Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 15

Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 15
sálarlífi, sem er laust við ofþenslu, áhyggjur, gagnrýni, öfund og jafnvægisleysi á andlega sviðinu, — sálarlífi, sem hefur frið við Guð. Það er ekki aðeins að líkamlegt ásigkomu- lag mannsins hafi áhrif á andlegt heilbrigði hans og hugarástand, heldur hefur hugar- ástandið djúptæk áhrif á ásigkomulag líkam- ans. Sálarlíí þess manns, sem býr yfir innri friði, treystir Guði fullkomlega, er sáttur við Guð og menn, er ekki áhyggjufullur og tekur meðlæti og mótlæti lífsins með stakri rósemi, hefur undraverð áhrif á heilsuna og líkamann i heild, en sálarlíf þess manns, sem er haidinn kvíða, áhyggjum, reiði, öfund, afbrýði, ótta, og skortir traust á Guði, mun óhjákvæmilega orsaka magakvilla, of háan blóðþrýsting, stundum hjartabilun og sársauka í taugum, vöðvum og liðamótum, svo að ekki sé minnzt á margbrotnasta og undursamlegasta líffærið, heilann. „Samband sálar og líkama er mjög náið. Þegar annað verður fyrir áfalli, líður hitt. Hugarástandið hefur meiri áhrif á heilsuna en menn gera sér almennt grein fyrir. Margir þeirra sjúkdóma, sem menn þjást af, eru af- leiðingar þunglyndis. Hryggð, kvíði, óánægja, eftirsjón, sektarkennd og vantraust; allt þetta miðar að því, að eyða lifsorkunni og bjóða hnignun og dauða heim.“ — Ministry of Heal- ing, bls. 241. Þegar Páll postuli lýsti eiginleikunum, sem nauðsynlegir væru, til þess að hinn kristni bæri sigur úr býtum, sagði hann: ,,En sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, er bindindissam- ur í öllu.“ Viðvíkjandi hófsemi og þeim áhrif- um, sem hún hefur á heilsu okkar og daglegar venjur, lesum við í „Counsels on Health“, bls. 126: „Ef við gerðum okkur ljóst, að venjurnar, sem við temjum okkur í þessu lífi, munu hafa áhril' á eilífa velferð okkar, og að endanleg ör- lög okkar byggjast á hófsömu líferni, myndum við kappkosta að vera hófsöm í mat og drykk." C. H., bls. 126. Þessi orð gefa til kynna, að náið samband sé milli eilífrar velferðar og daglegra matvenja okkar. Pétur telur bindindið, með þeim eiginleikum, sem þeim séu nauðsynlegir, er vilja vera lýta- lausir frammi fyrir Guði. ,,.. . auðsýnið í trú yðar dyggðina, en í dyggðinni þekkinguna, en í þekkingunni bindindið .. . “ 2. Pét. 1, 5. 6. Við eigum að vera hófsöm í öllum hlutum — hófsöm í mat og drykk og hófsöm í vinnu. E. t. v. er ekkert eins óheillavænlegt og skað- legt í sambandi við heilsuvernd manna og það, að gæta ekki hófsemi í mat. Margt mætti segja viðvíkjandi því, hvaSa mat við ættum að neyta, en það' er þó langtum þýðingarmeira hve mikið einstaklingurinn borðar, þ. e. hóf- semi í neyzlu. Af gildum ástæðum telja margir læknar, að mikinn hluta þess sjúkleika, sem knýr fólk til að leita læknis eða leggjast inn á sjúkrahús, mætti umflýja með hófsömu og bindindissömu mataræði. Það styttir líf manns, að neyta of mikillar fæðu, jafnvel þótt góð sé. Þetta ofát, samfara óæskilegri neyzlu þung- meltanlegra og feitra fæðutegunda, er orsök flestra meltingartruflana. Ofát, sér í lagi á kræsingum, orsakar flesta sjúkdóma í gall- blöðrunni, sem oft á tíðum verður að nema burt með skurðaðgerð. Það orsakar einnig marga sjúkdóma í maga og meltingarfærum. Fólk, sem etur yfir sig og safnar offitu, býður alvarlegum meltingarsjúkdómum heim, og styttir þar með ævi sína. Margir maga- kvillar og uppþemba hafa áhrif á hjartað og valda hjartaslagi, en það er tíðasta dánaror- sök nútímans. Mataræði okkar og matvenjur eiga skilið nákvæmari umhugsun, og vissu- lega þarf að temja sér meiri viljastyrk í sam- bandi við þær en flest okkar gera. Hófsöm matarneyzla ætti að verða að vana; það marg- borgar sig. Annað tæki náttúrunnar til heilsuverndar, sem oft er vanrækt, er vatnið. Margir gera sér enga grein fyrir því, hve vatnið, bæði til inn- og útvortis afnota, er þýðingarmikið í sam- bandi við heilsuvernd og lækningu á sjúk- dómum. Eitt sinn var ég, ásamt vini mínum, beðinn að heimsækja safnaðarmeðlim okkar í Bombay í Indlandi. Faðir hans hafði verið í þungu móki í margar klukkustundir. Læknir hans hafði sagt fjölskyldunni, að hann myndi að öllum líkindum ekki lifa til morguns. Hann hafði háan sótthita, og úrskurður læknisins um að hann myndi deyja innan fárra klukku- stunda, virtist mjög trúlegur. Þar eð við vor- um kunnugir hinum úreltu aöferðum, sem beitt er við taugaveiki þarna, — sjúklingurinn fær hvorki vott né þurrt, og hreint loft fær ekki að komast að honum, — fannst okkur að við gætum a. m. k. gefið þessum einföldu náttúrumeðölum tækifæri til að sýna, hvers

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.