Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 2
fréttamanna sinna merkilegt hlutverk, en það
var, að leita hamingjusamt fólk uppi og kom-
ast að ástæðunni fyrir gleði þess. Fréttamað-
urinn leysti þetta verk af hendi, og að því
búnu sýndi hann ritstjóranum úrlausnirnar.
Þær báru það með sér, að fólk, sem var ham-
ingjusamt, átti hamingju sína þeirri huggun
og hjálp að þakka, sem trúarbrögðin veittu
því. Þannig var farið áttatíu og sex af hverj-
um hundrað aðspurðum. Ritstjórinn tók enn-
fremur eftir því, að þetta fólk átti við sömu
kjör að búa og allur þorri manna og hafði við
sömu erfiðleika að etja og allir aðrir. Mis-
munurinn lá ekki í aðstæðum, heldur í and-
legu ásigkomulagi. M. ö. o. trú þess hefur
sigrað heiminn.
„ ,Þaö er vel trúlegt, að aðal dauðaorsök
nútíma þjóðfélags sé óhamingja/ segir Dr.
Kenneth Appel, formaður geðverndarfélagsins
í Bandaríkjunum. Dr. Appel álítur, að aukn-
ing ýmissa sjúkdóma: heilablóðfall, hjarta-
slag, æxli og hár blóðþrýstingur, megi að
miklu leyti rekja til aukinnar andlegrar of-
þenslu: ,Þegar til lengdar lætur er ánægja
eins mikilvæg og næring hvað heilsuvernd
áhrærir. Ófullnæging frumþarfa mannsins
skapar þenslu. Ef þenslan er mikil orsakar
hún alvarlega sjúkdóma‘.“ — Time, 14. maí
1956.
Þannig þarf það ekki að vera. Við þurfum
ekki að vera viðnámslaus gegn hjartaslagi og
of háum blóðþrýstingi. Andleg ofþensla þarf
ekki að fá yfirhöndina og tortíma okkur. Við
þurfum ekki að vera eins og þeir, sem „burð-
ast með trú sína á bakinu eins og hlass, þegar
þeir gætu borið hana eins og söng í hjartanu."
„ ,Glatt hjarta veitir góða heilsubót.' Þakk-
læti, fögnuður, góðvild og traust á kærleika
og umhyggju Guðs, — þetta eru beztu verðir
heilsunnar. Hjá ísraelsmönnum áttu þessir
eiginleikar að vera frumtónninn að sjálfu líf-
inu. Það ætti ekki að vera hægt, að bæla niður
gleði hins kristna, og hún ætti heldur ekki að
vera háð ytri aðstæðum. Örugg trú, sem er
öllum vandamálum lífsins æðri, ætti að
styrkja hinn kristna, hvert sem hlutskipti
hans kann að vera. Þegar Páll og Sílas höfðu
verið barðir, svo að bök þeirra blæddu, voru
þeir rammlega fjötraðir í dýflissunni í Fil-
íppí. Hvað gerðu þeir? Þeir sungu, — ekki
neina sorgarsöngva, heldur hjartanlega gleði-
söngva. Þeir sungu til miðnættis. Þeir hljóta
að hafa kunnað heilmikið af góðum sálmum.
Líklega hafa þeir sungið, vegna þess að þeir
gátu ekki sofið. Köld og dimm dýflissa, hlekkj-
aðir fætur og sundurtætt blæðandi bök eru
ekki beinlínis hvatning til að syngja. Margir,
sem hafa langtum minni ástæðu til að kvarta,
kveina og gera uppreist gegn hlutskipti sínu,
er þeir ímynda sér, að sé þungbærara en þeir
eigi skilið, hefðu gott af því að syngja nokkra
góða sálma. Hjörtu Páls og Sílasar voru full
af gleði hjálpræðisins og ekkert utanaðkom-
andi gat bugað þá. Þeir sungu um þann frið
og þá gleði, sem ríkti hið innra með þeim.
Fangelsið í Filíppí, sem hafði vanizt margs
konar hljóðum, hafði aldrei áður heyrt slíkan
söng. Bölbænir, ögranir og örvæntingaróp
höfðu heyrzt þar, en þessa nótt hljómaði ró-
legur og hljómþýður söngur. Frásögnin segir:
„og bandingjarnir hlustuðu á þá.“ Hvort söng-
urinn hefur verið tæknilega réttur hvað takti
og tónhæð viðkemur, vitum við ekki, en við
getum verið þess fullviss, að hann var í full-
komnu samræmi við kristilega von og trúar-
traust. Hann hlýtur einnig að hafa haft sér-
lega róandi áhrif á alla stofnunina, því að
fangavörðurinn steinsofnaði.
Framkoma Páls og Sílasar í Filippí virðist
hafa verið eins og hinna postulanna. Um ann-
an atburð fyrr í sögunni lesum við: „Og þeir
... kölluðu á postulana og húðstrýktu þá, og
fyrirbuðu þeim að tala í Jesú nafni, og létu
þá lausa. Þeir fóru nú burt úr augsýn ráðsins,
glaðir yfir því að þeir höfðu verið virtir þess
að líða háðung vegna nafnsins.“ Post. 5, 40. 41.
Það var ómögulegt að berja úr þeim gleðina.
Þegar þeir voru látnir lausir, byrjuðu þeir
strax að lofsyngja og prédika. Þetta tvennt
hélzt jafnan í hendur. Það gladdi þá að pré-
dika, og fólkið gladdist, vegna þess að' þeir
prédikuðu.
Sagan sannar, að það er eitthvað yfirnáttúr-
legt við gleði hinna sönnu fylgjenda Krists.
Trú þeirra býður þeim að ganga grýtta braut,
braut sjálfsafneitunar, fórnar, smánar og
jafnvel dauða. Hún býður þeim að meta jarð-
nesk auðævi mikið minna en trúna, sem þeir
játa. Óuppfræddum áhorfanda gæti virzt þetta
mjög ófýsileg lífsbraut, en þó er hún eina
varanlega ánægju- og hamingjuleiðin. Ástæð-
unni lýsir Meistarinn sjálfur í einni af dæmi-