Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 10

Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 10
— 10 — við yður, eru andi og eru líf.“ Jóh. 6, 53—57. 63. Aðeins með því að nærast á orði Guðs verð- um við hluttakendur með Kristi. „Fylgjendur Krists verða að eta hold og drekka blóð Guðs sonar ,að öðrum kosti er ekkert líf í þeim.“ Erum vi® seinþroska andlega, vegna þess að við vanrækjum að rannsaka orð Guðs? Það er eitt að líta á Biblíuna sem góða kennslubók í siðfræði ... og annað að líta á hana eins og hún raunverulega er, — orð hins lifandi Guðs, — orðið, sem er líf okkar, orðið sem mótar hegðun okkar, orð og hugsanir." Education, bls. 260. Rannsókn á Biblíunni skerpir hug- ann, eykur greindina, mýkir hjartað, vekur gleði og heilagan fögnuð. Ótal sannleiksgim- steinar eru huldir þeim, sem rannsaka Ritn- inguna á yfirborðskenndan hátt. Biblían er ótæmandi náma sannleika, fyllingar, styrks og vizku. Því meira sem við rannsökum hana með auðmjúku hugaríari, því meiri áhuga fá- um við, því snotrtnari munum við verða af mætti hennar og því nær munum við dragast að Kristi. „Væri orð Guðs rannsakað eins og skyldi, myndu menn verða víðsýnni, öðlast göfugra hugarfar og skapfestu en dæmi eru til á okkar dögum.“ Gospel Workers, bls. 249. Það nægir ekki að rannsaka orð Guðs, það sem er þýðingarmeira, er að lifa eftir orði Guðs, en það þýðir að gefast Guði algjörlega. Við ættum stöðugt að finna, að við erum hon- um háð, svo að við drögumst nær honum. Við drögumst bezt að honum gegnum bæn. Bænin er nauðsyn, því að hún er líf sálarinnar. „Bæn- in er andardráttur sálarinnar. Hún er leyndar- dómur andlegs máttar. Ekkert annað getur komið í stað hennar né viðhaldið heilbrigði sálarinnar. Bænin kemur hjartanu samstundis í samband við uppsprettu lífsins og styrkir sinar og vöðva hins andlega lífs. Vanræktu bænina eða bið óreglulega, þegar þér finnst þú hafa tóm til þess, og þú munt missa takið á Guði. Andlegir hæfileikar munu missa þrótt sinn og trúarlífið glata heilbrigði sínu og mætti.“ Gospel Workers, bls. 254, 255. Það væri vel þess virði að læra af Enok. Hann lifði í umhverfi, sem varð stöðugt óguðlegra og trúlausara, og þar sem hann gerði sér grein fyrir hvers konar áhrif það gæti haft á hann, „forðaðist hann stöðugt samneyti við fólkið og fór einförum, svo að hann gæti helg- að sig bæn og íhugun. Þannig þjónaði hann Drottni með því að afla sér meiri þekkingar á vilja hans, svo að hann gæti farið eftir hon- um. Fyrir honum var bænin andardráttur sál- arinnar; hann lifði í himnesku andrúmslofti.“ Patriarchs and Prophets, 85. Bænin er styrk- ur hins kristna. Vaxandi trúarsannfæring hins kristna þarf daglega að styrkjast með auðmjúkri og einlægri bæn. Loft og ljós eru vexti jurtanna nauðsyn og sama máli gegnir um vöxt hins kristna. Með því að gefa son sinn hefur „Guð umvafið allan heiminn andrúmslofti náðar, sem er eins raunverulegt og loftið, sem umlykur hnöttinn. Allir, sem vilja anda að sér þessu lífgefandi andrúmslofti, munu lífi halda og ná vaxtartakmarki Krists-fyllingarinnar.“ — Steps to Christ, bls. 68. Andstætt jurtinni, sem frá náttúrunnar hendi andar að sér loft- inu, getur maðurinn sjálfur valið hvaða lofti hann andar að sér, anða hvort óhreinu lofti tortímingarinnar eða lífgefandi andrúmslofti náðarinnar. Náðin er hinn yfirgnæfanlegi og frelsandi kærleiki Guðs til syndaranna, eins og hann opinberaðist í Jesú Kristi., Syndugur maður á ekki skilið þessa velþóknun og kær- leiksríku umhyggju, og þó er allur heimurinn umvafinn þessum óendanlega kærleika. „Við munum aðeins verða fullþroska menn og kon- um í Kristi Jesú, ef við vöxum stöðugt í náð- inni.“ Testmonies, 5. b. bls. 105. Fyrir hinum kristna er engin betri ljósuppspretta en sól réttlætisins, Kristur, „Ijós heimsins". Ef við snúum okkur til hans, skín himnesk birta á okkur og lunderni okkar mun mótast eftir hans mynd. Þegar Kristur býr í hjartanu, mótast lífið af honum. Merki kristlegs þroska munu koma í ljós. „Auðmýkt mun verða ríkj- andi þar, sem hrokinn sat eitt sinn að völdum. Undirgefni, hógværð og þolinmæði munu mýkja hörkudrætti eðlislægrar þverúðar og ofstopa. . ., Líf hins kristna mun vera laust við allan sýndarleik, uppgerð, gervimennsku og fals, það er einlægt, trútt og háleitt. . . . Lífið er upplýst af ljósi frelsarans.“ Testi- monies, 5. b. bls. 49, 50. Dr. Paul Dudley White segir frá því, að gamall vinur sinn og sjúklingur hafi fengið inflúenzu og orðið að vera innan dyra í marga mánuði. Meðan hann átti í þessum veikindum, bólgnuðu báðir fótleggir hans. Hann varð kvíðafullur og kjarklítill. Við rannsókn kom í

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.