Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 91

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2022, Síða 91
 VIRK en í ljósi þess hve langur tími hefur liðið frá veikindaleyfinu er varhugavert að geta sér til um ástæðurnar. Þó að ein ástæðan geti verið sú að starfið og/eða vinnustaðurinn hafi ekki mætt þörfum viðkomandi einstaklinga þá er einnig hugsanlegt að svarendur hafi einfaldlega fengið ný og betri tækifæri annars staðar. Líklegast er þó að bæði tilvikin eigi við, þ.e. að sumir svar- endur hafi ákveðið að hætta starfi á meðan aðrir hafi misst starf á tímum farsóttar eða fengið ný tækifæri annars staðar. Veikindi eru sjaldnast af eða á fyrirbæri. Hjá sumum kemur batinn hægt, hjá öðrum skjótt á meðan einhverjir ná bata tímabundið og veikjast aftur. Það er því ekki alltaf útséð með endurkomu til vinnu, þrátt fyrir veikindi og/eða erfiðar aðstæður. Þátttakendur - sem voru ekki starfandi þegar könnunin var lögð fyrir (þ.e. voru í veikindum, í atvinnuleit eða í námi) - voru spurðir að því hvort þeir stefni á vinnumarkað síðar meir. Í ljós kom að langtum hærra hlutfall svar- enda stefnir á vinnumarkað, eða um 68%, á móti 32% sem sögðust vera óvinnufærir. Þessar niðurstöður eru afar áhugaverðar, sérstaklega frá sjónarhóli starfsendurhæfingar. Í mörgum tilvikum tekur batinn ef til vill lengri tíma en talið er og ef einstaklingur telur sig ekki vera óvinnufæran á einhverjum tímapunkti er endurkoma á vinnumarkað alltaf í sjónmáli. Líkt og svarendur sem voru starfandi þegar könnunin var lögð fyrir voru þeir sem ekki voru starfandi – en stefndu þó á vinnumarkað síðar meir – spurðir að því hvort gætu hugsað sér að snúa aftur í starfið sem þeir voru í fyrir veikindaleyfið ef þeim gæfist þess kostur. Niðurstöður má sjá á mynd 13. Um 22% svara spurningunni játandi, 65% svara henni neitandi á meðan 13% eru ekki vissir í sinni sök. Í raun svipar svörum þeirra sem eru ekki komnir til vinnu, nokkuð til hinna sem voru starfandi þegar könnunin var lögð fyrir. Meirihluti í báðum hópum hefur annað hvort skipt um – eða misst – starf eða langað til að starfa annars staðar en þeir gerðu fyrir veikindaleyfið. Samantekt Í þessari grein hefur verið stiklað á stóru í fyrstu niðurstöðum stórrar rann- sóknar á vegum VIRK og sjúkrasjóða tíu stéttarfélaga. Forvarnasvið VIRK er ábyrgðaraðili rannsóknarinnar en mark- mið hennar voru m.a. þau að skoða hugsanleg tengsl á milli heilsufars, líðan í vinnu , aðstæðna í einkalífi og brotthvarfs af vinnumarkaði. Gild svör fengust frá um 1.840 þátttakendum og var svarhlutfall því um 31%. Lýsandi niðurstöður benda til þess að flestir í þessum hópi hafi farið aftur til starfa að loknu veikindaleyfi, a.m.k. 65%, þó endurkoman sé ekki endilega varanleg. Líkt og fjallað er um í greininni er vel hugsanlegt að fleiri einstaklingar - en þeir sem voru starfandi þegar könnunin var lögð fyrir - hafi komist til starfa að loknu veikindaleyfi en annað hvort misst það starf eða hætt í því á tímabilinu sem leið frá því veikindaleyfi lauk og þar til könnunin var lögð fyrir. Það er því nokkuð líklegt að endurkoma til vinnu sé ferli en ekki einn atburður, ef svo má að orði komast. Vinnumarkaðsþátttaka ræðst nokkuð af menntunarstigi og því hvort einstaklingar séu með fjölveikindi (haki við a.m.k. tvo sjúkdómaflokka) eða ekki. Sérstaklega voru niðurstöðurnar athyglisverðar um framtíðarhorfur þeirra sem voru ekki í vinnu þegar könnunin var lögð fyrir. Um 68% þeirra segjast stefna á vinnumarkað síðar meir jafnvel þó meirihluti hópsins hafi verið í veikindum þegar könnuninni var svarað. Af þessu má ráða að tækifærin til endurhæfingar séu umtalsverð, þ.e. ef einstaklingur telur sig ekki vera óvinnufæran á einhverjum tímapunkti er endurkoma á vinnumarkað alltaf í sjónmáli. Heimildir 1. Sjá m.a. ársskýrslur sjúkrasjóða Eflingar og VR. 2. Sjá ársrit VIRK 2022. 3. Hagstofan, tölur um menntunarstig árið 2021. 4. Iris Szu-Szu Ho (2021). Examining variation in the measurement of multimorbidity in research: a systematic review of 566 studies, The Lancet 6 (8). 5. Margrét Ólafía Tómasdóttir (2017). Fjölveikindi meðal íbúa Norður- Þrændalaga (HUNT-rannsóknin): Faraldsfræðileg rannsókn með vísan til streituþátta. Óbirt doktorsritgerð, Háskóli Íslands og norski Vísinda- og tækniháskólinn í Þrándheimi. 6. Steven S. Coughlin o.fl. (2021). A cross- sectional study of financial distress in persons with multimorbidity. Preventive Medicine Report 23. 7. Amy Ronaldson o.fl. (2021). Physical multimorbidity, depressive symptoms, and social participation in adults over 50 years of age: findings from the English Longitudinal Study of Ageing, Ageing & Mental Health, 27 (1). 8. Sjá m.a. umfjöllun í ársriti VIRK 2022. Hlutfall svarenda sem voru ekki starfandi þegar könnunin var lögð fyrir skipt eftir því hvort þeir stefni á vinnumarkað síðar meir eða ekki Hlutfall sem stefnir á vinnumarkað skipt eftir því hvort þeir vilji - eða vilji ekki - fara í sama starf og þeir voru í fyrir veikindaleyfið 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 13% 22% 65%Nei Já Er óviss Mynd 13 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 68% 32%Nei, er óvinnufær Já Mynd 12 Ráðgjafinn minn hjá VIRK er yndisleg og ég fann það hvað hún vildi mikið hjálpa mér. Mér leið aldrei eins og hún væri bara þarna til að sinna vinnunni sinni. Þau úrræði sem ég nýtti mér hjálpuðu mér öll.“ Hvað maður er gripinn af fagfólki þegar maður er gjörsamlega óhæfur og fundnar lausnir að betri líðan og hvernig hægt sé að komast aftur á vinnumarkaðinn. Ég hefði aldrei náð þessum bata svona sjálf.“ Ég lærði margt, hvernig ég get haft áhrif á veikindi mín og hver veikindi mín voru. Ég hef fengið mörg verkfæri til að vinna með.“ Hafði frábæran ráðgjafa sem sýndi mér skilning og gaf mér þann tíma sem ég þurfti.“ Frábært, faglegt og manneskjulegt starfsfólk sem greip mann þegar manni fannst allt vera að hrapa og höfðu með blíðri ákveðni vit fyrir manni að vinna í því sem ekki var í lagi, til að púsla manni saman og forgangsraða hlutunum. Ég er gríðarlega þakklát fyrir VIRK og frábæra starfsfólkið sem þar er.“ Ráðgjafinn minn var mjög hress og hvetjandi fyrir mig. Hún sýndi mér að það væri dugnaður og þrautseigja í mér og að ég væri mjög hæfileikarík til að vinna og finna hvaða skref ég gæti tekið næst.“ Það að vera sett í forgang og áherslan á mikilvægi þess að gera mig sterkari til að fara aftur á vinnumarkað.“ Ráðgjafi minn var einstaklega skilningsrík, þolinmóð og gaf mér þann tíma sem ég þurfti til að vinna úr mínum málum. Núvitundarnámskeiðið sem ég fór á var einstaklega gott þó að það hafi verið erfitt og einnig sálfræðingurinn. Og svo líkamsræktarstyrkurinn sem hjálpaði mikið til að koma mér af stað.“ Gott viðmót og stuðningur frá ráðgjafa, úrræðin sem voru í boði hentuðu mér vel, ég fékk að hafa töluvert um það að segja hvernig var tekið á málunum.“ Þjónustan. Hjálp við að komast út úr streitunni. Ráðgjafanum var greinilega umhugað um mína velferð. Að fá þessi bjargráð sem ég hefði ekki fundið sjálf og að fá þau endurgjaldslaust skipti miklu.“ Svör við spurningunni „Af hverju ánægja með þjónustu VIRK?“ UMMÆLI ÞJÓNUSTUÞEGA ÚR ÞJÓNUSTUKÖNNUN VIRK 2022 90 91virk.is virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.