Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 29

Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 29
— 29 — aðlaðandi eiginleikum kristindómsins eins og sannri hamingju og gleði, vinsemd og samúð, skilningi og umburðarlyndi, verðið þið áhrifa- ríkustu vottar þess, sem heimurin þarfnast mest nú á dögum, — hreinnar og flekklausrar trúar. Þið' verðið að afsanna þá heimskulegu hugmynd manna með lífi ykkar, að kristin- dómurinn geri fólk að veikluðum vesalingum eða ræni persónuleika þess þeim fiumefnum, sem bera æskuna blóðheita. Þið þurfið að lifa þannig, að líf ykkar verði hvatning öllum þeim ungmennum, sem leita af einlægni að því bezta, er lífið hefur upp á að bjóða. Meginreglur og boð Guðs eru varanleg. Biblían og Andi spádómsins birta okkur fyrir- mynd í lifnaðarháttum, sem við getum ver- ið viss um að verði okkur til gæfu. Þar hljótum við uppfræðslu í því, hvernig hægt sé að temja sér réttar venjur í orði og athöfn ekki síður en í hugsjónum, markmið'um og meginreglum, sem veita lunderninu styrk og gera persónuleikann aðlaðandi. Styrkur lundernisins félst í jákvæðum eig- inleikum: metnaði, iðni, áreiðanleik, þrótti, sjálfstrausti og forustuhæfni. Aðlaðandi per- sónuleiki mótast af vinsemd, aðlögunarhæfni, kurteisi, glaðværð, snyrtimennsku, samhyggð og góðri dómgreind. í hinum snjöllu mann- lýsingum Biblíunnar — hreinlyndi Jósefs, auð- mýkt Móse, hugrekki Jósúa, einlægni og metn- aði Páls og vinsemd og hjartahlýju lærisveins- ins elskaða, Jóhannesar — höfum við beztu fyrirmyndina að farsælu lífi, sem hægt er að fá. Það er ekki hægt að finna betri hvöt til að lifa réttilega en einkunnarorðin: „Kærleiki Krists knýr oss“, og unga fólkið getur ekki átt neitt æðra takmark en: „Aðventboðskapur- inn til alls heimsins í þessari kynslóð". „Þegar Móse bjóst til að reisa tjald- búðina í eyðimörkinni, hlaut hann þessa við- vörun: ,Gæt þess .... að þú gjörir allt eftir þeirri fyrirmynd, sem þér var sýnd á f jallinu1. Heb. 8, 5. Guð hefur gefið okkur fyrirmynd í lögmáli sínu. Lunderni okkar á að mótast ,eftir þeirri fyrirmynd, sem þér var sýnd á fjallinu1. Lögmálið er hinn mikli mælikvarði réttlætisins, það túlkar lunderni Guðs og er prófsteinn á hollustu okkar við stjórn hans, og það opinberaðist okkur í allri sinni fegurð og fágæti í lífi Krists .... „Ilppbyggingarstarf lyndiseinkunnarinnar verður að vera alhliða, ef góður árangur á að nást. Það verður að vera einlæg löngun fyrir hendi til að fara eftir uppdrætti byggingar- meistarans. Efniviðurinn verður að vera traustur. Ekkert kæruleysi eða óáreiðanleiki í starfi er tekið gilt, því að það myndi eyði- leggja bygginguna. Maðurinn verður að leggja alla krafta sína fram í starfinu. Það krefst karlmannlegrar orku og þreks, og það er ekki hægt að eyða neinum orkuhluta til óþarfa. . . . Einlæg, nákvæm og þolgóð viðleitni til að brjóta af sér ok vanans, hefða og heimslegs félagsskapar er nauðsynleg. Djúp hugsun, ein- lægur ásetningur og ósveigjanleg ráðvendni eru ómissandi." Counsels to Teachers, bls. 62. Smásigrar lífsins munu aldrei fullnægja Kristi. Þið eignizt aðeins fullkomna gleði með því að losa ykkur við alla hjáguði. Öryggis skyldi ekki leitað í efnisheiminum, því að þið munuð komast að raun um, hve tímanlegir hlutir eru lítilsvirði í samanburði við það, sem Guð getur gert fyrir ykkur, ef þið gefizt hon- um algjörlega. Það má ekki vera neitt hálft í sambandi við kristna æsku. Ungu fólki finnst lítið varið í hálfvelgju. Ekkert má koma í veg fyrir að liðsinni ykkar við Krist sé heilt og óskipt. „Ekkert aðgerðarleysi ætti að fyrirfinnast. Lífið er mikilvægt, það er heilagt lánsfé, og hvert augnablik þess skyldi hagnýtt á skyn- samlegan hátt, því að afleiðingar þess munu koma í ljós í eilífðinni. Guð krefst þess, að hver og einn geri allt hið góða, sem í hans valdi stendur. Talenturnar, sem hann hefur falið okkur, eiga að hagnýtast sem bezt. Hann hefur falið okkur þær til að nota þær nafni hans til heiðurs og dýrðar og meðbræðrum okkar til góðs.... „Guð heitir þeim, sem halda lögmál hans, velgengni í þessu lífi. Hann segir: „Son minn, gleym eigi kenning minni, og hjarta þitt varð- veiti boðorð mín; því að langa lífdaga og far- sæl ár og velgengni munu þau veita þér í rík- um mæli. Kærleiki og trúfesti mun aldrei yfir- gefa þig. Bind þau um háls þér, rita þau á spjald hjarta þíns, þá munt þú ávinna þér hylli og fögur hyggindi bæði í augum Guðs og manna'. Orðs. 3, 1—4. En þeirra, sem byggja starf sitt á klettin- um, sem er Kristur, og byggja upp lyndis- einkunn, sem er sjálfri sér og hinu lifandi orði

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.