Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 19
HETMILI OG SKÖLI 137 JÓN Þ. BJÖRNSSON: I Jósef J. Björnsson Jósef J. Björnsson, fyrrum skóla- stjóri á Hólum, andaðist í Reykjavík 8. okt. sl. og var jarðsettur að Hóluin í Hjaltadal 17. okt. Jósef sálugi var fæddur að Torfu- stöðum í Miðfirði 26. nóv. 1859, son- ur Björns bónda þar Björnssonar og konu hans, Ingibjargar Halldórsdótt- ur. Föður sinn missti hann 10 ára gamall. Ólst eftir það upp með móður sinni vestur í Hrútafirði. Til Noregs fór hann á 18. ári og nam búfræði á búnaðarskólanum á Stend. Lauk þar prófi með ágætiseinkunn 1879. Var þá enn við verklegt nám í landbúnaði 2 ár hjá Heiðafélaginu danska. En næstu tvö árin vann hann að jarðrækt heima í Skagafirði sem verkstjóri og ráðu- nautur bænda. Með stofnun Hólaskóla 1882 var hann ráðinn þangað sem skólastjóri. Stjórnaði hann svo Hólaskóla 6 fyrstu ár skólans. En á þeim árum dvaldi hann þó einn vetur við landbúnaðar- iháskólann í Khöifn og lauk þaðan prófi í nokkrum búfræðigreinum með ágætiseinkunn. Árið 1888 hætti hann skólastjórn á Hólum og gjörðist bóndi. En eftir 8 ár tók hann aftur við stjórn Hólaskóla og Hólabús og gegndi skóla- gang ihennar i heild, en ihann skiptir miklu fyrir einstaklinginn, hafi hann grafið pund sitt í jörðu. Þess vegna verður liver öld að halda vörð um sín verðmæti, sem henni hefur verið trúað fyrir. Og það er bágborin kynslóð, sem alltaf gerir sig ánægða með það að láta gömlu söguna endurtaka sig. Kynslóð, sem ekki skilar tveimur tal- entum fyrir eina, hefur til lítils lifað. Uppeldisfræðingurinn Herm. France sagði einhvern tíma, ,,að það hefði verið lítilmótlegt verk fyrir guðdóm- inn að skapa þessa jörð úr dauðum frumefnum, ef hún hefði ekki átt að verða uppeldisstofnun fyrir heim af mannssálum". Það má segja, að tvær síðustu heimsstyrjaldir hafi verið dá- lítið harkalegar uppeldisaðferðir, en hver veit, nema þessi hirting hafi verið mannkyninu nauðsynleg, og væri þá frekar hægt að sætta sig við allt það blóð og öll þau tár, sem þær sköpuðu, ef gullið kæmi eittihvað skírara og iireinna úr deiglunni á eftir. Og því skyldi aldrei gleymt, að jörðin er upp- eldisstofnun, þar sem hver hefur sitt verk að vinna, sínum skyldum að gegna við sjálfan sig og náungann. Þessi upeldisstofnun er nógu stór og nóg’u fullkomin, til þess að allir hafi þar nóg olnbogarými til að lifa, þroskast og læra þá jnifclu list, að bræða gull fortíðar og nútíðar í hina gullnu kóróntt framtíðarinnar.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.