Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 21

Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI 139 um sterkum og heilbrigðum. Sælgætis- átið dregur þannig úr því, að líkam- inn fái nauðsynleg næringarefni. En sælgætið gerir ekki aðeins tjón að þessu leyti. Nú er talið fullsannað, að sælgætið, einkum brjóstsykur og karamellur, :hafi beinlínis skaðleg á- hrif á tennurnar. Sykurleðjan, sem menn hafa í munninum, meðan menn sjúga brjóstsykur eða karamellur, er óheilnæm fyrir tennurnar. Þá er það algengt, að molar úr sælgætinu festist milli tannanna og í tannholur, ef ein- hverjar eru. Þar myndast ágæt gróðr- arstöð fyrir sóttkveikjur. í ýmsum sæl- gætistegundum eru þar að auki miður æskilegar sýrur af ýmsu tagi, t. d. ci- tronsýra í súruim karamellum. A stríðsárunum hala verið gerðar mjög atihyglisverðar athuganir í ná- grannalöndum okbar. í Finnlandi minnkaði sykurneyzla að miklum mun. Sælgæti var ófáanlegt. Tanri- skemmdir á börnum, sem uxu upp á þessum árum, vor.u miklu minni en á börnum á sama aldri fyrir stríð. Svona var reynslan þrátt fyrir það, að þjóðin hafði ekki svipað því nóga fæðu. Einn- ig í Noregi hafa verið gerðar svipaðar athuganir. Nú þekkist fólk, sem heldur öllum tönnum óskemmdum, þrátt'fyrir.mikið sælgætisát. Þetta getur átt sér stað. Mennirnir eru ólíkir og hafa mismun- andi viðnámsþrótt í tönnunum. En venjan er sú, að þeir, sem neyta mikils sælgætis, fá skemmdar tennur. Hvað eiga menn þá að nota í staðinn fyrir sælgætið? Oft ber það við, að börn, sem leika sér og ærslast allan daginn, verða svöng milli máltíða. Gefið þeim þá rúgbrauðssneið eða heilhveitibrauðssneið með osti eða öðru ofanáleggi, sem þeim geðjast að. En ef börnin vilja fá eitthvað reglu- lega gott, er bezt að gefa þeim ávexti, sem eru sérstaklega hollir. I Svíþjóð er hægt að fá ávexti með sæmilegu verði allt árið. Þá þykir mörgum börnum gott að naga hráar gulrófur eða gulrætur. Hnetur og rús- ínur eru einnig ágætar í staðinn fyrir sælgætið. Það er þó ekki skoðun mín, að menn eigi að hætta allri sykurneyzlu. En hann er óhollur einn út af fyrir sig. í mat, t. d. í saftsúpur o. f 1., gerir hann matinn aðeins ljúffengari. Hagið því svo til, að tennur ykkar og barnanna verði skoðaðar a. m. k. tvisvar á ári og látið gera við skemmd- irnar. Það er betra að gera við litla holu en stóra. Talið svo um það við börnin, að tennurnar geti haldið sér og verið heilbrigðar, ef þau forðist brjóstsykur og annað sælgæti. Reynið að haga því þannig, að afltaf sé á heimilinu ávextir eða ber, ef börnin vilja gæða sér á einhverju til tilbreyt- ingar frá hrnum venjulega mat. E. S. þýddi. Örfd orð i viðbót. Vitanlega eiga þessi ráð hins sænska læknis ekki nema að sumu leyti við ihér hjá okkur, þar sem hér fást engir ávextir. Þó er sjálfsagt að nota garð- ávexti og ber sem mest handa börnum, vegna bætiefna þeirra, sem í þeim fel- ast. Og vonandi vitkast þjóðin svo áður en langt um líður, að farið verð- ur að flytja inn ávexti í staðinn fyrir brennivín. Þýðandinn.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.