Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI 129 Rabbað VIÐ SJÖTUGAN KENNARA í fyrsta hefti Heimilis og skóla þ. á. var með fáum orðum minnst 70 ára af- mælis Jóns Kristjánssonar, kennara á Espigrund í Eyjafirði. Bað ég hann við það tækifæri að segja iesendum ritsins eitthvað frá starfi sínu, en hann tók því seinlega. Kvaðst hann, af sinni venjulegu hógværð, ekki hafa frá neinu markverðu að segja. Leið tvo tíminn, að Jón lét aðra um að eyða bleki sínu. Tók ég loks það ráð, að bregða mér fram að Espigrund að heimsækja Jón. Og þegar við höfðum drukkið kaffi og Jón hafði leikið nokkur lög fyrir mig á orgelið sitt,.fór- um við að rabba um liðna tíma og birtist hér nokkurt hrafl af því sam- tali. „JÞú byrjaðir kennslustarf þitt í Akrahreppi í Skagafirði, hreppunm, sem Bólu-Hjálmar kvað verst um?“ ,,Já. — í þeirri fögru og víðfaðma sveit hóf ég mína fyrstu göngu í þágu b a r n a f ræðsi u n n a r. “ „Hvenær var það?“ „Það var veturinn 1908—’09.“ „Hvað kenndir þú á mörgum stöð- um í hreppnum?" ,,Ég kenndi oftast á þremur stöðum yfir veturinn, 8 vikur á hverjum. — Það reyndist oft erfitt að tryggja skól- Jón Knstjánsson. anum sömu staði til langs tíma, og voru því skipti á kennslustöðum næsta tíð. — Mun ég hafa kennt á 18 stöðum á þeim 16 árum, sem ég stund- aði kennslu í þessum hreppi.“ „Hvað er þér nú minnisstæðast frá þeim árum?“ „Það eru fyrst og fremst hin mörgu góðu heimili, sem ég kynntist á þess- um árum og foreldrar þeir, sem með mikilli alúð og ástundun reyndu að sá í hug og hjörtu barna sinna öllu því, er þeir áttu bezt í eigin sál. — Mér eru minnisstæðar mæðurnar, sem lásu bænir sínar og fögur sálmavers með börnum sínum á kvöldin og leiddu þau þannig inn í friðarríki svefnsins. Enginn getur sagt um, hve mikla bless- un þessi fagri siður megnar að hafa á hið gróandi sálarlíf barna. Þá eru það börnin, sem ég kenndi, bæði mín eigin börn og annarra, er verða mér fyrir margra hluta sakir

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.