Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 7

Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 7
7 — nærri. Við sem þekkjum sannleikann, ættum að búa okkur undir það, sem koma mun yfir heiminn innan skamms að honum óvörum.“ Testimonies, 8. b. bls. 28. Með tilliti til frjálslyndrar og nýtízkulegrar eða duttlungarfullrar afstöðu margra í okkar hóp gagnvart spádómunum og hættu þess að villast af hinum fornu stigum aðventspádóma, hljómar þetta knýjandi kall frá þjóni Guðs: „Hver veit nema prédikaramir, sem eru trúir, stöðuglyndir og sannir, séu hinir síð- ustu, sem boöa vanþakklátum söfnuðum okk- ar boðskap friðarins? Verið getur að eyöend- urnir njóti þegar uppfræðslu undir handleiðslu Satans og bíði aðeins eftir því, að nokkrir merkisberar hverfi enn, svo að þeir geti fyllt rúm þeirra og hrópað með rödd falsspámanns- ins: Friður, friður, þegar Drottinn hafði ekki talað um frið. Ég tárast ekki oft, en nú finn ég, að augu mín blindast tárum, þau falla á blaðið meðan ég skrifa. Það getur verið að áður en langt um líði muni engar spár heyr- ast meðal okkar, og að röddin, sem haldið hefur fólkinu vakandi, trufli ekki framar hold- legan svefn þess.“ Test. 5. b. bls. 77. Er ekki kominn tími til, að við hættum að hafa áhyggjur af því, hvað aðrir kunna að hugsa um okkur, og að við segjum skilið við f jarstæðukenndar útskýringar á spádómunum og snúum við á hina fornu stigu? Heimurinn þarfnast og við þörfnumst spádómsboðskapar fremur en sálfræðilegs boðskapar á þessum tímum. Heimurinn þarfnast frelsara fremur en sálkönnuðar. „Við stöndum á þröskuldi mikilla og alvar- legra viðburða. Spádómarnir eru að uppfyll- ast. Undarleg og viðburðarrík saga er skráð í bækur himinsins. Heimur okkar er allur í upplausn, styrjaldir geisa og stríðsfréttir ber- ast. Þjóðirnar eru reiðar, og tími hinna dánu er kominn og dóms þeirra. Viðburðirnir miða allir að sama marki, degi Drottins, sem hraðar sér mjög. Það lítur út fyrir, að eftir sé aðeins eitt augnablik. En þó að þjóð hafi þegar risið upp gegn þjóð og konungsríki gegn konungs- ríki, er uppreisnin ekki alger. Ennþá er vind- unum fljórum haldið í skefjum, þar til þjónar Guðs hafa verið innsiglaðir á ennum þeirra. Þá munu máttarvöld jarðarinnar safna sam- an liðsafla til síðustu stórorrust.unnar.“ Testi- monies, 6. b. bls. 14. Þessar viðvaranir í sambandi við ásigkomu- lag þjóðanna á hinum síðustu dögum, eru of greinilegar til þess að hægt sé að leggja í þær óeiginlega merkingu. Hér gefur lúðurinn skil- merkilegt hljóð frá sér, og hver dirfist að deyfa hljóm hans? Þetta ískyggilega ástand þjóðanna eykur aðeins á tækifæri okkar sem heildar til að láta ljós okkar skína. „Englar Guðs snerta við hjörtum manna og samvizku þeirra, og einlægar sálir skelfast, er þær sjá tákn tímanna í ringulreið þjóðanna. Þeir spyrja sjálfa sig: „Hvar endar þetta?“ Meðan Guð og englar hans vinna að því að vekja mannshjörtun, virðast þjónar Krists vera sofandi. Það eru aðeins fáeinir, sem sam- starfa með himneskum sendiboðum.“ Testi- monies, 3. b. bls. 202. Víglínur Guðs bama eru þegar skýrt mark- aðar. „Boð Drottins til þjóna hans er þetta: ,Kalla þú af megni og drag ekki af! Hef upp raust þína sem lúður og kunngjör lýð mínum mis- gjörð þeirra og húsi Jakobs syndir þeirra.' — Jes. 58, 1. „Starf okkar á ekki að breytast í aðaldrátt- um. Það á að standa eins greinilegt og aug- ljóst og spádómarnir hafa gert það. Við eigum ekki að gera neins konar bandalag við heim- inn í von um að það yrði til þess, að meira væri hægt að framkvæma. Guði mislíkar, ef einhver hindrar framgang starfsins í þeim greinum, sem hann hefur fyrir sett. Engin grein sannleikans, sem gert hefur aðventfólk- ið að því sem það er, á að veikjast. Við höfum hinar fornu markalínur sannleikans, reynslu og skyldu, og við eigum að verja meginreglur okkar djarflega að heiminum ásjáandi." — Testimonies, 6. b. bls. 17. Eftirfarandi öðlast nýja merkingu fyrir okkur: „Hinir ógurlegu brunar og slys bæði á sjó og landi, sem dunið hafa á okkur, eru sérstök forsjón Guðs, viðvörun um það, sem koma mun yfir heiminn. Guð vildi sýna manninum mátt sinn til að kveikja eld í skurðgoðum hans, sem vatn megnaði ekki að slökkva. Hinn mikli ógurlegi eldur er skammt undan, þegar öllum þessum fánýtu mannvirkjum verður eytt í einni svipan.“ Testimonies, 4. b. bls. 49. „Eftir því sem tíminn líður verður það stöð-

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.