Bænavikan - 22.11.1958, Blaðsíða 30
— 30 —
samkvæm, bíður meira en jarðneskt endur-
gjald. Fyrir þá er undirbúin borg ,á traustum
grundvelli, þeirrar sem Guð er smiður að og
byggingarmeistari1. Heb. 11, 10. Stræti henn-
ar eru gulli lögð. í henni er Paradís Guðs, sem
lífsíljótið rennur um og á upptök sín við há-
sætið. Á miðju strætinu, beggja vegna móð-
unnar, er lífsins tré, sem ber ávexti á mánuði
hverjum; ,og blöð trésins eru til lækningar
þjóðunum'.
Foreldrar, kennarar og nemendur, minnizt
þess, að þið eruð að byggja fyrir eilífðina.
Gætið þess að grundvöllurinn sé traustur;
byggið síðan með einbeitni og þolgæði en
jafnframt með blíðu, auðmýkt og kærleika, þá
mun hús ykkar standa óhagganlegt, ekki að-
eins þegar stormar freistinganna bylja á því,
heldur þegar steypiflóð reiði Guðs skella á
heiminum.“ — Counsels to Teachers, bls. 62,63.
Lestur hvíldardagsins 29. nóvember 1958.
ICriiiiir |»iiii^ainiA|a haðskaparinw
EFTIR E. G. WHITE
Boðskapur þriðja engilsins felur í sér kall
um að halda hvíldardag fjórða boðorðsins
heilagan, og þetta sannleiksatriði verður
heimurinn að fá vitneskju um; en þungamiðja
þess alls, Jesús Kristur, má ekki verða undan-
skilin í boðskap þriðja engilsins. Margir, sem
ráðnir hafa verið í starfið á okkar dögum,
hafa gert Krist að aukalið, en kennisetningar
og röksemdir að aðallið. Dýrð Guðs, eins og
Móse sá hana, hefur ekki verið haldið á lofti.
Drottinn sagði við Móse: „Ég vil láta allan
minn Ijóma líða fram hjá þér.“ „Síðan gekk
Drottinn fram hjá honum og kallaði: Drottinn,
Drottinn, miskunnsamur og líknsamur Guð,
þolinmóður og gæzkuríkur og harla trúfastur,
sem auðsýnir gæzku þúsundum og fyrirgefur
misgjörðir, afbrot og syndir, en lætur þær þó
eigi með öllu óhegndar.“ 2. Mós. 33, 19; 34, 6.
Það lítur út fyrir að hula hafi verið fyrir
augum margra, sem starfað hafa fyrir mál-
efni Guðs, þannig að þegar þeir töluðu um
lögmálið, hafi þeir ekki komið auga á Jesúm
eða lagt áherzlu á þá staðreynd, að þar sem
syndin jókst, þar flóði náðin yfir enn meir.
Á krossinum á Golgata mættust miskunn og
sannleikur og réttlæti og friður kysstust.
Verkamenn í víngarði Drottins ættu að boða
réttlæti Krists, ekki eins og nýtt ljós heldur
eins og dýrmætt Ijós, sem mennirnir hafa um
langt skeið misst sjónar á. Við eigum að
taka á móti Kristi sem persónulegum frels-
ara, og hann mun tileinka okkur réttlæti Guðs
í Kristi. Við ættum að cndurtaka þessi sann-
indi, sem Jóhannes setti fram, og halda þeim
á lofti: „í þessu er kærleikurinn: ekki að vér
elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og
sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir
syndir vorar.“
í kærleika Guðs hefur opnazt undursamlegt
svið dýrmæts sannleika, og fjárhirzlur náðar
Krists hafa opnazt upp á gátt fyrir söfnuðin-
um og heiminum. „Því að svo elskaði Guö
heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til
þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki,
heldur hafi eilíft líf.“ Hvílíkur kærleikur,
undraverður og órannsakanlegur kærleikur,
sem kom Kristi til að deyja fyrir okkur meðan
við enn vorum í syndum okkar. Hvílíkt tjón
er það ekki fyrir þann mann, sem skilur
strangar kröfur lögmálsins, að geta samt ekki
skilið, að náð Krists flóir enn meira yfir. Það
er rétt, að lögmál Guðs opinberar kærleika
Guðs, þegar það er boðað sem sannleikur í
Kristi; því að megináherzla skyldi jafnan lögð