Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Síða 20

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Síða 20
- 20 HEIMUR, SEM ENGINN ÞEKKIR ÉG skyggndist inn í hinn undarlega heim og leit í kringum mig. Ég sá ekki neitt, sem boriS gat merki um fegurS eða hlýleika, allt virtist vera svoundar- lega vel falið. Loks fór ég a5 ganga um og leita a5 einhverju. Fyrst gekk ég inn í dimman skóg og fann loks bjart og fagurt hús, skynsam- lega byggt. HúsiS var allt hlýlegt og vandaS, og eftir aS hafa skoðaS það vel, leitaði ég betur. Eftir langa göngu kom ég að háum og orkumiklum fossi og fagurri á. Fossinn hafði örugglega mikla orku aS geyma, sem nýta mætti. Að síðustu kom ég svo að tærri lind með fersku, heilnæmu vatni. Síðan hrökk ég uppúr þessum undar- legu hugsunum mínum. NÚ fer lesandinn að spyrja : Hvað á þessi þvæla og vitleysa að þýða ? og hér kemur skýringin. I” okkar þjóðfélagi eru til menn, sem eigi eru andlega heilir á sumum svið- um, en eru gæddir góðum námsgáfum. Þessir menn fá bókstaflega aldrei að njóta sín. Þeir hafa ekki kjark í sér til þess að koma fram. Þeim hefur verið strítt í bernsku svo ákaft, að þeir hafa orðið varir við, að þeir eru ekki eins í framkomu og aðrir. Við það bætist svo óskapleg feimni, er nálgast taugaveiklun. Ef einhver spyr nú svo barnalega : "Hvers vegna var verið að stríða þess- um eða hinum? ", er svona eru gerðir, ætti hann að líta til bernskuáranna, æskufélaga sinna og jafnvel í eigin barm. Ég hef þekkt mörg börn, sem svona hafa verið úr garði gerð, og alltaf hef- ur þeim verið strítt, þótt þeir, er það gerðu, vissu fullkomlega, að þeir máttu það ekki og að það var óþverra- skapur. Börn og unglingar gera sér þetta engu síður Ijóst en fullorðnir, en þeim finnst bara gaman að stríða við- komanda, finna eitthvað nógu áhrifamik- ið til að strxða honum með, svo ósvífið, að það særi hann nógu djúpt til þess að hleypa honum upp, láta hann elta sig, en hina hlæja að honum. Þetta er víst hin "eðlilega" mannúð. Ég þekki nokkra pilta hér í skólanum, sem þessi tilhneiging er svo rík hjá, að þeir geta alls ekki setið á henni, þott þeir reyni með því að predika hið gagnstæða um leið. Ég vildi beina þeim tilmælum til þessara manna, um að predika aðeins aðra stefnuna í einu og hallast þá helzt að mínu máli, til þess að þeir geti tal- izt eðlilegir. En hugur þeirra vangefnu er eins og ég lýsti hér x upphafi : Falinn á bak við feimni og hræðslu við aðra. Að lokum skora ég á sem flesta að taka þetta til athugunar.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.