Heima er bezt - 02.11.1963, Page 9

Heima er bezt - 02.11.1963, Page 9
barátta við fleyga og fiðraða eggjaræningja, svartbakinn og hann krumma gamla. Loks koma hættulegustu tvífættu ræn- ingjarnir og laumast í land í Sandey, tveir skuggalegir ná- ungar með veiðibyssur um öxl. ÓIi og Maggi eru ofurliði bornir, en sökum ráðkænsku þeirra tekst þeim að sleppa, og jafnframt að hindra för ræningjanna frá eynni. Neyðarbál er kynt og hraðbátur lögreglunnar kemur og hirðir þá kumpána á græna ræningjabátnum. Eftir frækilegan sigur yfirgefur Óli Sandey til þess að taka að nýju við sendisveina- starfi sínu í bókabúðinni hjá Jóa frænda. Yngri kynslóðin bíður með óþreyju hverrar nýrrar bókar Armanns. Foreldrar og aðrir geta óhikað valið bæku hans til að gleðja hina yngstu lesendur. Þeir munu vissulega ekki verða fyrir vonbrigðum. í lausasölu kr. 120.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 85.00: 193. BARDAGINN VIÐ BREKKU-BLEIK ejtir Hjört Gislason. í liópi vinsælustu unglinga- bóka síðustu ára voru bækur Hjartar Gíslasonar um hrút- inn Salómon svarta: „Saló- mon svarti" og „Salómon svarti og Bjartur". En í fyrra hóf Hjörtur að skrifa um sitt hjartans mál, hestana, og þá kom út bókin „Garðar og glóblcsi", er segir frá því, hvernig Garðar eignast Glóblesa, og hver hjálpaði honum til að heyja fyrir folaldinu og koma upp hesthúsi yfir það, en það var hann Ásgrímur, gamli sjómaðurinn og Heima er bezt a. 395

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.