Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Side 87

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Side 87
 VIRK rannsóknarinnar virðast styðja það. Á mynd 1 má sjá að um 32% svarenda eru með háskólamenntun að baki sem er svipað og hjá þjónustuþegum VIRK en nokkrum prósentustigum lægra en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði (37%)3. Starfsvettvangur fyrir veikindaleyfi Á mynd 2 má sjá að hlutfallslega störfuðu flestir þátttakenda við afgreiðslu- og þjónustustörf og ýmis konar viðgerðir (m.a. á bifreiðum). Næst á eftir koma svokölluð umönnunarstörf (28%) en til þeirra teljast öll störf í heilbrigðisþjónustu og kennslu burtséð frá menntunarstigi. Í þriðja lagi má nefna sérfræði- og skrifstofustörf (12%) en störf í iðnaði og stóriðju (2%), listum og skapandi greinum (2%) og almannavörnum og öryggismálum (2%) reka svo lestina. Hafa ber í huga að störf á hverjum starfs- vettvangi fyrir sig geta verið afar ólík og því er áríðandi að túlka niðurstöður með það í huga. Mikill meirihluti svarenda hafði verið í fullu starfi fyrir veikindaleyfið (80%) en fjórðungur hafði þurft að minnka starfshlutfallið áður en taka veikindaleyfis hófst. Um 71% svarenda unnu dag- vinnustörf í aðdraganda veikindaleyfis, en 23% unnu vaktavinnu (ekki sýnt á mynd). Ástæður veikindaleyfis: Sjúkdómaflokkar og ýmsir þættir í umhverfi einstaklinga Spurt var um helstu ástæður veikinda- leyfis. Þátttakendur voru fyrst beðnir um að haka við einn eða fleiri af neðangreindum sjúkdómaflokkum: • Stoðkerfisvandi (m.a. langvarandi verkir, gigt, liðskipti) • Andlegur vandi/geðraskanir (m.a. þunglyndi, kvíði, áfallastreita, fíknisjúkdómar) • Aðrir sjúkdómar en andlegur vandi og stoðkerfisvandi (t.a.m. hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, efnaskiptasjúkdómar o.fl.) Síðan var spurt um viðbótarástæður, þ.e. ýmsa erfiðleika sem almennt eru ekki skilgreindir sem sjúkdómar en geta engu að síður haft veruleg áhrif á heilsufar: • Kulnun tengd starfi • Erfið lífsreynsla (t.a.m. ástvinamissir, hjónaskilnaður, o.fl.) • Ytri aðstæður (t.a.m. fjárhagsvandi, fjölskylduerfiðleikar o.fl.) • Samskiptaerfiðleikar á vinnustað Á mynd 3 er skýrt frá hlutfalli svarenda sem hökuðu við áðurnefnda sjúkdómaflokka. Í samræmi við niðurstöður ýmissa heilsu- farsrannsókna eru fjölveikindi að verða æ tíðari í íslensku samfélagi en almennt er hugtakið notað til að lýsa veikindum þeirra sem eru með a.m.k. tvo langvinna sjúkdóma í mismunandi sjúkdómaflokkum4. Fjölveikindi eru talin fela í sér aukna sjúkdómabyrði fyrir einstaklinginn og eru meðferðarþung (e. treatment burden) í heilbrigðiskerfinu. Ástæðurnar eru m.a. þær að fjölveikir einstaklingar þarfnast oft heildrænna meðferða sem heilbrigðiskerfi nútímans eru ekki alltaf vel til þess fallin að meðhöndla5. Með áðurnefndum fyrirvara um lágt svar- hlutfall virðast niðurstöður þessarar rannsóknar renna stoðum undir fjölveikis- kenninguna. Á mynd 3 má sjá svör þátt- takenda við spurningu um sjúkdóma um ástæður veikindaleyfisins. Svör voru Hlutfallsleg skipting svarenda eftir starfsvettvangi fyrir veikindaleyfi Hlutfall svarenda eftir sjúkdómaflokki Almannavarnir og öryggismál Skapandi greinar, listir, fjölmiðlar Iðnaður og stóriðja Fiskvinnsla og fl. Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Ferðaþjónusta og farþegaflutningar Sérfræði- og skrifstofustörf Heilbrigðisþjónusta og kennsla Afgreiðsla, þjónustustörf, viðgerðir Haka ekki við neinn sjúkdómaflokk Haka við aðra sjúkdóma og ekkert annað Haka við stoðkerfisvanda - og ekkert annað Haka við andlegan vanda/geðraskanir - og ekkert annað Líklega fjölveikindi (haka við 2 eða fleiri sjúkdómaflokka) 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 2% 2% 2% 7% 7% 10% 12% 28% 30% Mynd 2 Mynd 3 Fjöldi svara: 1.147 Fjöldi svara: 1.742 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 14% 12% 20% 27% 27% 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% reiknuð annars vegar út frá hlutfalli þeirra sem hökuðu við einn sjúkdómaflokk og ekkert annað og hins vegar hlutfalli þeirra sem hökuðu við tvo eða fleiri sjúkdóma- flokka. Líkt og sjá má á myndinni sögðust 27% svarenda einungis vera með and- legan vanda/geðraskanir, 20% með stoð- kerfisvanda eingöngu og 12% hökuðu við aðra sjúkdóma og ekkert annað. Á hinn bóginn hakaði nær þriðjungur (27%) – eða jafn hátt hlutfall og hakaði við andlegan vanda/geðraskanir - við tvo eða fleiri sjúkdómaflokka, og eru þá hugsanlega fjölveikir. Þegar litið er til niðurstaðna um mögulegar viðbótarástæður þess að svarendur fóru í veikindaleyfi - er dreifingin ólík því sem kemur fram þegar litið er til sjúkdómaflokka (sjá mynd 4 ). Þá er óalgengt að svarendur haki einungis við einn þátt. Um 8% svarenda haka eingöngu við kulnun í starfi, um 5% við erfiða lífsreynslu og um 3% við samskiptaerfiðleika á vinnustað eða ytri aðstæður (3%). Á hinn bóginn er langtum algengara að þátttakendur haki við tvo eða fleiri við- bótarþætti, eða um 52% þeirra (borið saman við um 27% sem hökuðu við tvo eða fleiri sjúkdómaflokka á mynd 3). Hvað þetta þýðir er erfitt að segja til um en hugsanlega má draga af þessu þá ályktun að samspil veikinda og aðstæðna í umhverfinu sé svo flókið og margþætt að erfitt sé að draga upp einfalda mynd af því. Í nýlegri bandarískri rannsókn er fjallað um tengsl á milli fjölveikinda og aukinnar fjárhagsbyrð- ar vegna kaupa á lyfjum og annarri heilbrigðisþjónustu6. Önnur langtíma rannsókn á félagsþátttöku fólks með líkamleg fjölveikindi leiddi í ljós marktækt minni þátttöku í félagslífi eftir því sem sjúkdómarnir ágerðust og einstaklingarnir urðu eldri7. Af þessu má ráða að þó veikindi heilt á litið hafi áhrif á aðstæður fólks eigi það sérstaklega við um þá sem eru fjölveikir og/eða eru í langtímaveikindum. Staða á vinnumarkaði að loknu veikindaleyfi Spurt var um stöðu á vinnumarkaði að afloknu veikindaleyfi, þ.e. hvort ein- staklingur væri í launuðu starfi, í námi, í atvinnuleit, á eftirlaunum, í fæðingarorlofi, í veikindaleyfi eða orðinn óvinnufær. Í töflunni hér fyrir neðan er að sjá fjölda svarenda eftir stöðu. Alls tóku 1.683 afstöðu til spurningarinnar. Þar af voru 1.037 í launuðu starfi eða í námi samhliða vinnu, 216 voru á örorkulífeyri, 102 voru á endurhæfingarlífeyri og 62 í veikindum. Þeir sem voru í atvinnuleit eða í námi (án þess að vinna með) voru 181 talsins, 74 á eftirlaunum og 11 í fæðingarorlofi. Staða svarenda á vinnumarkaði Fjöldi Í launuðu starfi á vinnumarkaði 1.037 Á örorkulífeyri 216 Í atvinnuleit eða námi (vinnur ekki með námi) 181 Á endurhæfingarlífeyri 102 Á eftirlaunum 74 Í veikindum - ótilgreind framfærsla 62 Í fæðingarorlofi 11 Fjöldi alls 1.683 Hlutfall svarenda sem segir að einn eða fleiri af neðangreindum þáttum gæti hafa haft áhrif á að þeir færu í veikindaleyfi Samandregið hlutfall karla og kvenna eftir stöðu á vinnumarkaði þegar könnunin var lögð fyrir Haka við tvær eða fleiri ástæður Segja nei við öllu Haka við samskiptaerfiðleika á vinnustað - og ekkert annað Haka við ytri aðstæður - og ekkert annað Haka við erfiða lífsreynslu - og ekkert annað Haka við kulnun tengdri starfi - og ekkert annað Í atvinnuleit eða í námi ( ekki í vinnu samhliða námi) Í veikindum /á örorku Í launuðu starfi Mynd 4 Mynd 5 52% 29% 3% 3% 5% 8% Fjöldi svara: 997 Fjöldi svara: 1,598 10% 25% 65% 13% 20% 67% 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Konur Karlar 86 87virk.is virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.