Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Qupperneq 84

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Qupperneq 84
 VIRK ENDURKOMA TIL VINNU AÐ AFLOKNU VEIKINDALEYFI RANNSÓKN VIRK OG STÉTTARFÉLAGA INGIBJÖRG LOFTSDÓTTIR sviðsstjóri hjá VIRK SVANDÍS NÍNA JÓNSDÓTTIR verkefnastjóri hjá VIRK Stéttarfélögin sem tóku þátt voru: Afl – starfsgreinafélag, BHM, BSRB, Efling, Eining – Iðja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, Verkvest (Verkalýðsfélag Vestfirðinga), Verkfræðingafélag Íslands og VR. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort einstaklingar í veikindum snúi aftur til vinnu og hvaða þættir í umhverfi þeirra, á vinnustað eða í einkalífi gætu mögulega haft áhrif þar á. Rannsóknin var á vegum Forvarnasviðs VIRK en forvarnir VIRK snúast um að sporna gegn brotthvarfi af vinnumarkaði, þá sér í lagi vegna álagstengdra einkenna. Rannsóknin (sem er oft kölluð for- varnarannsóknin til einföldunar) á sér nokkurra ára sögu og má rekja til sam- starfs VIRK við ýmsa aðila, m.a. VR stéttarfélag, Vinnueftirlitið o.fl. Í þessari grein eru fyrstu niðurstöður birtar og í ljósi umfangs rannsóknarinar er einungis stiklað á stóru í umfjölluninni. Á næstu vikum og mánuðum er stefnt að því að birta fleiri niðurstöður, m.a. um álagsþætti í starfi og daglega streitu, svo fátt eitt sé nefnt. Í ÞESSARI GREIN ER FJALLAÐ UM FYRSTU NIÐURSTÖÐUR UMFANGSMIKILLAR RANN- SÓKNAR Á VEGUM VIRK OG SJÚKRASJÓÐA TÍU STÉTTAR- FÉLAGA Á ATVINNUSTÖÐU EINSTAKLINGA SEM HÖFÐU FENGIÐ GREIDDA SJÚKRADAGPENINGA VEGNA VEIKINDA ÁRIN 2018 OG 2019. Framkvæmd og heimtur Til gagnaöflunar var ítarlegur spurningalisti sendur til allra einstaklinga sem fengið höfðu greiðslur úr sjúkrasjóðum við- komandi stéttarfélaga og höfðu ekki sagt sig frá könnun í upphafi. Spurningarnar voru þess eðlis að þær spönnuðu allt tímabilið frá því fyrir veikindaleyfi og til þess tíma er könnunin var lögð fyrir (mars til september 2022). M.a. var spurt um starf, starfsvettvang, vinnufyrirkomulag, fjárhagsstöðu, einelti og áreitni og afstöðu til vinnustaðar fyrir veikindaleyfi sem og ástæður veikindaleyfisins. Einnig var spurt um atriði í veikindaleyfinu sjálfu, m.a. hvort þátttakendur hefðu leitað til læknis eða í líklegt er að í svarendahópnum sé öll flóran til staðar, allt frá einstaklingum með minni eða tímabundin veikindi til mjög veikra einstaklinga sem áttu það á hættu að detta varanlega út af vinnumarkaði. Í þriðja lagi var yngra fólk langtum ólíklegra til að taka þátt í rannsókninni en eldra fólk og hið sama gilti um karla. Vegna þessa voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og stéttarfélagsaðildar í þýðinu, þ.e. í hópi þeirra sem fengu sjúkradagpeninga á umræddu tímabili. Með hliðsjón af hinu flókna sambandi sem jafnan er á milli heilsufars fólks, viðhorfa og vinnumarkaðsþátttöku er ráðlegt að stíga varlega til jarðar við túlkun niðurstaðna og varast ályktanir um orsakasamband. ára og eldri (16%). Um 32% þátttakenda höfðu lokið háskólaprófi, 37% eru með framhaldsskólapróf eða starfsmenntun/ iðnskólapróf og um þriðjungur hefur ekki lokið prófi umfram grunnskóla (31%). Líkt og VIRK hefur fjallað um áður hafa rannsóknir sýnt fram á tiltölulega sterk tengsl á milli heilsufars og menntunar. Alla jafna eru langveikir einstaklingar líklegri en aðrir til að vera með minni menntun og lægri tekjur2. Niðurstöður Framkvæmdamáti Net-, síma- og póstkönnun Tímabil gagnaöflunar Mars til september 2022 Fjöldi í þýði 5.857 Fjöldi svarenda 1.952 Svör nýtt við úrvinnslu könnunarinnar 1.840 Svarhlutfall (brúttó) 31% Bakgrunnur svarenda og starfsvettvangur fyrir veikindaleyfi Heilt á litið er algengara að konur sæki um sjúkradagpeninga hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga1 en karlar. Niðurstöður þessarar könnunar eru í samræmi við það, en um 66% svarendahópsins eru konur og 34% karlar. Hvað varðar skiptingu eftir aldri (mynd 1) eru hlutfallslega flestir á aldrinum 30-39 ára (25%) en fæstir í aldurshópunum 50-59 ára (17%) og 60 Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort einstaklingar í veikindum snúi aftur til vinnu og hvaða þættir í umhverfi þeirra, á vinnustað eða í einkalífi gætu mögulega haft áhrif þar á. 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Aldursdreifing Menntunarstig 66%Konur Karlar 60+ 50-59 ára 40-49 ára 30-39 ára 20-29 ára Háskólapróf Framhaldssk. / starfsnám Grunnskólapróf eða minna 34% 16% 17% 21% 25% 22% 32% 37% 31% Hlutfallsleg skipting svarenda eftir kyni, aldri og menntunarstigi Mynd 1 önnur úrræði, farið í starfsendurhæfingu, í líkamlega endurhæfingu, til sálfræðings o.s.frv. Að síðustu var spurt út í aðstæður eftir veikindaleyfið, m.a. stöðu á vinnu- markaði, upplifaða streitu, heilsufar og persónulegt viðhorf. Framkvæmd rann- sóknarinnar var í höndum Félags-vísinda- stofnunar Háskóla Íslands. Líkt og algengt er í rannsóknum núorðið voru heimtur – eða svarhlutfall - lágt en gild svör fengust frá 1.840 einstaklingum sem svarar um 31% svarhlutfalli (brúttó). Fyrirvarar Þó lágt svarhlutfall sé nánast orðið reglan í rannsóknum í dag er það óheppilegt í þessu tilviki þar sem breytileiki í þýði er umtalsverður. Störfin innan stéttar- félaganna - sem þátttakendur í könnuninni voru meðlimir í - eru afar ólík. Ekki einungis eru þau ólík á milli félaga heldur einnig innan þeirra. Það er t.a.m. nokkuð líklegt að meðal félagsfólks í Félagi hjúkrunar- fræðinga sé minni breytileiki en á meðal félagsmanna Eflingar eða VR. Annað sem veldur vandkvæðum í úrvinnslunni er að lítið er vitað um eðli og umfang veikindanna sem þátttakendur í rannsókninni hökuðu við. Við vitum að það voru vissulega veikindi til staðar. Það sem við vitum ekki - hins vegar – er hversu alvarleg veikindin voru. Nokkuð 84 85virk.is virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.