Heima er bezt - 02.11.1963, Síða 10

Heima er bezt - 02.11.1963, Síða 10
nágranni Garðars. Og Ásgrímur keypti líka folald, sem hann nefndi Hrímfaxa, til þess að Glóblesa leiddist ekki. „Garðar og Glóblesi“ varð geysilega vinsæl bók, og nú heldur Hjörtur áfram að skrifa um Glóblesa og Hrímfaxa, sem nú eru orðnir ungir stóðhestar.------- ------í sumardýrð á öræfum leikur lífið við þá Glóblesa og Hrímfaxa. Að vísu heyja þeir bardaga, vegna þess að báð- ir vilja vera höfðingjar stóðhrossanna, og Hrímfaxi hverfur á burt — yfirunninn. En þegar Glóblesi bíður lægra hlut í bardaga við gamla stóðhestinn Brekku-Bleik, kemur Hrím- faxi vini sínum til hjálpar. Sumarið líður og alvarlegir at- burðir gerast.------- I lausasölu kr. 120.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 85.00. 192. ADDA LÆRIR AÐ SYNDA eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Þetta er þriðja Oddubókin sem nú kemur út í annarri út- gáfu. Áður eru komnar bækurnar „Adda“ og „Adda og litli bróðir“, en allar þessar bækur hafa verið uppseldar árum saman, þar til nú hefur verið prentuð önnur útgáfa þeirra. Margir foreldrar munu minnast þess með ánægju þegar þeir lásu Öddubækurnar í bernsku sinni, og munu þess vegna hafa ennþá meira gaman af að gefa börnum sínum þessar ágætu bækur. Öddubækurnar eru tilvaldar handa börnum sem eru að byrja að lesa. Þær eru skrifaðar á léttu máli sem börnin skilja og prentaðar með mjög skýru letri. í lausasölu kr. 95.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 70.00. 194. ÍSAFOLD FER I SÍLD eftir Gísla ]. Ástþórsson. „. .. . Ég vona að þið haf- ið ekki heyrt þessa sögu áð- ur um hana Isafold, sem bjó uppi í sveit i litlu hvítu húsi með litlu grænu þaki, og uppi á þaki sat krummi og krunkaði allan liðlangan daginn, svo að maður hélt hann væri orðinn galinn, en hann var bara svona mikill mathákur, greyið ....“ Svona byrjar sagan hans Gísla J. Ástþórssonar um hana Isafold litlu og hann krumma vin hennar og hann Ólaf kött, en þau lögðu öll land undir fót og brugðu sér norður á Sigló í síld. Og þar hittu þau hann Jósafat síldarkóng og lenda í ýmsum ævintýrum. Þessi barnabók er skrifuð í léttum tón, eins og höfundi hennar er lagið. Bókina prýða fjölmargar bráðsmellnar myndir eftir höf. Þetta er bók sem kemur öllum í gott skap, jafnt ungum sem gömlum. í lausasölu kr. 95.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 70.00. Framhald á bls. 422. 396 a. Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.