Heimili og skóli - 01.10.1948, Qupperneq 10

Heimili og skóli - 01.10.1948, Qupperneq 10
106 HEIMILI OG SKÓ.LI ur sálfræðingurinn auðvitað vel, en lætur þess þó getið, að hann þekki ekki þessa kauða, en það sé mjög lík- legt að lýsingin sé rétt. Sálfræðingurinn vitprófar nú barn- ið með Binetvitprófum, en gerir þó sem minnst úr því, að hér sé um próf að ræða, heldur segir hann barninu, að hann hafi myndir og, fleira skemmtilegt, sem hann ætli að sýna því. Oftast þykir barninu gaman að vit- prófnnum og notar þá sálfræðingur- inn tækifærið til þess að segja því, að hann hafi rnjög skemmtileg leikföng á skrifstofunni sinni og býður barninu að koma við tækifæri og sjá þau. Oftast stendur ekki á því, að barnið þiggi boðið, og er það svo prófað með Performanaeprófum og síðan með ýmsum sérprófum. eftir því um hvaða örðugleika er að ræða. Um sama leyti gerir sált'iæðingur- inn foreldrum barnsins orð um að koma til viðtals á skrifstofuna, er þá rætt um barnið fram og aftur, allt frá þeirri stundu, er það var getið. Séu foreldrarnir látnir, er rætt við nánustu vandamenn barnsins. Sé um vandræðabörn að ræða, eru þau oft afkvæmi vandræðaforeldra, svo að ekki er vandræðalaust að kom- ast hjá vandræðum f viðræðum við þau. Mikil áherzla er lögð á að safna öllum fáanlegum upplýsingum um barnið, jafnvel þótt þær virðist lítils virði í svipinn. Allar upplýsingar eru skráðar og skýrslurnar geymdar í spjaldskrá skrifstofunnar sem nú geymir efni í rnargar sorglegar ævi- sögur, og jafnvel dramatisk leikrit. Eins og að líkindum lætui, eru nið- urstöður sálfræðingsins mjög misjafn- ar. Þegar bezt lætur, mælir hann með því, að barnið verði áfram í sínum bekk, en jafnframt gefur liann kenn- urum og foreldrum ráð viðvíkjandi meðhöndlun þess. Prófin sýna greind- arvísitölu barnsins, en G. V. er ekki aðalatriðið, heldur þær upplýsingar, sem prófin veita æfðum sálfræðingi um sérhæfileika barnsins, lyndisein- kunnir og andsvör. Oftast þarf þó frekari aðgerða við. Allur fjöldi þeirra barna, sem send eru til skrifstofunnar, lenda í sér- bekkjunum, flest í hjálpar og lestrar- bekkjunum. Um þessa bekki hef ég getið áður og innan skamms gefst les- endum Heimili og skóla kostur á að lesa stórfróðlega grein eftir Rasmun Jakobsen, sálfræðing, um lestrar- bekki. Börn, sem lenda í sérbekkjum, verða áfram undir eftirliti sálfræði- skrifstofunnar, en sérmenntaðir kenn- arar annast kennslu þeirra. Vera má, að sálfræðingurinn mæli með því, að barnið fái að sækja frí- stundaheimili, eða aðrar áþekkar stofnanir, verður það oft til mikils góðs. Þar sem meiri alvara er á ferðurn, getur svo farið, að barnið verði úr- skurðað fáviti, hverfur þá venjuleg kennsluskylda, en ríkið tekur við allri umsjá með barninu og stendur straum af öllum kostnaði við uppeldi þess. Sunyum heimilam er þannig háttað, að ekki getur talizt gerlegt að láta Jiau sjá um uppeldi barnsins, verður þá barnavernduuin að taka við og missa þá foreldi irnir foreldraréttinn,

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.