Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Page 50

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Page 50
 VIRK FORVARNAVERKEFNI VIRK Heilsueflandi vinnustaður Samstarfsverkefni Embættis landlæknis, Vinnueftirlitsins og VIRK Árið 2022 var viðburðaríkt hvað varðar Heilsueflandi vinnustað og í haust lauk vinnu við nýja lendingarsíðu fyrir verkefnið, www.vinnustadir. heilsueflandi.is, sem gerir verkfærið mun aðgengilegra fyrir fyrirtæki landsins. Þessa dagana er unnið að gerð fræðslumyndbanda sem fara á vefsíðuna fyrir vorið. Tveir morgunfundir voru haldnir í samstarfinu á sl. ári, sá fyrri var um Heilsueflandi forystu og vellíðan í starfi og aðalfyrirlesari var Sigrún VIRK HEFUR LAGT ÁHERSLU Á FJÖLBREYTT VERKEFNI Á SVIÐI FORVARNA UNDANFARIN ÁR. ÞESSI VERKEFNI SKIPTAST Í FJÓRA FLOKKA; HEILSUEFLANDI VINNUSTAÐUR, RANNSÓKNIR, VELVIRK.IS OG VITUNDAR- VAKNINGAR. INGIBJÖRG LOFTSDÓTTIR sviðsstjóri hjá VIRK LÍNEY ÁRNADÓTTIR sérfræðingur hjá VIRK Þá var bætt við töluverðu efni á vefinn fyrir stjórnendur og starfsfólk. Má þar helst nefna efni um kynferðislega áreitni í tengslum við vitundarvakninguna „Það má ekkert lengur“, efni tengdu streitu og breytingarskeiði og nýju efni tengdu streitu, samskiptum og kulnun sem styður enn frekar þær kenningar að við þurfum að huga betur að stjórnun og hegðun á vinnustöðum. Einnig var bætt við áhugaverðu efni um verki ásamt nýju starfsþróunarefni með sérstakri umfjöllun um starfslok. Þá var unnið að nýju forvarnaefni fyrir starfsfólk og stjórnendur á vinnustöðum sem hefur verið kallað Velvirk í starfi. Velvirk í starfi VIRK býður starfsfólki og stjórnendum nýja þjónustu sem kallast Velvirk í starfi. Um er að ræða stuðning í forvarnaskyni til að styrkja starfsfólk og efla vinnustaði í þeim tilgangi að auka vellíðan og draga úr veikindaforföllum. Hugmyndin er að mæta þörf starfsfólks og stjórnenda í atvinnulífinu fyrir ráðgjöf um mögulegar leiðir þegar því sjálfu eða samstarfsfólki líður ekki vel í vinnunni af heilsufarsástæðum eða vegna annarra aðstæðna sem hafa áhrif á framgang þess í starfi. Góð ráð og verkfæri fyrir starfsfólk og stjórnendur Á síðunni Velvirk í starfi – Starfsfólk getur starfsfólk nálgast góð verkfæri og ráð til að þróa sig áfram í starfi og finna leiðir til að takast á við erfiðleika og úrlausnarefni sem það mætir í starfi sínu. Þar er fjallað um hvernig starfsfólk geti aukið starfsánægju sína, unnið með eigin starfsþróun, fundið leiðir til að takast á við streitu og kulnun, bætt samskipti og tekist á við orkuleysi. Þá eru gefin ráð um hvernig við getum mögulega stundað vinnu þrátt fyrir verki eða skerta starfsgetu. Á síðunni Velvirk í starfi – Leiðtogar geta stjórnendur og mannauðsstjórar nálgast góð ráð og verkfæri tengd mannauðsmálum í þeim tilgangi að skapa vinnustaðamenningu sem eykur vellíðan starfsfólks og styrkir vinnustaðinn. Þar er bent á árangursríka stjórnunarstíla, mikilvægi trausts og virðingar í samskiptum og gagnlegar upplýsingar fyrir nýja stjórnendur. Einnig eru lögð til myndræn og gagnvirk verkfæri sem taka á streitu, kulnun og starfsþróun. Samband við sérfræðing Þá geta nú bæði starfsfólk og stjórnendur haft samband með því að hringja til VIRK eða senda erindi og óska eftir að sérfræðingur hafi samband til að ræða málin þegar þörf er á ráðgjöf eða leiðbeiningum. Er það von VIRK að þessi viðbót við starfsemina komi vinnustöðum að góðum notum og geti orðið til að auðvelda starfsfólki og stjórnendum að sinna störfum sínum. Gunnarsdóttir, prófessor í Viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Síðari morunfundurinn var um streitu í starfi og aðalfyrirlesari var Marie Kingston, vinnusálfræðingur og höfundur Streitu- stigans. Báðir þessir viðburðir voru vel sóttir. Í haust voru síðan haldnar tvær vel heppnaðar vinnustofur fyrir virka notendur verkfærisins. Fleiri morgunfundir eru á döfinni á þessu ári. Rannsókn VIRK og stéttarfélaganna Í samvinnu við sjúkrasjóði ellefu stéttar- félaga og Félagsvísindastofnun HÍ var á vormánuðum 2022 sendur út spurningalisti til rúmlega 5.000 einstaklinga sem höfðu þegið bætur frá sjúkrasjóðunum árin 2018 og 2019. Spurningalistinn var sendur út vegna rann- sóknar á forvarnasviðinu á þeim þáttum sem geta mögulega haft áhrif á veikindaleyfi og endurkomu einstaklinga til starfa eftir veikindaleyfi. Heimtur voru í takt við það sem tíðkast hvað varðar heimtur í könnunum almennt þessa dagana og var svarthlutfall um 32%. Fyrstu niðurstöður voru kynntar í lok febrúar og má lesa nánar um þær á bls. 84 í ársritinu. Yfirferð og endurnýjun efnis á velvirk.is Á árinu 2022 var ráðist í umfangsmikla yfirferð á öllu efni á velvirk.is með það í huga að laga til, endurnýja eða skipta út efni á síðunni. Bætt var við myndböndum og verkfærum fyrir bæði starfsfólk og stjórn- endur í tengslum við Streitustigann sem er mjög vinsælt efni á vefsíðunni enda er Streitustiginn myndrænn og auðveldur í notkun. Yfir 200 leiðir til að velja úr við starfslok Á velvirk.is hefur forvarnasviðið jafnframt tekið saman gagnlegt efni um starfsþróun allt frá leitinni að fyrsta starfinu til starfsloka. Stórir árgangar nálgast nú hinn svokallaða „starfslokaaldur“. Með bættri heilsu og betra lífi getur fólk gert ráð fyrir að á þessum tímamótum séu framundan kannski 10 – 20 ár við góða heilsu sem gefa færi á innihaldsríku lífi. Það á enginn að láta það koma sér á óvart að breytingar séu framundan og að eðlilegt sé að verja tíma í að finna verðug verkefni, tilgang og hamingju á þessu tímabili lífsins. 50 51virk.is virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.