Heima er bezt - 02.11.1963, Qupperneq 8
skapa núverandi skipulag í félagsmálum landbúnaðarins. Um
langt skeið var hann formaður Ræktunarfélags Norðurlands.
Um árabil var hann einn af áhrifamönnum Alþingis, og átti
þar frumkvæði að fjölmörgum nýmælum einkum í mennta-
og landbúnaðarmálum. Aldarafmæli hans var sl. sumar. Ævi-
saga Stefáns eftir Steindór Steindórsson gefur yfirlit um störf
hans og er í senn fróðleg og skemmtileg. Hún kynnir lesend-
unum vísindamanninn, kennarann, skólastjórann, bóndann
og alþingismanninn á léttan og lifandi hátt. Upplagið er
mjög lítið.
í lausasölu kr. 90.00 (heft). Til áskr. HEB aðeins kr. 70.00.
911. FLÓRA. Tímarit um íslenzka grasafræði.
Þrír grasafræðingar, Helgi Hallgrímsson, Hörður Kristins-
son og Steindór Steindórsson, hafa ráðizt í að gefa út tíma-
rit, sem eingöngu sé helgað grasafræði, og þá einkum því er
ísland snertir í þeim efnum. Er ritinu ætlað að flytja rit-
gerðir, vísindalegar og alþýðlegar um sem flesta þætti ís-
lenzkrar grasafræði. Rit þetta er fullkomin nýjung í íslenzk-
um bókmenntum, og fyllir upp skarð, sem lengi hefur staðið
autt og opið. Fyrsta heftið er helgað minningu Stefáns Stef-
ánssonar, skólameistara.
Áskriftarverð kr. 120.00.
BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
Það er mikið ábyrgðarhlutverk að velja bækur
handa börnum og unglingum. Þess vegna er það
ánægjulegt að geta skýrt lesendum „Heima er bezt“
frá því, að á þessu ári bætast sex nýjar barna- og
unglingabækur við í bókaskrána, sem allar eru eftir
ágæta íslenzka rithöfunda, og hver annarri betri.
Þessir höfundar eru: Ármann Kr. Einarsson, Gest-
ur Hannson, Gísli J. Ástþórsson, Hjörtur Gíslason,
Jenna og Hreiðar Stefánsson og Ómar Berg. Eru
þetta bækur fyrir börn og unglinga á öllum aldri,
sem bætast nú við það ágæta safn bamabóka sem
fyrir er.
190. ÓLI OG MAGGI f RÆNINGJAHÖNDUM
eftir Armann Kr. Einarsson.
Ármann Kr. Einarsson er nú viðurkenndur sem einn
fremsti barna- og unghngabókahöfundur okkar. Bækur hans
sameina í senn marga kosti. Þær eru ritaðar á góðu íslenzku
máli, jákvæðar í efnismeðferð og síðast en ekki sízt óvenju-
lega skemmtilegar.
Þessi nýja bók, Óli og Maggi í ræningjahöndum, er þriðja
bókin í flokki Óla-bókanna. Þó er þetta sjálfstæð saga, þótt
aðalpersónurnar séu þær sömu og í fyrri bókunum. Sagan
hefst á því, að Maggi komst í þá sjaldgæfu atvinnu að vera
gæzlumaður í æðarvarpinu í Sandey ásamt Boggu gömlu.
Gamla konan, sem veit lengra nefi sínu, og skilur fuglamál,
fær hastarlegt gigtarkast og verður að fara í land. Óli tekur
þá að sér starf hennar um stundarsakir. Úti í Sandey er háð
394 a. Heima er bezt