Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 6
124
HEIMILI OG SKÓLJ
mitt þannig, að til þess að geta tekið
á móti og varðveitt minnisefni, verð-
ur að vera rúm í birgðageymslu minn-
isins. Séum við hyggin, vörum við
okkur þess vegna á því, að fylla minn-
ið ónauðsynlegu efni, sem mundi fá
vitundina til að líkjast yfirfullri rusla-
kistu, þar sem allt væri á ringulreið.
Enn fremur er mjög nauðsynlegt að
kunna að velja úr, þ. e. a. s. geta
gleymt því efni, sem óþarft er. Heil-
brigð gleymska er hin nytsama, hljóð-
lausa ryksuga minnisins.
Minnið starfar, eins og fram var
tekið, í fyrsta lagi sem festing áhrifa
í vitundina.
Andleg bygging okkar mannanna er
þó mismunandi, einnig hvað minninu
viðvíkur:
Einn lærir bezt með því að nota
sjónina, með því að lesa. Annar lærir
bezt með því að nota heyrnina, með
því að hlusta. Hinn þriðji lærir bezt
á þann hátt að tala samtímis eða hreyfa
sig.
Þessar þrjár manngerðir (Typer)
nefnum við, eftir því sem við á, hina
sjónnœmu (visuelle), hina hlustnœmu
(auditive) og hina hreyfiruernu (mo-
toriske).
Návist þessara þriggja mismunandi
hæfileika hjá mönnum veldur því, að
kennarar í skólum okkar ekki einungis
tala (til hlustenda), heldur einnig
skrifa oft á veggtöfluna (með tilliti til
hinna sjónnæmu), eða láta nemend-
urna þreifa á hlutunum.
Útvarpið gerir e. t. v. suma að betri
hlustendum (aðra gerir það víst lak-
ari). En mörg okkar geta þó tæplega
komizt af án dagskrár til að líta í með-
an við hlustum. Fólk af hinni hreyfi-
næmu manngerð man bezt það efni,
sem það hefur handfjallað, eða séð á
hreyfingu. Enginn okka er þó óbland-
inn á þessu sviði.
Hugnæmið er enn hnýtt tveim mik-
ilvægum sálrænum þáttum: ‘hvort
menn læra beinlítis vélrænt, — án
þess að hugsa sérstaklega um efnið, —
eða hvort lært er með íhu2;un os; á
rökrænan hátt. Sumir læra t. d. vísu
eða margföldunartöflu án frekari
hugsunar um að safna orðunum eða
tölunum í minnisgeymsluna. Aðrir
læra með vandlegri íhugun efnisins.
Hinir fyrrnefndu, með hið svonefnda
vélræna minni, „læra“ stundum mjög
hratt, en oft án skilnings á efninu.
Hnir með hið röknæma minni eru oft
tiltölulega seinir að læra, en skilja
efnið vel. —
Við höfum nú þegar séð á fyrstu
starfsemi minnisins, að auk sjónnæm-
is, hlustnæmis og hreyfinæmis verðum
við að gera ráð fyrir tveim aukaþátt-
um, hinu svonefnda vélræna minni og
hinu rökræna minni.
Þá komum við að því, hvernig
minnið er háð öðrum andlegum eigin-
leikum, og af þeim verða hér nefndir:
greind, tilfinning og íhugunarafl.
Uim þessa þætti verður aðeins ifarið
fáum orðum.
Venjulega er hægt að gera ráð fyrir,
að lítilli greind og lélegri skilnings-
gáfu fylgi slæmt minni. Þó finnst
stundum furðu gott minni á vissum
sviðum hjá lítið gefnu og jafnvel
heimsku fólki. Á hinn bóginnerminni
sumra ótraust, þótt þeir séu góðum
gáfum gæddir. Oftast er þó gengið að
því vísu, að góðri greind fylgi góður
minnishæfileiki, en því miður er ekki