Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 20

Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 20
taka menningarfrumkvæðið af alþýðunni, þá skulu allir fara í „kokkinn”. c) Myndlistareinræðisherrum getur al- þýðan steypt af stóli með því að ráðast á verk þeirra og betrumbæta þau. Samtímis verður alþýðan að brjóta allar hömlur af sköpunargleði sinni. Skrifa skáldsögur í sameiningu, syngja fjöldasöng, dansa hringdans, og mála eigin listaverk utan á opinberar byggingar, sem mest í hópvinnu. Þá hættir fólk kannski að láta sefjast af áróðri ruslamenningarinnar, og öðlast þann félagsþroska, sem þarf til að kollvarpa kapítalismanum. REGIN DAHL Tvísöngur Brennivínsaldan úfnar, ber mig ú baki hátt móti himni. — I sólsetursloftið kveður blóðið skapara sínum. Rísa grænar úr djúpi egjarnar allar, gndissjón. — Mgrkvast svo dagnr á ng í rgmjandi broti og gullnu löðri. Enn er ég hafinn í hæðir upp þar sem hnísurnar svífa kastast í sólarljóma. — Bráðlega mun mig bresta blóð í kvæðaróm ellegar ástarleiki. Brennivínsaldan brimar, sgngur gmjandi fgrir egrunum. Snöggt kemur sú hin lielga stund þegar við föðmumst ég og allt. (GuSjón Friöriksson pýddi úr færeysku) SKRIF-RÖSA OG SÓLON I SLUNKARlKI Kona nokkur á Isafirði, sem Rósa hét, var hjálpleg Sóloni í Slunkaríki. Hún skrifaði fyrir hann bónarbréf og vísur. Sólon kall- aði hana Skrif-Rósu og orti þessa vísu til hennar: Hún má þakka sínum sæla herra að vitið hefur meira hún en skötuhali. Þetta þótti Rósu vafasamt lof. Því svar- aði Sólon til, að í skötuhala væri það allra mesta vit sem til væri. (Eftir sögn Jóns Jónssonar) 20 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.