Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Side 89

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Side 89
 VIRK Til að gæta samræmis voru svarendur á eftirlaunum eða í fæðingarorlofi fjarlægðir úr úrvinnslunni hér á eftir og má þá sjá að hlutfall starfandi verður 65% á móti 24% í veikindum eða á örorku og 11% í atvinnuleit eða í námi (ekki sýnt á mynd). Munur milli kynja er óverulegur þegar litið er til launþega (67% karla á móti 65% kvenna) en eykst í hópi þeirra sem eru í veikindum (sjá mynd 5). Hér er þó vert að taka fram að fleiri konur en karlar voru á eftirlaunum þegar könnunin var lögð fyrir og voru jafnframt allir svarendur í fæðingarorlofi kvenkyns. Þetta er þó ekki öll sagan. Ýmsar vís- bendingar eru um það að endurkoma til vinnu sé jafnvel tíðari en þessi 65% segja til um. Í ljósi þess hve langur tími hefur liðið á milli greiðslu sjúkradagpeninga (2018/2019) og fyrirlagningu könnun- arinnar (2022) voru þátttakendur spurðir að því hvort þeir hefðu hætt í starfi eða misst starf á tímabilinu. Í ljós kom að tæp 39% svöruðu spurningunni játandi en 61% neitandi (ekki sýnt á mynd). Athyglisverðast er þó að sjá niðurstöðurnar (á mynd 6) greindar eftir núverandi stöðu á vinnumarkaði. Þá kemur fram að um 53% þeirra sem voru í atvinnuleit eða í námi þegar könnunin var lögð fyrir höfðu verið í starfi í millitíðinni sem þeir annað hvort hættu í eða misstu. Svipað má segja um þá sem eru í veik- indum eða á örorku þegar könnuninni er svarað en 23% þeirra höfðu snúið aftur til starfa eftir veikindaleyfið (2018/2019) en hætt í starfi eða misst það í millitíðinni. Þessar upplýsingar eru mikilvægar fyrir starfsendurhæfingu og gefa tilefni til þess að skoða betur – og greina – ólíkar leiðir fólks á vinnumarkaði. Það er vel hugsanlegt að veikur einstaklingur fari oft inn á og út af vinnumarkaði eftir aðstæðum hverju sinni. Því er líklegt að rannsóknir sem taka mið af stöðu einstaklinga á einum tímapunkti eftir veikindaleyfi (svokallaðri punktstöðu) missi hugsanlega af mikilvægum upplýsingum um þróunina frá atvinnu til veikinda og öfugt. Athyglisvert er að sjá aldursskiptingu einstaklinga eftir vinnumarkaðsstöðu. Á mynd 7 kemur fram að aldur hefur ekki bein eða línuleg áhrif á vinnumarkaðsstöðu. Í raun fer ekki að draga markvisst úr Hefur þú verið í vinnu sem þú hefur misst eða hætt í eftir að veikindaleyfinu lauk? Svörum skipt eftir stöðu á vinnumarkaði þegar könnunin var lögð fyrir Staða á vinnumarkaði skipt eftir aldri Staða á vinnumarkaði eftir menntunarstigi Mynd 6 Mynd 7 Mynd 8 Já, ég missti eða hætti í starfi Nei, ég hvorki missti né hætti í starfi Í launuðu starfi Í veikindum / á örorku í atvinnuleit eða í námi (án vinnu) í atvinnuleit eða í námi (án vinnu) Í veikindum / á örorku Í launuðu starfi 80% 60% 40% 20% 0% 80% 60% 40% 20% 0% 40% 53% 23% 60% 47% 77% Fjöldi svara: 1.474 Fjöldi svara: 1.592 71% 64% 68% 60% 52% 15% 22%22% 35% 41% 12% 14% 11% 5% 7% 11% 12% 11% 10% 12% 10% 16% 24% 24% 38% 79% 72% 65% 66% 50% Hafa lokið meistara- eða doktorsnámi Hafa lokið grunnháskólagráðu (B.A/B.S) Diplómanám á háskólastigi Iðn- eða framhaldsskólapróf Grunnskólapróf Fjöldi svara: 1.388 eru með grunnskólapróf að baki og allt til 79% svarenda sem hafa lokið meistara- eða doktorsgráðu. Atvinnuþátttaka virðist ráðast nokkuð af því hvort einstaklingar haki við einn sjúkdómaflokk eða fleiri. Á mynd 9 má sjá að 40% einstaklinga - sem haka við tvo sjúkdómaflokka eða fleiri – eru í launuðu starfi eftir veikindaleyfi borið saman við um 67-73% þeirra sem haka einungis við einn sjúkdómaflokk. Hér er þó mikilvægt að hafa í huga aðra undirliggjandi þætti Mynd 11 sem gjarnan eru taldir hafa áhrif á tíðni sjúkdóma, þá ekki síst aldur. Heilt á litið eru eldri einstaklingar líklegri en þeir sem yngri eru til að vera heilsulitlir og jafnvel fjölveikir. Á þessu stigi úrvinnslunnar er því óvist hvort fjölveikindi séu ráðandi þáttur í atvinnustöðu fólks í öllum aldurshópum eða sumum. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeir hefðu nýtt sér þjónustu VIRK – Starfs- endurhæfingarsjóðs í veikindaleyfinu. Í ljós kom að um 42% (708) höfðu lokið starfsendurhæfingu hjá VIRK þegar könnunin var lögð fyrir (ekki sýnt á mynd). Líkt og VIRK hefur fjallað um áður – m.a. í ársritum og öðru kynningarefni - bendir margt til þess að þjónustuþegar VIRK glími við erfið og flókin veikindi, jafnvel erfiðari en almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði8. Niðurstöður rannsóknarinnar renna frekari stoðum undir þetta. Á mynd 10 er að sjá hlutfall svarenda sem voru í þjónustu VIRK í veikindaleyfinu eða ekki, skipt eftir sjúkdómaflokki. Í ljós kemur að 71% þeirra sem voru í þjónustu VIRK hökuðu við tvo sjúkdómaflokka eða fleiri – og eru þá hugsanlega fjölveikir - borið saman við 29% sem voru ekki í starfsendurhæfingu. Sama starf að afloknu veikindaleyfi? Þátttakendur á vinnumarkaði voru spurðir að því hvort þeir væru í sama starfi og þeir voru í fyrir veikindaleyfi. Nær 7 af hverju 10 (68%) svöruðu spurningunni neitandi á móti 32% sem svaraði henni játandi. Ekki var spurt um ástæður þessa Hlutfall af starfandi, skipt eftir því hvort þeir eru á sama vinnustað eða ekki að afloknu veikindaleyfi Já Nei 32% 68% atvinnuþátttöku meðal svarenda fyrr en um og eftir miðjan aldur. Á bilinu 64-71% svarenda 49 ára og yngri eru í launuðu starfi þegar könnun er svarað borið saman við um nokkuð færri (60%) í hópi 50-59 ára og og 52% í hópi þeirra sem eru 60 ára og eldri. Nokkuð skýr tengsl virðast vera á milli stöðu svarenda á vinnumarkaði eftir menntunarstigi. Á mynd 8 má sjá að vinnuþátttaka eykst jafnt og þétt með aukinni menntun, frá um 50% þeirra sem 20-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60 ára og eldri Í launuðu starfi Í atvinnuleit eða námi Í veikindum / örorku 29% 33% 67% 64% 36% 21% 79% 71% 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% Staða á vinnumarkaði að afloknu veikindaleyfi skipt eftir sjúkdómaflokki Hlutfall svarenda sem lauk starfsendurhæfingu hjá VIRK í veikindaleyfinu skipt eftir sjúkdómaflokki Mynd 9 Mynd 10 0% 20% 40% 60% 80% 100% Í launuðu starfi Í veikindum / á örorkuí atvinnuleit eða í námi (án vinnu) Voru ekki í starfsendurhæfingu hjá VIRK Voru í starfsendurhæfingu hjá VIRK Fjölveikindi (haka við a.m.k. 2 sjúkdómaflokka) Haka við aðra sjúkdóma eingöngu - og ekkert annað Haka við andlegan vanda/geðraskanir - og ekkert annað Haka við stoðkerfisvanda - og ekkert annað 0% 20% 40% 60% 80% Haka við aðra sjúkdóma eingöngu Haka við andlegan vanda / geðraskanir eingöngu Haka við stoðkerfisvanda eingöngu Fjölveikindi (haka við a.m.k. 2 sjúkdómaflokka) 40% 70% 67% 73% 46% 17% 25% 24%3% 14% 13% 8% 88 89virk.is virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.