Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 18

Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 18
Grettir Engilbertsson: Fyrir ofan garð og neðan Það hafa sumir fyrir satt, að íslenska þjóðin eigi sér menningu. Sumir eiga það jafnvel til að taka það óstinnt upp, ef þeim er sagt, að þeir eigi enga menningu. Til eru þeir, sem álíta sjálfa sig hafa til að bera menningu, en aðra ekki. Sumir ganga svo langt að segja, að það væri æskilegt að menningin næði til sem flestra. 1 þeirri umræðu, sem fram hefur farið um menn- inguna á Islandi, og sérstaklega um meint- an menningarskort dreifbýlisins, hefur margt viturlegt komið fram. Enginn hefur þó komist að kjarna málsins. Þegar forkláraðir menningarpostular höfuðborgarsvæðisins ræða um það hvað gera. skuli til þess að auka menningu dreif- býlinga, dettur þeim einna helst í hug að senda valda skannnta af menningarfram- boði höfuðborgarinnar út á land. Halda óperusýningar i frystihúsunum og mynd- listarsýningar í rækjuverksmiðjunum o.s.frv. Menning er að sjálfsögðu í munni menningarpostulanna það sama og menn- ing þeirra sjálfra. Ég hef þó sjaldan vitað fólk úr röðum alþýðunnar sækjast eftir slíkri menningu. Það er í raun og veru vel skiljanlegt. Það er nefnilega ekki þeirra menning. Það er menning yfirstéttarinnar í Reykjavik, menning sem er einangruð frá lifi og starfi alþýðunnar. Hvað viðvík- ur menningu alþj'ðunnar, þá hefur hún enga menningu, því að henni hefur verið rænt. I menningarumræðunni hefur verið rætt um menninguna sem neysluvöru, eitthvað sem er til sölu, eitthvað sem hægt er að taka með sér heim til sín og narta í það í rólegheitum, án þess að skeyta nokkuð um það, hvernig þessi neysluvarningur varð til. Það gleymist, að nautnin i samhandi við menningu er fyrst og fremst bundin við sköpun hennar, að það er kannski lista- maðurinn sjálfur sem hefur mesta ánægju af verki sínu, og að listneysla getur aldrei veitt fólki sömu útrás og listsköpun. Það væri því ef til vill þarfara að athuga meint- an skort dreifbýlinga á menningarsköpun en á menningarneyslu. Þegar talað er um listina sem tjáningar- form, þá gleymist það oft, að tjáningin verður að eiga erindi til einhvers, annars er hún ekki tjáning. Listin er táknmál, og á þessu táknmáli fer fram samtal milli listamannsins og almennings. Listamaður- inn verður þessvegna að gæta þess, að almenningur skilji þetta táknmál, sem hann notar, og að þetta táknmál er almenn- ingseign. Og ef listin á að eiga erindi til almennings, þá verður hún að vera grund- völluð á þeirri reynslu, sem alþýðan fær í lífi sínu og starfi. Því miður er það allt of algengt, að listamaðurinn líti á sig sem 18 HLJÓÐABUNGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.