Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 18

Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 18
136 HEIMILI OG SKÖLl og það bezta, sem í honum býr. Og sá maður, sem lifir andlegu lífi í þess orðs beztu merkingu, hlýtur að lifa menningarlífi. Því að maðurinn er ekki aðeins nokkur kílógrömm af efni, heldur fyrst og fremst andi, með ótak- markaða möguleika til vaxtar og full- komnunar. Þar liggur framtíð hans öll. Prófessor Sigurður Norðdal segir á einum stað í hinum gagnmerku erind- um sínum — Líf og dauði — þessi at- hyglisverðu orð: „Andleg (rel igiös) reynsla er mér ekki einungis veruleiki, heldur veru- legust af öllum veruleika. .. . Hver maður, sem þekkir hana, veit, að hún færir hann miklu nær því að finna sjálfan sig en bláköld skynsemin get- ur gert.“ — Og ennfremur: „En sú guðsvitund, sem menn geta hlotið á vegum trúarbragðanna, er vafalaust algengust og -ef til vill fullkomnasta tegund hennar. A'lltaf er það einkenni hennar, að við sjáum hlutina, lífið og tilveruna opnari og berari augum en áður. Það er eins og einhverri þoku eða hjúp hafi verið svipt frá sjónum vorum. Hún getur aldrei komið í bág við skynsemina.“ Þessi andlega reynsla, sem Norðdal talar þarna um, er nokkurs konar salt lífsins og menningarinnar. Hún varp- ar ljóma á lífið og gefur efnisheimin- um gildi sitt. Hún er töfraskuggsjáin, sem lætur okkur sjá fegurð lífsins í náttúrunni, í listum, bókmenntum, í litlu blómi og ifögru kvæði. Ég minntist áðan á hina tvo vígðu þæíti í íslenzku þjóðaruppeldi fyrr á tímum: Hinn kristilega og hinn þjóð- lega þátt. Ég óttast ekki um þjóðemi og tungu. Þótt eitthvað hafi borið þar af leið í bili, munum við finna sjálfa okkur aftur. En ég óttast meir hinn heiðna mátt efnishyggjunnar, sem nú grúfir ýfir heiminum. Efnishyggjan gerir minni kröfur til mannanna en t. d. meistarinn frá Nasaret, og mönn- um hættir nú alltaf við því að velja stytztu og greiðustu leiðina að tak- markinu, þótt hún sé ekki alltaf sú skynsamlegasta eða þroskavænlegasta. Margir kannast við Englendinginn, sem spurður var að því, hvers vegna hann drykki sig fullan. Hann mælti: „Ég geri það, vegna þess að það er stytzta leiðin út úr Manchester.“ Þar var maður að flýja sjálfan sig, flýja lífið, sem hann var orðinn leiður á. Slíkar leiðir velja margir, sem lifa lífi sínu eingöngu í efnisheiminum. VII. íslenzka þjóðin stendur nú á há- tindi menningar sinnar að því 'leyti, að hún hefur aldrei komizt hærra. Aldrei átt slíka möguleika til menn- ingar og þroska sem nú. Nú verður það undir henni sjálfri komið, hvort ihún nemur staðar á þessum tindi, eða þreytir gönguna á ennþá hærri tinda. Nú er það svo, að leiðin virðist mörk- uð. Þegar að er gáð, leynir það sér ekki, að allar línur þróunarinnar liggja upp á við í hinni lifandi nátt- úru, en sú þróun á sér fyrst og fremst stað fyrir tilverknað andans. Hann er aflið mikla, sem togar lífið upp á við öld fram af öld. En við erum dálítið bráðlát mannanna börn, og við verð- um því óþolinmóð, þegar þessi þróun er tafin að óþörfu. Einn mannsaldur skiptir að vísu ekki miklu fyrir við-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.