Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.12.1946, Blaðsíða 12
130 HEIMILI OG SKÓLI ógleymanleg. Það er bjart yfir minn- ingunum um þau. Lengi verður mér og minnisstæð vinátta fólksins, sem ég starfaði hjá, hjálpsemi þess og sam- vinna. Vil ég í því sambandi minnast þess manns, sem öðrum fremur studdi mig í starfi mínu með hollum ráðum og fræðslu. Það var hinn mikli gáfu- og guðsmaður, séra Björn Jónsson á Miklabæ í Blönduhlíð. Hann var for- maður fræðslunefndar um margra ára skeið og hafði mikinn áhuga fyrir fræðslu barna, sérstaklega hinni kristi- legu. — Hann var afburða góður kenn- ari og barnavinur hinn mesti. Eru mér minnisstæðar margar barnaguðsþjón- ustur hans.“ „Voru nú ekki margir erfiðleikar á veginum á þessum árum?“ „Jú. — Ekki var gatan alls staðar sem greiðust. Mætti margt um það segja á ýmsu vegu. —• Ferðalögin milli kennslustaðanna, á hálfs mánaðar fresti, voru oft býsna óþægileg í vond- um veðrum og færi. — Þá voru það kennslustofurnar, sem ekki voru ætíð sem ákjósanlegastar, stundum bara baðstofur, sem sumt af heimilisfólkinu sat í við vinnu sína á daginn, meðan á kennslu sóð. — Vöntun á góðum bók- um og kennsluáhöldum til að styðjast við í sambandi við kennsluna var oft tilfinnanleg. — Þá mætti, síðast en ekki sízt, telja það til erfiðleika, hversu lítil áherzla var lögð á að safna börn- um saman á skólastaðina með tilliti til aldurs og þroska. Öllum erfiðieikum varð maður að segja sríð á hendur. Hver sigur, þótt smár væri, veitti manni ætíð hina mestu gleði og gaf nýjan þrótt og vilja.“ „Hvernig fannst þér nú árangurinn af þessum stutta kennslutíma?" ,,Mér fannst hann vera vonum fram- ar góður í mörgum greinum. Börnin voru yfirleitt kappsöm og dugleg að læra, enda þótt undantekningar ættu sér stað, eins og gengur. Aldrei var um námsleiða að ræða, þar eð námstíminn var svona stuttur — vanalega aðeins hálfur mánuður í senn. — Frammi- staða barnanna á prófum Var oft hin sómasamlegasta og stundum ágæt, enda var keppni mikil um háar eink- unnir." „Hverjar hafa verið þínar uppá- halds kennslugreinar?" „Móðurmálið og kristin fræði hafa ætíð verið mínar hugljúfustu kennslu- greinar. Hitt er svo aftur annað mál, hvemig mér hefur tekizt að kenna þær.“ ,,Þú hefur lengi verið kirkjuorgan- isti? Hvar byrjaðir þú á því starfi?" „Ég var fyrst ráðinn organisti í Miklabæjarkirkju, og skömmu síðar einnig í Flugumýrar- og Silfrastaða- kirkju. í þessum þremur kirkjum spil- aði ég í 15 ár. — Eftir að ég flutti hing- að norður hætti ég um nokkur ár, en vorið 1929 var ég ráðinn organisti í Grundarkirkju. Svo hef ég einnig spilað í Möðruvállakirkju í Eyjafirði í nokkur ár.“ „Þú hefur ekki látið af því starfi enn?“ „Nei. — Þetta starf hefur ætíð verið mér svo mjög til yndis og andlegrar hressingar, að ég kvíði þeirri stund, er ég verð að láta af því.“ „Hvenær hættir þú fastri kennslu?" „Það var árið 1938.“ „Hefurðu svo ekkert kennt síðan?“

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.