Heima er bezt - 02.11.1963, Page 36

Heima er bezt - 02.11.1963, Page 36
908. SJALJAPIN SEGIR FRA eftir Fjodor Sjaljapin. Fjodor Sjaljapin fædd- ist í Rússlandi árið 1873 og dó í París 1938. I bók þassari rifjar hann upp minningar um æskuheimili sitt, uppvaxtarár og æskuástir. Hann lýsir harðstjórn föður síns, drykkjuskap hans, örbirgð heimilisins og óbil- andi elju móður sinnar. A listrænan og skemmtilegan hátt bregður hann upp myndum úr daglegu lífi fólksins, sem hann ólst upp með, og lætur einkar vel að draga fram hið skoplega og sérkennilega í fari samborgaranna. Við kynnumst Sjaljapin sem skósmíðanema, skrifstofumanni, hafnar- verkamanni og umferðaleikara. Lííið tekur hann jafn- an ómjúkum tökum, en ekkert fær bugað hinn gáf- aða og framgjarna æskumann, og í bókarlok er hann, 27 ára gamall, viðurkenndur listamaður, söngvari og leikari í heimalandi sínu, og á næsta leiti bíður hans heimsfrægð. í lausas. kr. 150.00. Til áskrif. HEB aðeins kr. 105.00. Barna- og unglingabækur Framhald af bls. 396. 191. IMBÚLIMBIMM eftir Gest Hannson. Hinn v i n s æ 1 i höfundur „Stráka“-bókanna hefur nú skrifað nýja og bráðskemmti- lega sögu fyrir telpur um litla stúlku sem kölluð var Imbúlimbimm. — Þessi litla stúlka og bróðir hennar eiga heima uppi í sveit, og það er alveg makalaust hvað þau lenda í skemmtilegum og spennandi ævintýrum saman. Þetta verður áreiðanlega vin- sæl bók hjá litlum stúlkum — og sjálfsagt drengjum líka. Bróðir höf. liefur teiknað margar myndir sem prýða bókina. í lausasölu kr. 115.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 80.00. 195. PRINSINN OG RÓSIN eftir Órnar lierg. Þetta er gullfalleg ævintýrabók í stóru broti með mörgum óviðjafnanlegum vatnslitamyndum eftir listakonuna frú Bar- böru Árnason. Þetta verður án efa ein fallegasta barnabókin á markaðinum í ár, enda hefur frú Barbara fyrir löngu hlot- ið viðurkenningu sem ein mesta listakona hérlendis. í lausasölu kr. 95.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 70.00. 422 a. Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.