Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 43

Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 43
með penna jarðnesks manns. Sjálfur skrif- aði hann marga tugi bóka, bækur sem munu geyma orku hans og anda um ókom- in ár. Eins og rauður þráður gengur einingin gegnum kenningar hans. Eining spámann- anna, trúarinnar og mannkynsins. Hann leggur áherslu á að aðeins er til einn Guð, hverju nafni sem maðurinn kýs að nefna hann. Kenningar Bahá’u’lláh ná til allra þátta mannlífsins, jafnt efnahagsvanda- mála sem kynferðislífs. Hann skýrir ýmsa hluti í umhverfinu og sögunni, varpar ljósi á eðli þeirra og tilgang. Bahá’u’Iláh gerir miklar kröfur til ein- staklingsins og sjálfstæðrar leitar hans, hann höfðar til samvisku hans í kenningum sínum. Hann hvetur hvern einasta mann til að losa sig við fordóma sem hafa villt manninum sýn og leitt hann á villugötur öfga og blindni. Bahá’u’lláh hannar baktal og telur það ægilegustu synd sem hægt er að drýgja, J)að er hetra að stinga manninn í bakið með hníf en að baktala hann. Kenningar Bahá’u’lláh koma öllum við, hann talar ekki til afmarkaðs hóps eða heimshluta, heldur alheimsins. Hann hvct- ur mannkynið til að opna augu sín og leita sannleikans. Það er skylda hvers ein- staklings að kynna sér hvað Bahá’u’lláh er að segja, áður en hann dæmir J)að, sam- Jjykkir eða mótmælir. Það hefur alltaf valdið sviptingum í samtímanum Jægar nýr spámaður hefur komið fram, og mikil togstreita skapast. Það tekur tíma fyrir mannkynið að átta sig á Jjessu, en nauð- synlegt fyrir framþróunina. Til að kynnast trúnni er best að hafa beint samband við Bahá’ía og spyrja l)á, einnig er hægt að fá bækur í bókasöfnum eða koma á auglýstar kynningar. Ein leiðin er einnig að skrifa Bahá’í samfélaginu og hyðja um upplýsingar. Heimilisföngin eru: Öðinsgata 20, Reykjavík, eða Silfurgata 8, Isafirði. 4. Hvernig getur kristinn maður viður- kennt Bahá’u’lláh? Afneitum við ekki Kristi með ])ví að gerast Bahá’íar? Enginn maður getur trúað á Bahá’u’lláh án þess að viðurkenna Krist og alla J)á spámenn sem á undan hafa komið. Kcnn- ingar Bahá’u’lláh eru i beinu framhaldi af kenningum Krists, J)ó ekki J)ær sömu. Hann bætir við og útskýrir hluti sem verið hafa fyrir ofan getu mannsins hingað til. Á hinn bóginn gegnir öðru máli með kirkjuna, hún hefur lokið sínu hlutverki. Alltaf þegar njrr spámaður opinberar sig verður trúarstofnun J)ess næsta á undan óþörf og önnur tekur við. Það tekur við n}rtt trúarsamfélag, innblásið af anda hins nýja spámanns. I þetta skipti skipulagði spámaðurinn sjálfur samfélagið í höfuð- atriðum, og sameinar í eitt veraldlegt og andlegt vald, þjóðfélagið og trúna. Kæri lesandi, ])að er langt frá því að kristinn maður sé að svíkja eða snúa haki við Jesú með J)ví að gerast Bahá’íi, þvert á móti er það sterkasta J)rá Krists að heims- byggðin J)ekki eftirmann hans, Bahá’u’lláh. HLJÓÐABUNGA 43

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.