Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 22
140
HEIMILI OG SKÓLI
F oreldraf undir.
Undanfarnar vikur hefur barnaskóli Akureyr-
ar gengizt fyrir nokkrum foreldrafundum, eða
samtals 6 fundum, til að auka kynni og sam-
starf milli foreldra og kennara. Hafa verið
haldnir fundir með foreldrum barna úr öllum
deldum 1. og 2. bekkjar. en þær deildir eru 9.
Hefur foreldrum barna úr einni eða tveimur
deildum verið boðið hvert sinn, og hafa þeir
fundir yfirleitt verið vel sóttir. Hefur skólastjóri
flutt ávarp á öllum fundunum, en bekkjarkenn-
arar í hverri deild síðan skýrt frá aðferðurn
sínum við kennsluna og um leið rætt um ýmis
meginatriði í kennslustarfinu, er krefjast sam-
vinnu heimila og skóla. A eftir fundum þessum
ræddu kennarar svo við foreldra einstakra barna.
Auk þessara funda hefur verið haldinn einn
almennur fræðslufundur fyrir foreldra. Þar
flutti Jón J. Þorsteinsson ýtarlegt erindi um
lestrarkennslu með hljóðaðferðinni og Egill Þór-
láksson annað erindi um uppeldismál.
Foreldrar gerðu góðan róm að öllum þessum
fundum.
Ný dýrafræði.
Eins og kunnugt er, hefur verið tilfinnanleg
röntun á hentugri kennslubók í dýrafræði fyrir
barnaskólana. Bækur þær, sem notaðar hafa
verið, hafa verið óhæfilega langar, enda aldrei
ætlaðar til náms, þótt þær annars hefðu marga
kosti.
Nú er á vegum Ríkisútgáfu námsbóka komin
út ný dýrafræði eftir Pálma Jósefsson yfirkenn-
ara. Er hún tæpar 100 blaðsíður að lengd og
virðist því vera mjög hentugt ágrip fyrir barna-
skóla. Þarna eru nálega eingöngu tekin íslenzk
dýr, og er það vel ráðið. Eru þau flokkuð eftir
því, hvar þau hafast við, en ekki eftir ættum
og öðrum skyldleika, eins og venja hefur verið.
Vafalaust má deila um þá niðurröðun, en bezt
er að láta reynsluna skera úr um það, hvernig
hún gefst.
Aftast í bókinni er stuttur kafli um nokkur
alkunn erlend dýr, og loks skipulegt og gott yfir-
lit um þróun og flokkun dýranna.
Eg tel bók þessa mikinn feng fyrir barnaskól-
ana, þótt ef til vill kunni að koma fram ein-
hverjir smágallar, þagar farið verður að nota
hana við kennslu. En úr þeim má fljótlega bæta,
ef einhverjir eru. Er vonandi, að þess verði ekki
langt að bíða, að við fáum einnig álíka hentugt
ágrip af íslandssögunni og öðrum greinum nátt-
úrufræðinnar.
Endurskoðun lestrarbókanna.
Þá hefur stjórn Ríkisútgáfunnar einnig látið
hefja endurskoðun á Lestrarbókum útgáfunnar.
og mun því verða vel tekið af kennurum. Hefur
Gunnar M. Magnúss kennari verið ráðinn til
þessa verks, en hann mun hafa einn ráðgefandi
mann úr hverjum landsfjórðungi sér til aðstoðar.
Veltur nú á miklu, að vel takist til með þessa
útgáfu, og ættu kennarar, sem hafa einhverjar
tillögur til bóta, að senda ritstjóra útgáfunnar
bendingar sínar.
Til áskrifenda.
Þessu hefti fylgir áskriftarkort, sem kaupendur
ritsins eru beðnir að sýna kunningjum sínum og
nágrönnum, sem ekki kaupa Heimili og skóla.
Þótt kaupendum hafi nokkuð fjölgað í seinni tíð,
vantar mikið á, að ritið hafi náð þeirri út-
breiðslu, sem því er ætlað að ná og það þarf að
ná, til þess að það nái tilgangi sínum. Ef þú.
kæri, kaupandi, telur rit þetta hafa hlutverki að
gegna í þjóðfélaginu, þá greið fyrir því með því
að útvega því kaupendur, einn eða fleiri. Enn
skal vakin athygli á því, að nýir kaupendur fá
síðasta árgang ókeypis á meðan upplagið endist.
Ábyrgðarmaður: Hannes J. Magnússon,
Páls Briemsgötu 20, sími 174.
Prentverk Odds Björnssonar,
Akureyri.