Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 28
erni hans. Fram að þeim tíma hafði enginn
þeirra manna, sem til hans komu, verið eins
efnilegir og þessi maður. Hvílíkir möguleikar
biðu hans ekki! Vissulega bjó þessi vel gefni
maður yfir hæfileikum til að verða forvígis-
maður réttlætisins. Til þess að beina lífi hans
í auðugri farveg, stakk Jesús upp á því, að
hann fórnaði einhverju. Hann langaði til þess
að gera unga manninum skiljanlegt, að það
að halda boðorðin, þó að það væri lofsvert og
nauðsynlegt, væri í sjálfu sér ekki nóg.
Ungi maðurinn fór hryggur í burtu, með því
að hann var ekki fús til að færa þá fórn, sem
krafizt var af honum. Þó að hann vissi það
ekki, hafði hann glatað bezta tækifæri lífs síns.
Hann hélt fast utan um auðævi sín, en glataði
eilífum verðmætum. í stað þess að verða
mikill leiðtogi í starfi Guðs og ábyrgjast fé
hins frumkristna safnaðar, er ekki minnst á
hann framar. Það eina, sem eftir verður, er
frásögnin um hve hryggilega hann brást.
Aðeins Heilagur andi getur skapað kristi-
legt lunderni og áhrifaríkt vitni. Það er ekki
eiginlegt mannlegu eðli að vera góður, kær-
leiksríkur, fullur gleði og friðar, til þess þarf
kraftaverkamátt Guðs anda. Guð talar til þín,
æskumaður nútímans, gegnum anda sinn. Þeg-
ar hann horfir á þig, fer honum að þykja vænt
um þig. „Son minn, gef mér hjarta þitt,“ segir
hann við hvern ungan mann, og við hverja
unga konu segir hann: „Komið til mín. Takið
á yður ok mitt og lærið af mér.“ Peningar eða
háar stöður hafa engin áhrif á hann. Hann
fann Davíð, þar sem hann gætti kinda; Gídeon,
þar sem hann var að þreskja hveiti í vínþröng;
Pál á leiðinni til Damaskus. Plann fann Amos,
sem var hjarðmaöur og ræktaði mórber; hann
var fátækastur allra. Þó tók Drottinn hann frá
hjarðmennskunni og sagði við hann: „Far þú
og spá hjá lýð mínum Israel.“ í hans augum
hefur staða eða stétt ekkert að segja, heldur
fúsleiki til að hlusta og hlýða.
Ef þið gefizt honum, munuð þið verða talin
með hinum útvöldu Guðs,ogþað munveitaykk-
ur víðtæka möguleika auðugs og gleðilegs sam-
félags við hann og þjónustu með honum. Þið
munuð verða eitthvað langtum meira en þið
hefðuð nokkru sinni getað orðið án hans. Unga
fólkið verður að láta sér skiljast, að hjálp-
ræði fæst fyrir trú, og að tilfinningin ein er
tilviljanakennd og hverful. Þér má ekki verða
það glappaskot á að miða andlegt líf þitt við
reynslu annarra, heldur gera þér ljóst, að trú-
arbrögð hvers og eins bera svip af persónu-
legri afstöðu hans til Krists. Þú getur verið
þess fullviss, að ef þú leyfir Kristi að ríkja í
hjarta þínu, mun hann móta kristilegt lund-
erni þitt í samræmi við vilja sinn. Það lítur
út fyrir að stundum finnist fólki andlegu mál-
in vera mikilvæg, vegna þess að einhverjum
utanaðkomandi finnst þau vera það, eða vegna
þess að tilfinningum þess er þannig varið í
svipinn, og stundum finnst því andlegu málin
vera tiltölulega lítilvæg ýmissa ástæðna vegna,
sem setja svip á líf þess eða einhvers, sem er
því nákominn. Þar með er andlegum megin-
reglum varpað fyrir borð, en hentugleikarnir
látnir ráða. Staðfesta í skoðunum er skilyrðið
fyrir því að lifa andlegu lífi.
Ungu vinir, þið verðið að leitast við að
stuðla að stöðugum andlegum vexti og þroska
hið innra með ykkur. Það er hægt að gera það
með reglulegri og nákvæmri rannsókn á Biblí-
unni og einlægri íhugun og bæn, sem er hvort
tveggja í senn að tala við Guð og hlýða með
athygli á hann. Unga fólkið verður að bera
virðingu fyrir kirkjunni sem húsi Guðs, þar
sem tilbeiðsla og sálnavinnandi starf fer fram.
Þið megið aldrei láta það eftir ykkur að van-
helga hana með léttúð eða nokkurs konar hegð-
un, sem er ósæmandi á helgum stað. Sama
máli gegnir um allt, sem heilagt er. Þið ættuð
aldrei að láta tal ykkar bera gáleysi vott, þeg-
ar um trúmál er að ræða, eins og algengt er
meðal ungs fólks nú á dögum. Kristilegt lund-
erni ykkar mun einnig birtast í því, að þið
heiðrið foreldra ykkar, auðsýnið þeim kær-
leika og berið tilhlýðilega virðingu fyrir öllum
yfirboðurum ykkar.
Unga fólkð getur aðeins aukið áhuga sinn og
hæfileika í starfinu fyrir Guð með virkri þátt-
töku og trúarlegri viðleitni. Þið ættuð þess
vegna að leitast við að uppgötva sérhæfni ykk-
ar og helga ykkur þeim starfsgreinum af heil-
um hug, þar sem hún getur notið sín bezt.
Ungu vinir, gefið aldrei neinum tilefni til að
álíta, að þið skammizt ykkar fyrir trú ykkar.
Verið þvert á móti svo hreykin af hugsjónum
hennar markmiðum, að þið upphefjið þann
Krist, er þið þjónið, í augum þeirra, sem þið
umgangizt. Þið munuð komast að raun um, að
ef þið látið alltaf og alls staðar bera mest á