Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 14
132 HEIMILI OG SKÓLI í máli. En vísast hafa þeir farið aðra leið. En hvað sem um það er, þá er aldrei um of brýnt fyrir foreldrum að gæta þess, að börnin fái ekki að leika sér með of mikla peninga. Þáð er háskabraut, sem æði mörgum hefur orðið hált á. Mér blöskrar oft, hve mikla peninga börn hafa á sér, er þau svo langoftast nota að meira eða minria leyti til sælgætiskaupa. Og þeim finnst að svo eigi það að vera. Og venjan, svo að segja dagsdaglega, að hafa eitthvað að jóðl'a, eitthvað að drekka, verður að lokum svo sterk, að þeim finnst þau ómögulega geta verið án þess. Dæmin eru deginum Ijósari um þetta. Lítil og veikluleg 11 ára stúlk'a bað kennara sinn, sem hafði bannað henni að jóðla tyggigúmmí í kennslustund, að lofa sér að tyggja bréf heldur en ekkert. Hún gæti ómögulega verið án þess. Og mörg dæmi munu þess, að börn hafi komið með flösku með sér af einhverju sætu gutli á samkomur, þar sem þetta var ekki selt. Svo sjálfsagt finnst þeim þetta. Þannig er nautnasýkin kveikt í börnunum. Hin stöðugu sælgtiskaup hafa því þessa alvarlegu hlið, auk eyðsluseminriar, að þau gera börnin meira og minna háð nautninni, og þetta getur að lokum orðið alvarlegt böl. Öllum ber saman um það, að flest- ir glæpir, sem börn og unglingar drýgja, séuþjófnaður.Þeirstelapening- um til þess að svala nautnaþrá sinni, þegar þeir fást ekki á annan hátt. — Þannig verða til mörg „glerbrotin á mannfélagsins haug.“ Ég held að Jón sál. Hjaltalín, skóla- stjóri Möðruvallaskólans g'amla, hafi farið rétt að með fósturson sinn Ás- geir Sigurðsson, síðar ræðismann, er hann lét hann hafa ákveðna upphæð af vasapeningum vikulega, og skyldaði hann svo til að koma með reiknino:s- o skil í vikulokin, skriflega skýrslu um það, hvernig hann hefði farið með féð. Lét Ásgeir síðar svo um mælt, að þetta hefði orðið sér hinn bezti skóli. Það þætti máske til of mikils mælst að gera slíkt nú í öllu annríkinu og hraðan- um, en það ætti a. m. k. að vera hægt að hafa meiri hemil á sælgætiskaupum barnanna en nú er, og tákmarka meir þá peninga, sem þau hafa með hönd- um, og þá jafnframt fylgjast með því til hvers þau nota þá. Og það þarf vitanleg'a að gera miklu meira. Það er þjóðarnauðsyn, að upp verði tekið þróttmikið starf í heimil- um og skólum til þess að kenna upp- vaxandi æsku skynáamlega meðferð fjármuna. Peningaflóðið undanfar- andi stríðsár hefur gjörsamlega ruglað oss, svo að vafasamt er, að vér komum ennþá 'auga á, hve illa vér erum stadd- ir að þessu leyti. En þótt þetta pen- ingaflóð hafi því miður eyðilagt marg- an æskumanninn, megum við ekki láta börnin, sem nú eru að komast úr reifum, gjalda þess. Þeirra framtíð verðum vér'að bjarga, — framtíð þjóð- arinnar. Síðasta hefti Vorsins þ. á. er nýútkomið. Flyt- ur það meðal annars gullfallegan jólasálm eftir Valdimar V. Snævarr. — Jólasögu. sem nefnist Guðs vegir. — Jólavísur eftir Hugrúnu, er nefn- ast: Eru komin ennþá jól. — Frásögn um séra Einar í Eydölum eftir Vald. V. Snævarr. — Nið- urlag sögunnar Gangnadagurinn, eftir Þórarin Jónsson. — Sagan Tannpínutröllin, eftir Jóh. O. Sæmundsson. — Niðurlag leikritsins um Stein Bollason, — Sagan Heimkoman, eftir Eirík Sig- urðsson. — Myndasaiga. — Vísur o. fl.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.