkti aðeins til þessarar verslunar svo ég hringdi. Sá RÁÐGJAFINN HÉLT VEL UTAN UM MIG ANNA HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR „Orsök þess að ég hætti á mínum karllæga vinnustað va vöntun á samskiptum. Ég bý á Akureyri og starfaði þar en svo vildi þessi vinnustaður færa mig til í starfi og staðsetningu án samtals við mig. Þetta kom sér mjög illa fyrir mig þar sem ég var þá með börn á skólaaldri og aldraða og veika móður á heimilinu. Ég neitaði að láta flytja mig til án samráðs og það leiddi til þess að mér var sagt upp. Á karllæga vinnustaðnum var aftur á móti litið svo á að ég hefði sagt upp. Sem sagt; það var ósamkomulag um starfslok mín. Í framhaldi af því leitaði ég strax til stéttarfélags míns. Það hóf málsókn og ég sótti rétt minn. Ég vann þetta mál en allt þetta ferli leiddi hins vegar til þess að ég varð óvinnufær.“ Hvað gerðir þú þá? „Ég leitaði til heimilislæknis og hann tók mér mjög vel. Hann skildi ástand mitt og var sammála þeirri hugmynd að leita eftir þjónustu hjá VIRK. Hann gaf mér raunar tvo möguleika, að leita til VIRK eða sækja um að komast heilsustofnunina í Hveragerði. Ég samþykkti hvoru tveggja en þegar kom að því að ég kæmist í Hveragerði var ég komin inn hjá VIRK.“ ÉG VANN Á KARLLÆGUM VINNUSTAÐ ÞAR SEM VORU STJÓRNARHÆTTIR SEM LÉTU MÉR LÍÐA ILLA,“ SEGIR ANNA HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR SEM NÝTTI SÉR ÞJÓNUSTU HJÁ VIRK FYRIR NOKKRUM ÁRUM OG VILL DEILA REYNSLU SINNI AF ÞVÍ SEM GERÐIST EFTIR AÐ HÚN MISSTI VINNUNA OG FYLLTIST MIKILLI VANLÍÐAN – HVERNIG HENNI TÓKST AÐ BÆTA SJÁLFSÍMYND SÍNA OG HEILSU OG FINNA NÝTT STARF Í FYLLINGU TÍMANS. 42 43virk.is virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.