Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 7

Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÖLI 125 ætíð treystandi á, að sá góði hæfileiki sé fullkomlega starfhæfur. Verður nú gerð nánari grein fyrir því. Auk þess að minnið er tengt greind- inni, eins og áður er getið, er það háð öðrum þáttum sálarlífsins, s. s. tilfinn- ingu og ímyndun. Mikil geðbrigði, sem skapast t. d. oft hjá þeim, sem verða sjónarvottar að slysi, geta hertekið svo athyglina, að menn taka naumast eftir eða muna lítilfjörlegri atburði, sem á eftir ger- ast. Þetta þýðir m. a., að við getum ekki lært lexíu, þegar skapið er æst eða dapurt. Á sams konar hátt getur ímyndunar- aflið gjörbreytt og umskapað mörg áhrif, svo að við fáum alranga mynd af því, sem raunverulega gerðist. Svipað á sér stað, þar sem maður, og þó einkum barn, hefur verið undir áhrifum sefjunar, einkum sjálfssefj- unar. Vitnaframburður er sem kunnugt er oft meira eða minna rangur, m. a. vegna þess, að minnismyndir hlut- aðeiganda hafa breytzt eða ranghverfzt af þeim ástæðum, sem nú voru nefndar. Tilfinning, ímyndun og sefjun geta skapað traustan grundvöll, en einnig afbakað og umsnúið minnisefni. Nú segjum við skilið við starfsemi hugnæmisins og snúum okkur að öðru Mutverki minnisins: varðveizlunni. Á þessu svæði liafa vísindin þótzt geta fært sönnur á það merkilega og hagkvæma fyrirkomulag, að í minnis- geymslunni eigi sér stað framför eða frekari þróun á efni, sem þar hefur festst, líkt og grænir bananair geta þroskast, orðið gulir, í þar til gerðri geymslu. Þessi staðreynd hefur það í för með sér, að námsefni, t. d. verkefni í tungu- máli, sögu eða stærðfræði, getur orðið skýrara, skiljanlegra og betur í minní fest að nokkrum tíma liðnum frá því að lesið var, þó að þeim tíma sé ekki beiniínis varið til umhugsunar á verk- ©fninu. Þessi þróun á sér þá einkum stað, þegar við lærum til þess að byggja á síðar meir, en ætlum okkur ekki að- eins að kunna við hugsanlega yfir- heyrslu morgundagsins. Af þessu má þó ekki draga þá álykt- un, að það saki ekki neitt, þó að ung- mennið hr. Óli kunni ekki lexíuna sína að kvöldi og treysti á, að henni skjóti upp í huganum kl. 10 daginn eftir. Það myndi vera fullmikil skammsýni, svo auðvelt gengur þetta ekki. En vissulega er ekki sjaldgæft, að lausn eða svari skýtur óvænt upp í vit- und manna, að því er virðist af sjálfu sér. Það er undirmeðvitundin, sem þar hefur starfað í leynum. Eða or- sökin er sú, að tilviljun vekur eftir- tektina eða hugsunartengsl (associa- tur), sem draga svarið upp í ljós vit- undarinnar. Samt sem áður gleymum við afar miklu efni, sem við tæpast getum án verið. Við verðum því þess vegna að líta nokkuð nánar á ýmsar aðstæður viðvíkjandi gleymskunni. Gleymskan veldur rýrnun í birgða- forða minnisins. Til þess að mögulegt sé að draga úr þessari rýrnun, verðum við fyrst að finna orsök þess, að forðinn fer þverr-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.