Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 54

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 54
 VIÐTAL TILKOMA VIRK TÍMAMÓT Í STARFSENDURHÆFINGU HELGA EYSTEINSDÓTTIR forstöðumaður Hringsjár Helga opnar inn í kennslustofur sem eiga það sameiginlegt að vera ekki fyrir fjölmenna bekki enda segir hún markmiðið hjá Hringsjá að hafa ekki of marga nemendur í hverjum hópi. Einnig er þarna góð aðstaða fyrir margþætta kennslu og endurhæfingu – sem og fyrir þá sem starfa hjá Hringsjá. Húsnæði Hringsjár er tvískipt, við Helga göngum eftir litríkum gangi inn í álíka stórt rými þar sem þjónustuþegar sem eru á styttri námskeiðum eða á matsbraut hafa sína sérstöku og þægilegu aðstöðu til náms og endurhæfingar, einnig þar eru kennslustofur, í þeirri stærstu er kennt bókhald. Þá er tölvuherbergi, skrifstofur fyrir náms-og starfsráðgjafa sem og iðjuþjálfa og annað starfsfólk og loks alrými þar sem er hægt að halda fyrirlestra en líka sitja og spjalla. HRINGSJÁ, HÚSIÐ SEM VIÐ HEIMSÆKJUM AÐ HÁTÚNI 10D BER NAFN MEÐ RENTU. ÞAR HITTUM VIÐ HELGU EYSTEINSDÓTTUR FORSTÖÐUMANN SEM EKKI HEFUR NEINAR VÖFFLUR Á HELDUR DRÍFUR Í AÐ AÐSTAÐAN SÉ SKOÐUÐ ÁÐUR EN SPJALL VIÐ HANA UM STARFSEMINA HEFST. Við hittum fyrir ýmsa á þessari vegferð, til að mynda lesblindusérfræðing sem einmitt er að skila af sér greiningum nokkurra aðila. Þessi dagur er reyndar sérstakur því lokað er fyrir vatnið og skapar það eðlilega nokkurt uppnám vegna salernismála. „En það lagast nú fljótlega,“ segir Helga og brosir. Eftir þessa vettvangskönnun snúum við aftur til skrifstofu Helgu með viðkomu hjá nýrri kaffivél. Nýtt þróunarverkefni í samstarfi VIRK og Hringsjár „Í upphafi er gert stöðumat hjá þeim sem leita til Hringsjár í námsgreinunum íslensku, ensku og stærðfræði. Um sextíu prósent þeirra sem koma hingað í endurhæfingu koma að tilvísun VIRK, aðrir sem hingað leita hafa ríkissamning sem Vinnumálastofnun heldur utan um. Að mínu mati var tilkoma VIRK árið 2008 beinlínis tímamót í starfsendurhæfingu á Íslandi. Þar ríkir stefna sem skilar samkvæmt nýlegum könnunum um áttatíu prósent þjónustuþega út á vinnumarkað eða í nám því tengdu. Mér finnst VIRK vera einskonar regnhlíf yfir endurhæfingarferli eins og það gerist best í okkar samfélagi. Hringsjá var fyrsta starfsendurhæfingastöðin sem gerði samning við VIRK þegar sú starfsemi hófst. Samstarfið hefur frá upphafi verið mjög gott,“ segir Helga þegar við erum sestar saman yfir kaffibolla til að ræða um starfsemi Hringsjár. „Núna erum við með þróunarverkefni í gangi í samstarfi við VIRK, braut fyrir fólk af erlendum uppruna. Þetta er mjög spennandi verkefni sem vonandi er komið til að vera. Þar er gert raunhæft mat á þeirri færni sem viðkomandi býr yfir. Það er verið að þróa þetta áfram en margt hefur heppnast vel,“ heldur Helga áfram. „Við fáum frá VIRK einstaklinga frá alls konar löndum og oft með erfiða lífsreynslu að baki. Flestir tala eitthvað smávegis í íslensku en oft er menningarmunurinn mikill. Það veldur ekki erfiðleikum nema helst hvað starfsreynslu varðar. Þau störf sem fólkið hefur gengt á sínum heimaslóðum eru kannski ekki til hér. Við þurfum þá að finna vinnu sem á einhvern hátt tengist því starfi sem fólkið áður gegndi þannig að hægt sé að yfirfæra þá reynslu og þekkingu sem viðkomandi býr yfir. Sumt af þessu fólki hefur lokið námið í hinum ýmsu fræðum. Við erum með náms- og starfráðagjafa til að athuga hvort hægt sé að fá það nám metið hér og hvernig hægt sé að draga þessa þekkingu fram í ferilskránni þannig að það nýtist í ferlinu. Oft er fólk erlendum uppruna með ótrúlega góða starfsreynslu að baki en hefur ekki fengið að njóta sannmælis á vinnumarkaði hér. En þetta er stundum flókið og erfið áfallasaga að baki. Þessi nýja braut stendur yfir í tvo mánuði og gengur töluvert út á að kynna íslenskt samfélag. Við fáum félagsfræðikennara til að segja fólkinu hvernig samfélagið er uppbyggt og félags- ráðgjafa til að segja því frá réttindum og skyldum á vinnumarkaði hér. Síðan þarf að hjálpa viðkomandi að gera ferilskrá. Mikilvægt er að fólk fái tækifæri til að læra grunnatriðin í íslensku, þess vegna leggjum við mikið upp úr umræðum um dagleg málefni. Fólk hefur oft mikla þörf fyrir að segja frá Í fyrsta hópnum sem kom hingað í þessum erindum voru bara konur. Margar þeirra voru einangraðar en þarna myndaðist oft fallegur vinskapur. Konurnar eignuðust vinkonur sem voru í sömu stöðu og þær. Mér finnst að slíkt sé stór hluti af endur- hæfingu þjónustuþega af erlendum uppruna. Sýna þeim að heimurinn er stærri hér á Ísland en virðist. Við höfum farið með þessa hópa, til dæmis í Alfreð til að kynna þeim störf sem þar eru í boði. Við höfum sýnt þeim mismunandi vinnustaði og einnig heimsótt Rauða krossinn þar sem unnið er sjálfboðastarf. Borgarbókasafnið er einnig með flottar kynningar. Við reynum að víkka sjóndeildar- hring þeirra varðandi hið nýja umhverfi sem það er komið í. Þetta er vandasamt verkefni. Fólk er að frá mismunandi menningarheimum en á það sameiginlegt að vilja þjálfa sig í að tala á íslensku. Yfirleitt hefur fólk af erlendum uppruna sem hingað leitar ríka þörf fyrir að segja frá reynslu sinni. Það er þakklátt og hefur oftast mikla löngun til að komast út á vinnumarkaðinn og vera gildir samfélags- þegnar. Ég vona að Íslendingar taki almennt vel á móti fólki af erlendum uppruna. Við erum satt að segja hreykin af að geta boðið upp á svona heilstæða starfsendurhæfingu fyrir þennan hóp. Hvað varðar þetta þróunarvekefni hef ég hins vegar áttað mig á að sumir sem koma þurfa lengri tíma. Ég hef fyrir mitt leyti áhuga á að þróa þetta verkefni lengra í samstarfi við VIRK ef unnt er. Þegar Íslendingar hafa lokið matsbrautinni þá koma þeir stundum hingað í skólann eða fara á námskeið en fólk af erlendum uppruna fær bara þessa tvo mánuði og síðan tekur ekki neitt við hér. Það er erfitt að koma í nýtt samfélag eftir að hafa unnið jafnvel sérhæfð störf á sínum heimaslóðum. Þá er fyrir hendi fræðilegur grunnur sem væri hægt að nýta, einkum ef viðkomandi nær tökum á íslensku. Þetta er vissulega flókið og oft erfitt að finna starf við hæfi ef tungumálaerfiðleikar eru til staðar.“ Er meira af konum en körlum sem sækja til ykkar frá VIRK? „Lengi vel leituðu fleiri konur til Hringsjár en karlar – áttatíu prósent á móti tuttugu prósent. En síðustu árin hefur þetta verið nokkurn veginn jafnt. Á síðri árum hefur svo komið til sögunnar fólk af öðrum kynjum sem hafa hér samheitið „aðrir“. Á matsbrautinni fyrir Íslendinga eru karl- menn nú í meirihluta. Hingað koma gjarnan drengir sem hafa útskriftast úr grunnskóla en geta ekki enn lesið sér til gagns. Ekki Okkar hlutverk er ekki síst að finna hvar styrkleikar fólks liggja. Við reynum að fá fólk til að hætta að hugsa um hvað það getur ekki en hugsa þess í stað um hvað það getur. 54 55virk.is virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.