Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 16
134 HEIMILI OG SKÖLl ar á íslandi, sem skortir innra, and- legn jaifnvægi, sem gefur lífinu rósemi og festu, en nú. Og þó að æskan hafi aldrei setið við jafn hlaðið borð af þægindum, líkamlegum þörfum og uppfræðslu, er hún samt ekki ánægð. Hún leitar og finnur ekki. Það hefur tvímælalaust orðið ein- hver eyða í uppeldi þessara æsku- manna. Það hefur þrátt fyrir allt eitt- hvað orðið út undan af hinum and- legu þörfum, og þá ,kemur mér fyrst í hug vanrækt trúaruppeldi. Þeir, sem einhverja nasasjón hafa haft af uppeldismálum þjóðarinnar á síðari árum, vita, að þar hefur um a'll mikið undanhald verið að ræða. Hitt er svo meir getgáta en staðreynd, að þessi eyða í uppeldi æskunnar sé að einhverju miklu eða litlu leyti orsök þess kjölfestuleysis, sem hún virðist nú búa við. Það væri dálítið ihæpið að halda því fram, að húslestrarnir, Passíusálma- söngur, , hugvekjulestur og tíðar kirkjugöngur hefðu haft djúp áhrif á trúarlíf barna og unglinga á sínum tíma. En ,eitt er þó víst. Þessi arf- bundna venja skapaði þó yfirleitt lotn- ingu barnanna fyrir þessum huldu og helgu dómum, sem entist þeim lengi. Hún var arfur, sem gekk frá einni kynslóð til annarrar, og var þýðingar- mikil kjölfesta í andlegu lífi þjóðar- innar. Og hljóðum bænastundum með föður og móður gleyma fáir. Þó að þeir strengir, sem þá voru hrærðir, verði hljóðir eða þagni með öllu á mesta annatíma manndómsáranna, býr þó andinn lengi að þeim stundum. Það væri dálítið ógætilegt að halda því fram, að feður og mæður væru 'hætt að lifa slíkar stundir með börn- um sínum, en þeim heifur áreiðanlega fækkað. Sumir telja, að útvarpsguðsþjónust- urnar hafi fyllt í allar þessar eyður, síðan þær voru upp teknar. Það er satt, að þær hafa verið vinsælar af öllu eldra fólki, en mér er þó næst að halda, að þær hafi á tvennan hátt orð- ið til ills. í fyrsta lagi hafa þær orðið til að fækka kirkjugöngum, en geta þó aldrei komið í staðinn fyrir venju- legar guðsþjónustur. Til þess eru þær of ópersónuegar. Og í öðru lagi hafa þær bókstaflega orðið til að skapa óvirðingu fyrir þessum helgiathöfn- um. Fjöldinn allur hlustar á þetta, eins og allt annað útvarpsefni, með öðru eyranu. En gefur sér þó tíma til að eta og drekka, skrafa og skeggræða um alla heima og geyma á meðan, og má nærri geta, hvaða áhrif slíkar guðsþjónustur hafa. En þó að heimlin hafi slakað þarna mikið á klónni, hefur hlutur kirkj- unnar í trúaruppeldi æskunnar einnig minnkað, bæði vegna þess, að æskan kemur ekki til kirkjunnar, og kirkjan hefur þá heldur ekki komið til æsk- unnar. Kirkjan gerir allt of lítið að því að ala sér upp söfnuði. Einræðis- herrarnir vita, hvernig þeir eiga að fara að því að afla sér liðsmanna, kirkjan er miklu tómlátari í því efni. Og eitt imættum við öll athuga, bæði lærðir og leikir, að andlegt uppeldi æskunnar frá fermingu til tvítugs er allt of mikið vanækt. Á þessum við- kvæma og hættulega aldri þyrftu ungu mennirnir þó sannarlega sterka og hlutvanda andlega leiðsögu, sem

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.