Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 68

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Blaðsíða 68
 VIÐTAL LÍFIÐ ER STRÖGGL RÚNAR HELGI ANDRASON sálfræðingur Við hittum Rúnar Helga fyrir í viðtalsherbergi hans í Garðabæ til að fræðast um þetta meðferðarúrræði – hvað ACT sé í raun. „ACT stendur fyrir Acceptance and Commitment Therapy. Acceptance felur í sér að gangast við hlutum sem er annað en að sætta sig við hluti. Fólk reynir oft að sætta sig við ýmislegt sem gerst hefur en það gengur oft ekki vel. Nálgun er að gangast við stöðunni eins og hún er – horfast í augu við raunveruleikann. RÚNAR HELGI ANDRASON, SÁLFRÆÐINGUR, ER SÉRFRÆÐINGUR Í KLÍNÍSKRI SÁLFRÆÐI OG STARFAR SEM YFIRSÁLFRÆÐINGUR Á REYKJALUNDI. HANN HEFUR EINNIG Í NOKKURN TÍMA VERIÐ MEÐ ACT-HÓPMEÐFERÐ, ÞANGAÐ SEM ÞJÓNUSTUÞEGAR VIRK HAFA LEITAÐ. Reynslan hefur sýnt að þegar fólk er langt komið í bataferli og hugsar til að fara út á vinnumarkaðinn þá er það tilbúið til að taka við þeim verkfærum sem það fær á námskeiðinu. Commitment felur í sér að skapa sér innihaldsríkt líf þrátt fyrir missi eða heilsufarsvanda af andlegum eða líkamlegum toga. Therapy er svo meðferðarúrræðið sjálft,“ segir Rúnar Helgi. Hvernig hagar þú hópmeðferðinni ACT? „Mér finnst heppilegast að hafa svona um það bil tíu til tólf manns í hverjum hóp. Fólk sem mætir á þessi námskeið hjá mér hefur yfirleitt ríkan áhuga á að fá bata en er oft á mismunandi stöðum í bataferli og starfsendurhæfingu. Ekki hefur verið skilgreint hvort þetta úrræði sé heppilegt í upphafi bataferils, í miðju þess eða í lok endurhæfingar. Reynslan hefur sýnt að þegar fólk er langt komið í bataferli og hugsar til að fara út á vinnumarkaðinn þá er það tilbúið til að taka við þeim verkfærum sem það fær á námskeiðinu. Það er mín tilfinning fyrir þessu en hún byggist ekki á fræðilegri rannsókn.“ Hvetur fólk til að vinna með líðan sína Hvernig byrjar þú svona hópmeðferð? „Hugsanir og tilfinningar hindra okkur stundum frá því að lifa innihaldsríkara lífi og námskeiðinu er ætlað að finna leiðir til að yfirstíga það. Hvað er innihaldsríkt líf er svo einstaklingsbundið og ég boða enga uppskrift að slíku á námskeiðinu. Ég beini fólki ekki í ákveðinn farveg heldur hvet það til að vinna með líðan sína. Ég set mér tvö markmið fyrir fyrsta tímann. Annars vegar að fólki líði vel og það kynnist hvert öðru. Hitt markmiðið er að það stígi örlítið út fyrir þægindarammann. Ég læt fólk gera verkefni og svara ákveðn- um spurningum sem varða tilfinningar þess og líðan. Ef vel tekst til að skapa góðan hóp þá kemur fólk í annan tímann með opinn huga. Mikilvægt er að ná góðu sambandi við fólk í þessum tveimur tímum, þar er lagður grunnur að þeirri dýpt sem kemur svo í framhaldinu.“ Er betra að kljást við svona viðfangs- efni í hóp en með einum í einu? „Um er að ræða tvö ólík ferli. Ég legg til fræðsluna, verkfærin og vettvang fyrir fólk til að tjá sig – sjálfsvinnuna vinnur svo hver útaf fyrir sig. Í einstaklingsmeðferð kafar fólk dýpra. Sé fólk með áfallastreituröskun þarf það stundum einstaklingsmeð- ferð samhliða hópmeðferð. Slíkt getur unnið mjög vel saman. En sé um að ræða skakkaföll í lífi fólks en ekki áfalla- streituröskun þá getur námskeiðið kannski dugað eitt og sér. Ég er búinn að vera með svona námskeið síðan 2021 og ég segi gjarnan í upphafi: „Ég veit hvað ég er að fara að gera en X-faktorinn – það eru þið. Og ykkar framlag skiptir ekki minna máli en mitt.“. Ég gef þannig boltann á þátttakendur, ef svo má segja.“ Hvernig gagnast ACT hópmeðferð í starfsendurhæfingu? „Fólk sem kemur í hópmeðferð hjá mér er hugsanlega með depurð og þunglyndi, kvíða, áfallasögu eða lágt sjálfsmat, svo eitthvað sé nefnt. Þessi meðferðarnálgun nýtist við ólíkum röskunum og hentar því vel í starfsendurhæfingu. Í hópnum er fólk með ólík vandamál en við erum jú öll ólík og það er gott að geta deilt því með öðrum, fundið að annað fólk er líka að kljást við vanda. Það hefur mikil áhrif á fólk að geta ekki lengur framfleytt sér á eigin vinnu. Slíkt er í eðli sínu áfall fyrir mannskepnuna. Þetta kemur berlega fram í öllum hópum.“ Hvað gerist ef fólk endurheimtir ekki starfsgetu sína? „Fyrir kemur að heilsufarsvandi fólks er það flókinn og erfiður að það kemst ekki aftur til vinnu. Eigi að síður skiptir svona námskeið viðkomandi miklu máli. Fólk fer þá út í lífið með þau verkfæri sem það hefur fengið í hendur í meðferðinni og getur tekist á við erfiðar hugsanir og tilfinningar.“ ACT-nálgunin almennt mann- bætandi Fyrir hverja virkar þetta úrræði best? „Ég get aldrei fyrirfram vitað hverjir í hópn- um grípa boltann og hverjir ekki. Mér er minnisstæð kona sem virtist afskaplega hlédræg allt námskeiðið og tók sjaldan þátt í virkum umræðum. En svo sá ég í lokin á matslistum að hún hafði bætt sig langmest. Þetta er flókið fyrirbrigði. Ég get því ekki svarað þeirri spurningu fyrir hverja þetta henti best. Hins vegar er ACT-nálgunin almennt mannbætandi. Þeir sem koma og vinna verkefnin sem ég legg upp með fá mest út úr námskeiðinu, almennt. Mín reynsla er sú að flestir taki vel við. Ég reyni að beita vingjarnlegri nálgun og upplýsingarnar séu þannig að það sé auðvelt að taka þær inn í líf sitt.“ Hjá VIRK er stefnt að því að efla tækifæri til rannsókna og hvetja úrræðaaðila til að mæla framvindu meðferða í auknu samstarfi. Hvernig líst þér á það? „Ég er hlynntur þeirri stefnu og stend sjálfur fyrir rannsókn um þessar mundir. Ég hef rætt við fólk hjá VIRK og mér finnst þar ríkja skynsamleg stefna hvað varðar rannsóknir. Oft er erfitt að mæla úrræði en jafnframt nauðsynlegt. Mér finnst að þeir matslistar sem ég legg fyrir fólkið sem sækir námskeið hjá mér séu ekki endilega að mæla þetta nægilega. Ég myndi því vilja sjá sambland af matslistum og eigindlegum rannsóknum, þar sem er rætt við fólk líka. Eðlilega vill endurhæfingaraðili eins og VIRK fá yfirsýn yfir það hvað er að nýtast í endurhæfingarferli.“ Kennir fólki að bera kennsl á tilfinningar sínar Skipta rannsóknir máli í klínísku starfi að þínu mati? „Almennt skipta rannsóknir í klínisku starfi miklu máli til að greina gagnreyndar aðferðir frá öðru sem er í boði. Á námskeiðinu kenni ég fólki að takast á við ef það þyrmir yfir það. Við köllum það; að varpa akkeri, sem er aðferð til að hjálpa fólki að ná áttum. Ég kenni líka fólki að skilgreina gildin sín, persónulega út frá fjölskylduaðstæðum og öðrum sviðum. Ég legg áherslu á að fólk sé í núinu en ekki með hugann of mikið í fortíð eða framtíð. Í lokin hvet ég fólk til að sýna sjálfu sér mildi og bæta þannig sjálfsmynd sína. 68 69virk.is virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.