Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 18

Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 18
Grettir Engilbertsson: Fyrir ofan garð og neðan Það hafa sumir fyrir satt, að íslenska þjóðin eigi sér menningu. Sumir eiga það jafnvel til að taka það óstinnt upp, ef þeim er sagt, að þeir eigi enga menningu. Til eru þeir, sem álíta sjálfa sig hafa til að bera menningu, en aðra ekki. Sumir ganga svo langt að segja, að það væri æskilegt að menningin næði til sem flestra. 1 þeirri umræðu, sem fram hefur farið um menn- inguna á Islandi, og sérstaklega um meint- an menningarskort dreifbýlisins, hefur margt viturlegt komið fram. Enginn hefur þó komist að kjarna málsins. Þegar forkláraðir menningarpostular höfuðborgarsvæðisins ræða um það hvað gera. skuli til þess að auka menningu dreif- býlinga, dettur þeim einna helst í hug að senda valda skannnta af menningarfram- boði höfuðborgarinnar út á land. Halda óperusýningar i frystihúsunum og mynd- listarsýningar í rækjuverksmiðjunum o.s.frv. Menning er að sjálfsögðu í munni menningarpostulanna það sama og menn- ing þeirra sjálfra. Ég hef þó sjaldan vitað fólk úr röðum alþýðunnar sækjast eftir slíkri menningu. Það er í raun og veru vel skiljanlegt. Það er nefnilega ekki þeirra menning. Það er menning yfirstéttarinnar í Reykjavik, menning sem er einangruð frá lifi og starfi alþýðunnar. Hvað viðvík- ur menningu alþj'ðunnar, þá hefur hún enga menningu, því að henni hefur verið rænt. I menningarumræðunni hefur verið rætt um menninguna sem neysluvöru, eitthvað sem er til sölu, eitthvað sem hægt er að taka með sér heim til sín og narta í það í rólegheitum, án þess að skeyta nokkuð um það, hvernig þessi neysluvarningur varð til. Það gleymist, að nautnin i samhandi við menningu er fyrst og fremst bundin við sköpun hennar, að það er kannski lista- maðurinn sjálfur sem hefur mesta ánægju af verki sínu, og að listneysla getur aldrei veitt fólki sömu útrás og listsköpun. Það væri því ef til vill þarfara að athuga meint- an skort dreifbýlinga á menningarsköpun en á menningarneyslu. Þegar talað er um listina sem tjáningar- form, þá gleymist það oft, að tjáningin verður að eiga erindi til einhvers, annars er hún ekki tjáning. Listin er táknmál, og á þessu táknmáli fer fram samtal milli listamannsins og almennings. Listamaður- inn verður þessvegna að gæta þess, að almenningur skilji þetta táknmál, sem hann notar, og að þetta táknmál er almenn- ingseign. Og ef listin á að eiga erindi til almennings, þá verður hún að vera grund- völluð á þeirri reynslu, sem alþýðan fær í lífi sínu og starfi. Því miður er það allt of algengt, að listamaðurinn líti á sig sem 18 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.