Bænavikan - 22.11.1958, Qupperneq 1
Bænavikulestrar
1958
Lestur hvíldardagsins 22. nóvember 1958.
Forréttincli álijrgft |ie§s,
nH vera ^jöunda-da^ AAveiiti§ti
EFTIR R. R. FTGUHR
„Hjarta yðar mun fagna, og enginn mun
taka fögnuð yðar frá yður.“ Jóh. 16, 22.
Þannig hughreysti Jesús fylgjendur sína.
Þótt hinn kristni mæti oft reynslum og mót-
læti í lífinu, þekkir hann samt djúpa og varan-
lega gleði, og ekkert getur firrt hann þeirri
gleði. „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður
mikinn fögnuð“, (Lúk. 2, 10.) sagði engillinn
viö hina skelfdu fjárhirða, er hann boðaði
þeim fæðingu frelsarans. Gleðitíðindin voru
þessi: „Því að yður er í dag frelsari fæddur,
sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs.“ —
Fylgjendur Krists hafa næga ástæðu til að
gleðjast. Frelsari er kominn í þennan myrka
heim með ljós lífs og ódauðleika. Fullur trúar-
trausts söng Sálmaskáldið einnig um þessa
fullvissu. „En sál mín skal kætast yfir Drottni,
gleðjast yfir hjálpræði hans.“ Sálm. 35, 9. „En
réttlátir gleðjast, fagna fyrir augliti Guðs og
kætast stórum.“ Sálm. 68, 3. Þannig á líf
sannkristins manns að vera. „Kristnir menn
og konur ættu að vera glaðasta og hamingju-
samasta fólkið, sem til er.“ — My Life Today,
bls. 177.
„Bjarta og gleðilega hlið trúarbragðanna
kemur fram í lífi þeirra, sem helga sig Guði
daglega. Við ættum ekki að vanvirða Guð
með því að kvarta og kveina undan armæðu
lífsins. Allar þær reynslur, sem við trúum að
eigi að vera okkur til lærdóms, eru gleðiefni.
Trúarlífið í heild mun uppbyggjast og göfg-
ast og verða þrungiö góðum verkum og orð-
um.“ — Testimonies, 6. b. bls. 365, 366.
Þar sem fagnaðarerindið' er boðað og við
því tekið, ríkir ávallt gleði. „En Filippus fór
norður til borgarinnar í Samaríu og prédikaði
þeim Krist. .. . Og mikill fögnuður varð í
þeirri borg.“ Post. 8, 5. 8. Ibúarnir í Samaríu
höfðu verið hryggir og erfiðleikar lífsins
íþyngt þeim, en nú vörpuðu þeir áhyggjunum
frá sér og glöddust. Þeir hlutu „fagnaðarolíu
í stað hryggðar, skartklæði í stað hugarvíls."
(Jes. 61, 3.) Andlitsdrættir þeirra, markaðir
af kvíða og áhyggjum, mýktust og ljómuðu af
von. Vonin fyllti hjörtu þeirra og úthýsti sorg
og kvíða. Gleði hinna kristnu í Samaríu yfir-
gnæfði alla örðugleika lífsins. Gleðitíðindin
gerðu þá frjálsa og losuðu þá við stöðugt sam-
vizkubit. Líf þeirra varð gleöilegt. Sjálfsagt
höfðu margir lifað í synd eins og konan við
brunninn, sem Jesús talaði við, en þegar þeir
kynntust sendiboðum Guðs og veittu Kristi
viðtöku sem persónulegum frelsara, varð líf
þeirra hreint og helgað. Frásögnin hermir:
„Og mikill fögnuður varð í þeirri borg.“ Þessi
orð tjá réttilega hverju fagnaðarerindið kem-
ur til vegar.
Ritstjóri veraldlegs dagblaðs fól einum
LANOSEMASAFN
222563
ÍSLAfJDS