Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 13
HEIMILI OG SKÓLI 131 SNORRI SIGFÚSSON: Varhugaverð rausn Nýlega heyrði ég eftirfarandi sögu: Foreldrar, sem stundum brugðu sér að heiman, höfðu það fyrir venju að gefa sex ára dreng, er þau áttu, peninga, til þess að hann yrði góður heima. Fyrst munu þetta hafa verið aðeins fáir aur- ar, en smá hækkaði stöðugt, því að drengsi gerði sig ekki ánægðan með annað, og var loks, er hér var komið sögu, orðið að nokkrum krónum. Og nú, er honum skyldi mútað með 3 krónum, til þess að foreldrunum leyfðist að fara að heiman, rís stráksi upp og segir með þjósti: „Nei, en ég vil hafa einn rauðan" (100 kr.). Ekki sel ég þetta dýrara en ég keypti, þótt ég geti vel trúað þessu, hvort sem þetta hefur ráunverulega gerzt eða ekki. Drengnum er komið upp á það að fá peninga fyrir þægð- ina, og þá er svo sem ekkert undarlegt, þótt hann freistaði þess að ná í stóra fjárhæð. Nú er það ekki víst, að dreng- ur þessi hafi farið ill'a með þessa pen- inga. Hann getur hafa sett þá alla í sparibaukinn sinn, og þá er mikil bót „Jú. — Ég hef lengst af fengizt við að kenna börnum lestur og skrift. Einnig hef ég haft á hendi söng- kennslu í barnaskólanum hér.“ „Jæja, þú hefur þá skipt ævistarfi þínu milli Skagfirðinga og Eyfirðinga. Þér hefur vonandi líkað vel við þá báða?“ ,,Ég svara því hiklaust játandi: Ég hef kynnzt mörgu ágætu fólki í báðum þessum sýslum, fólki, sem hefur skilið starf mitt og létt mér það á ýmsa lund. Ég minnist þess því ætíð með hlýhug og þakklæti.“ „Hvað mundir þú nú gera, ef þú værir aftur orðinn tvítugur?" „Það er ekki gott að segja með vissu. Ef til vill breyttist hugsunarháttur minn að einhverju leyti, ef æskublóð tæki að streyma um líkama minn á ný. — En ef sú breyting yrði ekki stór- vægileg, mundi ég eflaust fyrst og fremst leita mér hinnar beztu kenn- aramenntunar, sem kostur væri á, og síðan hverfa til minna fyrri starfa.“ „Hvers mundir þú nú helzt óska eft- irmönnum þínum til handá og nem- endum þeirra?" „Ósk mín skal tjáð með fáum orð- um, en af hlýjum hug. — Hún er á þessa leið: Megi Ijós kristindómsins ætíð lýsa þeim og veita hið innra, sanna frelsi." „Já, ég þakka þér fyrir þessa ósk. Hún á erindi til okkar allra nú.“ Svo kvaddi ég þennan gamla vin minn og hélt heimleiðis. Og þó að Jón hafi ekki unnið nein stórvirki um æv- ina, fann ég að hér var maður, sem þjóðfélagið stóð í þakkarskuld við. Vonandi fær Jón þá skuld greidda á sínum tíma. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.