Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 14
þjáningar, lækna sjúkdóma og koma manns-
líkamanum í heilbrigt ásigkomulag. En auk
þessarar meðaumkunar sá Kristur fyrir sér
skemmdarverk erkióvinarins í hinum sjúku
og þjáðu. Maðurinn glataði ekki aðeins and-
legum hreinleika sínum við syndafallið, held-
ur einnig fullkomnum vitsmunalegum hæfi-
leikum og líkamlegri fegurð og fullkomnun.
Þeir voru fórnarlömb stríðsins, sem Satan
hlaut yfirhöndina í og varð höfðingi þessa
heims. Það var þáttur í starfi Krists, að ásaka
illvirkjann og ögra valdsumboði hans, hvar
sem hann varð var við það í hinum sjúku og
þjáðu, sem leituðu hjálpar hans.
Dag einn, er Jesús var að kenna í sam-
kunduhúsinu, færðu menn konu til hans, sem
að líkindum hefur þjáðst af alvarlegri hrygg-
liðabólgu. Hún var kreppt og gat ekki staðið
upprétt. Einn þátturinn í starfi Krists þennan
dag var að lækna þessa konu, samkundustjór-
anum til mikillar gremju, og gagnrýndi hann
Jesúm fyrir að vinna slíkt verk á hvíldardegi.
Kristur ávítaði hann harðlega fyrir hræsnis-
fulla fyrirlitningu hans á ástandi þessarar
konu. „Og kona þessi, sem er dóttir Abra-
hams, og Satan hefir haldið í fjötrum, og það
í átján ár, mátti hún nú ekki leyst verða úr
fjötrum þessum á hvíldardegi?" sagði hann.
(Lúk. 13, 16.)
Hvaða áhrif hefur þessi umhyggja, sem
Kristur ber fyrir heilsu okkar, á persónulega
afstöðu okkar til heilbrigðismála? Skilyrðið
fyrir því, að andlegir hæfileikar mannsins til
að skilja það, sem guðlegt er, njóti sín til fulls,
er að líkamlegu ásigkomulagi hans sé í engu
ábótavant. Við lesum það í ritum E.G.White,
að við séum ábyrg fyrir því líkamsþreki, sem
okkur er í té látið. „Hreysti er dýrmætur
fjársjóður. Hún er bezta eignin, sem dauðleg-
ar verur geta eignazt. Auður, heiður eða
menntun eru dýru verði keypt, ef þau kosta
manninn heilsuna, og ekkert þeirra tryggir
hamingju, ef heilsuna skortir. Það er hræðilegt
að misnota heilsuna, sem Guð hefur gefið okk-
ur.“ Test. 3. b. bls. 150. „Heilsunnar skyldi
eins vandlega gætt og skapgerðarinnar." —
Fund. of Christian Education, bls. 147. Ástæð-
unni fyrir þessari róttæku fullyrðingu er lýst
í „Ministry of Healing“ bls. 128. „Allir þurfa
að afla sér þekkingar á undursamlegasta fyrir-
brigði náttúrunnar, mannslíkamanum. Menn
ættu að skilja starfsemi hinna ýmsu líffæra
og að þau eru hvert öðru háð, eigi þau öll að
starfa á eðlilegan hátt. Þeim ber að rannsaka
áhrif sálarinnar á líkamann, áhrif líkamans á
sálina og lögmálin, sem þau stjórnast af. “
Hér eru okkur gefnar skynsamlegar skýr-
ingar á því, hvers vegna heilsa okkar sé svo
þýðingarmikil fyrir kristilegt líf og starf.
Enginn nýtur sín til fulls andlega, vitsmuna-
lega eða líkamlega, sé líkami hans ekki í full-
komnu ásigkomulagi. Sjúkdómurinn tekur
sinn toll af hugarþreki mannsins. Það er
ómögulegt fyrir okkur, að hagnýta þá hæfi-
leika, sem okkur eru gefnir, nema hugsunin
sé skýr og ólömuð.
Það liggja ákveðnar orsakir til þess, að Guð
vill að fólk hans sé líkamlega heilbrigt. Frá
þessu er mjög vel skýrt í „Gospel Workers",
bls. 242. „Eðli og ágæti starfsins er að miklu
leyti háð líkamlegu ásigkomulagi starfs-
mannsins. Margir stjórnarfundir og aðrar
ráðstefnur hafa fengið á sig leiðinlegan blæ,
vegna meltingartruflana þátttakenda, og
meltingarleysi ræðumannsins hefur varpað
skugga á marga ræðuna.“
Postulinn Jóhannes segir í 3. bréfinu 2.
versi: Ég bið þess, minn elskaði, að þér vegni
vel í öllum hlutum, og að þú sért heill heilsu,
eins og sálu þinni vegnar vel.“ Jóhannes vissi,
að vinur hans, Gajus — sem virðist hafa verið
fyrirmynd í kristilegri hegðun, — gæti aðeins
starfað með árangri sem leiðtogi safnaðar
síns, ef hann væri hraustur líkamlega. Á þenn-
an hátt skipar boðskapur heilbrigðisins —
boðskapur heilsusamlegs lífernis, lausnar frá
sjúkdómum, styrks og líkamlegrar vellíðanar
— ákveðinn sess sem þýðingarmikill þáttur í
safnaðarlífinu og í lífi hvers kristins manns.
Heilbrigðissiðbót sem trúarsetning, kredda
eða kennisetningin eintóm, er okkur gagnslaus.
Heilbrigðissiðbót hefur fyrst tilætluð áhrif,
þegar við útfærum hana í daglega lífinu —
með því að neyta hollrar, góðrar og hæfilega
mikillar fæðu, með því að nota gnægð vatns
bæði útvortis og innvortis, með því að vinna
hæfilega mikið og skilja þýðingu hvíldarinnar,
með skemmtun og andlegri endurnæringu og
með því að taka fyrir óheilbrigði eða sjúk-
dóm á byrjunarstiginu, svo að hann fái ekki
alvarlegar afleiðingar. Heilbrigðissiðbót hefur
tilætluð áhrif, þegar hún stuðlar að heilhrigðu