Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 25

Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 25
25 — frestur mundi lengur gefinn verða“, að endur- koma Drottins væri skammt undan. I Banda- ríkjum Norður-Ameríku var William Miller frumkvöðull hreyfingarinnar. í Englandi boð- aði fjöldi enskra þjóðkirkjupresta hina „bless- uðu von.“ T. d. sagði séra C. J. Goodheart þjóðkirkjuprestur í ræðu, sem hann hélt á íöstunni árið 1843: „En tíminn líður ört, og brátt mun sá koma, sem koma á, og ekki dvelst honum.“ Annar enskur prestur, séra J. W. Brooks, sagði um líkt leyti, er hann pré- dikaði um endurkomuna: „Það er augljóst, að þegar við munum sjá mikið kristniboðsafl fara um heiminn, til þess að kunngera þjóðunum fagnaðarerindið, eigum við að taka það sem tákn. Eins og áður er það Guð, sem kunngjör- ir hárri röddu, að dómsdagur sé í nánd. Kæru trúsystkini, samkvæmt spádómum Opinberunarbókarinnar ættum við að sjá mik- ið kristniboðsafl að verki í heiminum á okkar dögum, sem kunngerir þjóðunum fagnaðarer- indið. Við lesum um þann boðskap í 14. kap. Opinberunarbókarinnar, og það var á þessum kapítula, sem enski þjóðkirkjupresturinn byggði orö sín. Hér er síðasti náðarboðskapur Guðs táknaður með engli, sem flýgur um mið- himininn og heldur á eilífum fagnaðarboðskap, sem hann boðar hverri þjóð, kynkvísl, tungu og lýð. Þessi mikli og endanlegi siðbótarboð- skapur kunngerir fullkomið hjálpræði í Kristi, endurgjaldslaust. Hann varar einnig við ríkj- andi fráfalli samtíðarinnar. í Op. 14, 7. lesum við: „Óttizt Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans, og tilbiðjið hann, sem gjört hefir himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna." Samkvæmt spá- dóminum um 2300 dagana, átti boðskapurinn um dómstundina að uppfyllast árið 1844. Þeg- ar spádómsklukkan á himnum sló þann tíma, vakti Guð upp menn, sem fluttu heiminum boðskapinn um dómstundina. Boðskapurinn fól einnig í sér kall um að tilbiðja Guð, skap- ara himins og jarðar. Eðlilegast var að til- biðja Guð og viðurkenna sköpunarmátt hans með því að halda minningardaginn um sköp- unina heilagan, þ. e. hvíldardaginn, hinn sjö- unda dag. Á þetta er lögð mikil áherzla í „Moody Bible Institute Monthly“ í nóv. 1930, í grein, sem James G. Murphy skrifaði. „Sá, sem heldur hvíldardaginn heilagan, viðurkenn- ir að sagan, sem hvíldardagurinn minnir á, sé sönn. Hann trúir jafnframt á sköpun hins fyrsta manns, á sex daga sköpun hins fagra bústaðar hans og á upprunalega og algera sköpun himins og jarðar, og sem nauðsynleg- an undanfara alls þessa, á skaparann, sem hvíldist hinn sjöunda dag að afloknu sköpun- arstarfi sínu. Á þennan hátt verður hvíldar- dagurinn tákn, og það er söguleg staðreynd að þeir, sem halda hann heilagan, eru frá- brugðnir þeim, sem hafa leyft þessu mikil- væga sannleiksatriði að falla í gleymskudá.11 Þegar postulinn Jóhannes skrifaði um þann árangur, sem boðun þriðja engils boðskapar- ins hafði, sagði hann: „Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra, er varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm.“ Op. 14, 12. Hversu hrífandi og uppörvandi er ekki sú staðreynd, að til- vera okkar sem heildar er uppfylling á spá- dómum Biblíunnar. Síðasti boðskapur jarðar- innar um siðbót hefur kallað okkur út úr Babýlon. Kristur hefur tekið okkur að sér, og hann „leysti oss frá syndum vorum með blóði sínu,“ af náð sinni, (Op. 1, 5.), og samræmdi líf okkar vilja sínum, og þess vegna erum við fólk, sem heldur lögmálið. Við trúum því, og það ekki af neinni eigingirni, að þetta fólk hafi og gæti hreinnar og óflekkaðrar trúar.sem hinum heilögu var eitt sinn í hendur seld. Við höfum tekið á móti öllum þeim mikilvægu sannindum, sem Guð opinberaði í orði sínu og veitti söfnuðinum fyrir meðalgöngu útvaldra boðbera allt frá því að siðbót hófst. Við trúum á krossfestan og upprisinn frelsara. Trú okk- ar byggist á Kristi. Við trúum því, að hinn réttláti muni lifa fyrir trú, og að við frels- umst aðeins fyrir náð. Við treystum því, að tileinkun réttlætis hans hylji syndir liðna tím- ans. Við vinnum daglega sigur vegna réttlæt- isins, sem hann veitir okkur, og með trú lítum við fram til þess dags, sem brátt mun renna upp, þegar við öðlumst kórónu réttlætisins. Það hefði með réttu mátt kalla okkur „Meþód- ista“, (þeir, sem raða hlutunum vísindalega niður fyrir sér), hefðum við viljað, því að vissulega eru Aðventistar vísindalegir í niður- röðun safnaðarstarfa. Sameinuð í von, trú og kenningu erum við sannur „Bræðrasöfnuður", sem safnað hefur verið saman frá hverri þjóð, kynkvísl, tungu og lýð. Það er enginn þjóðar- rígur meðal Aðventista, mismunandi hörunds- lit.ur og stéttarmunur hafa ekkert að segja

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.