Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI 127 Niðri á jörðunni var ey ein í miðju úthafinu. Hún var eins og yndislegur aldingarður. Hafið ólgaði umhverfis hana, en hvergi sást land, því að ekk- ert annað land var þá til á jörðunni. Þetta var Paradís. Eins og þið vitið, var það þama, sem fyrstu mennirnir bjuggu, karl og kona saman. Þau lifðu eins og blómi í eggi og þekktu hvorki skort né ótta. Villi- dýrin voru vinir þeirra, og gerðu þeim aldrei mei'n. Tré og runnar svignuðu undan þunga ávaxtanna, svo að ekki þurfti að kvíða matarskorti. Víðs veg- ar voru svalandi, tærar uppsprettur. Aldrei var kalt og ekki var hitinn held- ur óþægilegur. En þrátt fyrir alla dýrðina og þæg- indin voru þau ekki hamingjusöm. — Drottinn sá þau reika um í Paradís kæruleysisleg og súr á svip. Þau þekktu hvorki sorg né gleði, en þjáð- ust af einstæðingsskap. Drottinn kenndi í brjósti um þau og kallaði þau á fund sinn. ,,Ég ætla að gefa ykkur gjöf,“ sagði hann, „sem mun kenna ykkur að þekkja bæði sorg og sælu. En til þess að geta það, verð ég að taka margt fallegt frá ykkur, en í þess stað mun- uð þið eignast sannarlegt líf og mikla gleði. Ég ætla að gefa ykkur börn, og þegar þau verða fullorðin, mun ég einnig gefa þeim börn.“ Drottinn gerði nú eins og hann hafði sagt. Hann skapaði geysilegan fjölda barna og lagði þau öll í stórt stöðuvatn, sem var í miðri Paradís. Síðan skipaði hann storkunum að sækja þau og færa öllum þeim foreldr- um, sem bæðu um börn. En Drottinn varð að taka mikið af stjörnum himinsins til þess að skapa öll þessi mörgu barnsaugu. Annars hefðu þau ekki getað orðið svona skær og geislandi björt. Það er aðeins á mjóu belti á hirúninum, sem stjörn- urnar eru eins þétt settar og var í upp- hafi, það er í Vetrarbrautinni. Nú varð Drottinn að taka nær því alian roða sólarinnar til þess að gefa börnunum rjóða vanga og rauðar var- ir. Sólin átti nú aðeins eftir þann roða, sem við sjáum kvölds og morgna, þeg- ar hún kemur upp og gengur undir. Mánaskinið milda var tekið 02: eefið móðurinni. Það sést í brosi hennar, þegar hún horfir á barnið sitt ný- fædda, og geislarnir frá því brosi skína inn í hjarta barnsins og vekja sál þess til ódauðleikans. Þetta bros hinnar fyrstu móður hefur gengið í arf til allra annarra mæðra. Þið sjáið þetta, börnin góð, þegar þið eruð háttuð á kvöldin, og mamma beygir sig yfir ykkur til þess að< bjóða ykkur góða nótt með kossi; þá brosir hún svo milt og bjart. En máninn hefur aldrei síðan skin- ið jafn bjart og hýrt og hann gerði í upphafi. Loks tók Drottinn mikið af hafinu, sem umlukti Paradís, svo að löndin kæmu upp víðs vegar. Úr hafinu gerði Drottinn tár — óendanlega fjölda móðurtára. Hann vissi vel, að um leið og börnin kæmu í heiminn, mundi sorgin verða jafn mikils ráðandi í hjörtum foreldranna og gleðin. Móð- urhjartað er eins og blóm. Þegar blóm- ið er komið að því að visna, lætur Drottinn daggperlurhar drjúpa í bik- ar þess, og það lifnar á ný og breiðir blöð sín gegn morgunsólinni. Og tár-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.